Um hvað er kosið í Frakklandi?

 

Svar er einfalt og kom fram í annarri frétt hér á Mbl.is, "Hinir ríkustu auka við auðinn", það er kosið um hvort auðstéttin megi halda áfram að ræna og rupla í landinu eins og aldrei fyrr.

Hvort auðstéttin megi leggja heilu héruðin og borgirnar í rúst með því að flytja atvinnu fólks úr landi til þrælabúða þriðja heimsins.

Hvort hún megi sækja að því sem eftir er með því að flytja inn ódýran varning fríverslunarinnar, þar sem kostnaði er haldið niðri með því að virða engin réttindi, hvorki verkafólks, umhverfis, samfélags.  Á sama tíma og hún setur ótal, ótal íþyngjandi reglur og reglugerðir til að draga þróttinn úr innlendri atvinnustarfsemi.  En fer sjálf framhjá þeim öllum með hinum ódýra innflutningi.

Og ekki hvað síst er kosið um hvort megi eyðileggja lífskjör ófaglegs verkafólks, faglærðs verkafólks, sem þó voru ekki beysin fyrir, með hinu frjálsa flæði undirborgaða og réttindalausra frá fátækustu kimum Evrópu.

 

Fólk er að mótmæla slæmum lífskjörum, óöryggi, og hnignun.  Hnignun innviða, hnignun samfélagslegra þjónustu.

Og stórauknum ójöfnuði þar sem æ stærri hluti hverrar þjóðar á aðeins skuldirnar á meðan jafnvel öflugustu talningavélar ná ekki að telja heildarauð hinna ofsaríkustu.

Þessi óánægja kom Trump til valda, og þessi óánægja leitar í sífelldu uppá yfirborðið í Evrópu, þá auðkerfinu takist ennþá að grafa hana aftur í vonleysið og örvæntinguna.

 

Þessi óánægja hefur þurrkað út hina hefðbundnu flokka Frakklands, því sísvik jarða flokka að lokum.  Sérstaklega þá sem boða jöfnuð og bræðralag fjöldans, en í reynd er það jöfnuður og bræðralag hinna ríku eins og við Íslendingar fengu að reyna á eigin skinni þegar þau Jóhanna og Steingrímur slógu skjaldborg um auðinn.

Vissulega tókst frönsku auðstéttinni í tíma að koma sér upp skálkaskjóli, sem er hið tilbúna framboð bankamannsins Macrons, en allt sem hann segir og gerir, er árangur markaðskönnunar um hvað þyrfti að segja og gera til að slá á óánægju fólks, svo hann virkaði trúverðugur frambjóðandi eftir að hræðslubandalagið hefði vegið Le Pen.

En þetta er aðeins gálgafrestur, sama lygin virkar aðeins einu sinni, og núna er auðræðið búið með sína valmöguleika.

 

Næst mun fólk ekki láta glepjast af tilbúningi.

Næst mun fólk krefjast breytinga, og sjá til þess með atkvæði sínu að af þeim verði.

Aðeins afnám lýðræðisins mun geta koma í veg fyrir það.

 

Hverjar þær breytingar verða, er svo komið undir skynsömu fólki.

Ef það telur sig hafa efni á að gagnrýna hina svokölluðu popúlista, þá verður það að sýna í verki að það getur komið sér saman um valkost, sem hefur kjark til að fara gegn auðstéttinni, og vit til að forma tillögur að nýju og betra þjóðskipulagi.

Ekki að það þurfi að finna upp hjólið, vestræn samfélög og vestræn velferðarkerfi voru öll að þróast í rétta átt, hvort sem það var undir stjórn vinstri eða hægri manna, eða alveg þar til mótleikur auðstéttarinnar gegn velferð og velmegun fjöldans, frjálshyggjan náði öllum völdum í vestrænum stjórnmálum.

Og rauf samfélagssáttina.

 

Takist heiðvirðu, skynsömu fólki, sem þekki bæði sið og rétt, ekki þetta verkefni, þá taka öfgarnar við.

Þá mun renna upp tími fallaxirnar og aftökusveitarinnar.

Ólga og óöld mun yfirtaka vestræn samfélög.

Því eins og allir sem vita sem hafa einu sinni átt gufuketill, að það er aðeins hægt að fresta hinu óhjákvæmilega þegar hann yfirhitnar, með því að tropa í sprungur.  Hann springur alltaf að lokum.

 

Hinn vestræni heimur er kominn að því að springa.

Frakkland springur kannski ekki í dag.

 

En það mun springa.

Sá er lærdómur sögunnar.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Yrði sá yngsti frá dögum Napoleons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband