8.5.2017 | 09:41
Rússar fjármögnuðu Trump.
Rússar fjármögnuðu þennan, Rússar fjármögnuðu hinn.
Rússar láku tölvupóstum, Rússar dreifðu fölskum fréttum.
Rússar höfðu áhrif á forsetakosningar, Rússar eru vinir ráðgjafa og ráðherra.
Rússar þetta, Rússar hitt.
Þessi síbylja um Rússa, þetta hálfsnauða ríki á freðnum sléttum Austur Evrópu og Síberíu, er farin að minna mig ískyggilega á ágætan dreng sem gekk ekki alveg heill til skógar, og sagði alltaf sama brandarann.
Hafði eitthvað með taugabrautir að gera.
En hvaða misþroski eða taugaskaði útskýrir þennan endalausan fréttaflutning af meintum Rússatengslum Trump.
Maðurinn er auli, vissulega með snilligáfu í viðskiptum, en algjör auli fyrir því.
Og ef barnfóstrur gæta hans ekki allan sólarhringinn, þá er hann stórhættulegur umhverfinu.
Það er málið með Trump.
Ekki meint Rússatengsl hans.
Síðan kunna aðrir að leka tölvupóstum og hafa áhrif á kosningar, ekki bara Rússar.
Það kunna aðrir að múta, það kunna aðrir að blekkja.
Þó gamla Kommagrýla hafi gefist uppá rólinu, og varð engum harmdauði, þá er alveg óþarfi að búa til nýja Grýlu, án nokkurs innihalds.
Það hlýtur að vera hægt að vega og meta atburði og aturðarás alþjóðamála, án þess að orðið Rússi komi fyrir í öðru hverju orði.
Þetta er pínlegt, þetta er aumt.
Það er ekki nóg fyrir fjölmiðla að krefjast tjáningarfrelsis.
Þeir verða líka að hafa eitthvað að segja.
Og hafa vitsmuni til að greina raunveruleikann frá tilbúningi.
Síbyljan um Rússa er aðeins í þágu einhverja hagsmuna.
Hagsmuna sem þurfa annað af tvennu, eða bæði, skálkaskjól og sökudólg.
Fjölmiðill sem lætur misnota sig svona, er ekki frjáls.
Hann er háður.
Hann er handbendi.
Og í raun engu betri en falsveitur samfélagsmiðlanna.
Takið ykkur taki, og hættið að láta misnota ykkur.
Í guðanna bænum.
Kveðja að austan.
Fjármögnuðu Rússar golfvelli Trumps? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Ég tek undir með þér. Þessi síbylja, án nokkurra sannana, fer að verða vandræðaleg. Sæmilega skynsamt fólk vill fá sannanir fyrir ásökunum. Fjölmiðlamenn vilja það ekki heldur lepja gagnrýnislaust upp eftir einhverjum í kerfinu alls kyns þvælu. Rússagrýlan sem þú nefnir er gott dæmi sem og þetta bull um að Assad hafi notað sarín fyrir um mánuði síðan. Sú saga heldur engu vatni. Blaðamenn eiga að upplýsa fólk og skoða sögur gagnrýnið. Í dag er fréttamennska miklu meira áróður en fréttamennska þar sem málefnið er ekki skoðað gagnrýnið frá öllum hliðum.
Hér er skemmtilegt og einfalt video sem sýnir glögglega fram á það hversu bjánalegar þessar ásakanir um að Rússar hafi hakkað Demókratana:
https://www.youtube.com/watch?v=djDu3ygXY9A
Helgi (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 07:45
Blessaður Helgi.
Ef við lesum hvorn annan nógu oft, þá finnum við alltaf sameiginlega fleti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.5.2017 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.