8.5.2017 | 12:03
Þegar Titanic kom á hafsvæði borgarísjakanna.
Þá var gefið í því tímaáætlun varð að halda.
Og skipið ósökkvandi.
Þegar áreksturinn varð, þá var fólki sagt að halda ró sinni, því skipið var ósökkvandi.
Samt sökk Titanic með miklu manntjóni.
Þrátt fyrir afneitunina.
Svipuð afneitun á sér stað meðal frönsku elítunnar.
Þeirra maður sigraði, og þar með er málið dautt.
Söguleg höfnun þjóðarinnar, bæði með því að kjósa Le Pen, með því að skila auðu, með því að mæta ekki á kjörstað, og með því að kjósa tilbúning, virðist ekki draga úr þeim fagnaðarlátum.
Svo á að bæta efnahaginn og fjölga störfum, sömu loforð og Hollande gaf, og Sarkozy þar á undan.
En það mun ekkert breytast á meðan Frakkland er í Evrópusambandinu.
Hið frjálsa flæði og evran sér til þess.
Og næst, og næst er ekki víst að Le Pen verði í framboði.
Hægri öfgar eiga miklu verra eintak en hana.
Og þá mun ekki duga að hrópa úlfur, úlfur.
Það ráð hefur þegar verið notað.
Og hvað þá?
Kveðja að austan.
Macron fékk 66,2% atkvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er kannski að hrannast upp efniviður í nýja "Franska byltingu"?
Hrossabrestur, 8.5.2017 kl. 14:52
Já Hrossabrestur góður.
Eina spurningin er hvort Macron éti lýðræðið áður eins og Napóleon þriðji gerði á sínum tíma.
En ef hann ætlar að fara hefðbundna leið, og reyna innan ramma þingræðisins að bæta efnahag Frakklands og lífskjör almennnings, þá er það fyrirfram vonlaust.
Hnignunin er afleiðing af kerfinu (fjórfrelsinu, evrunni), misvitrar ákvarðanir stjórnmálamanna hafa lítt með hana að gera, og það þarf að bylta kerfinu ef árangur á að nást.
Og til þess þarf náttúrulega byltingu.
Spurningin er bara undir hvaða formerkjum hún verður gerð.
Ekki hvort.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.5.2017 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.