Það er ljótt að gera grín að Trump.

 

Alveg eins og það er ljótt að gera grín að fjölfötluðum, eða fólki sem fékk ekki sama atgervi og við hin í vöggugjöf, og getur því ekki svarað fyrir sig.

Maður ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, nema kannski Jón Gnarr, en hans fyndni var einhvern veginn þannig að hún var eðlileg, ef svo má að orði komast.

Líkt og að Jón hafi í raun verið að gera grín af sjálfum sér.

 

Svo kannski má Jón Gnarr gera grín að Trump.

En hvort hann verði rannsakaður og sektaður, það er önnur ella.

Því sumir eru alveg húmorslausir, og ef þeir hafa völd til að stöðva húmor, þá gera þeir það.

 

Hver man ekki eftir fúla kennaranum sem mátti ekki brandara heyra?

Eða Liverpool aðdáenda á sorgartímum liðs þeirra??

 

Svo bara, hvernig er yfir höfuð hægt að gera grín að Trump??

Maðurinn einokar það svið, þó vart sé það viljandi.

Nei menn hafa verið teknir og hýddir af minna tilefni.

 

Sniðug þessi stofnun sem telur sig hafa hæfni til að meta grín.

Megi hún vernda hinn lægsta garð.

Vernda þá sem ekki hafa vitið til að svara fyrir sig.

 

Vernda frelsið, vernda lýðræðið.

Vernda Trump.

Kveðja að austan.


mbl.is Colbert til rannsóknar vegna Trump brandara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef að klukkutíma þáttur er ekkert nema níð gagnvart sömu manneskjunni, sem að ég gat ekki hlegið að og fleirri hafa tjáð að þeim fannst þátturinn ekkert fyndin, í þessu tilfelli hjá Colbert um Trompið, þá er eitthvað að. Colbert get over it, Hildiríður tapaði.

Ég hélt að grín væri framsett svo að fólk geti hlegið að því, en ofstækis níð er ekki og hefur aldrei verið grín

A að reka Colbert? Alls ekki, tjáningarfrelsið gengur fyrir öllu, það er engin skaði af þessu, nema kanski að Trompið hafi móðgast, en hann hefur getað tekið því hingað til.

Þetta lýsir manninum hvernig innræti hans er, enda eru ekki margir sem horfa á þáttinn hans Colbert.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 6.5.2017 kl. 21:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Tja Jóhann, til að geta kveðið upp þennan dóm þinn um ófyndni Colberts þá hefur þú greinilega horft á þáttinn, og líklegast er það tilgangur grínarans.  Fá áhorf, fá viðhorf.

Síðan máttu ekki gleyma, að það er kynslóðabil í húmor, hver man ekki hér á Íslandi eftir viðbrögðum þeirra eldri við gríni Radíus bræðra, sem þótti mjög klámfengið og ófyndið, eða hvað þá þegar Fóstbræður komu fram aðeins seinna, þeir þóttu ekki einu sinni ófyndnir.

Allt klassík í dag, því unga fólkið sem hló með, það varð eldra, og þess smekkur tók yfir.  Það gerði meira að segja Gnarrinn að borgarstjóra að launum.  Fyrir alla skemmtunina.

En þú ert hins vegar með punktinn í þessu, grínarar grafa sér sjálfir sína gröf, þeir þrífast ekki án áhorfenda.  Hins vegar má hafa skegg spámannsins í flimtingum, jafnvel þó morðóðir axarmenn reyni að segja okkur annað. Og þar með gildir það sama um okkur dauðlegu, jafnvel þó einhverjir kerfiskallar telji sig vita betur, um hvað er fyndið og hvað er ekki fyndið.

Það er nú þannig Jóhann, og ég er ánægður að þú skulir virða það, þó þér hafi ofboðið.

Hluti af fjölbreytileika lífsins er einmitt sú gjöf að við sjáum ekki alla hluti sömu augum, og við eigum að meta það.  Vissulega megum við og eigum við að móðgast þegar okkur er ofboðið, og útfrá því myndast glíman um hvað má, og hvað má ekki. 

Hvort mitt níði um Trump hér að ofan hafi verið fágaðra en Colberts veit ég ekki, en ég vona að þú vitir að ég er ekki að skrifa þessa pistla til að ögra þér eða öðrum sem líta Trump ekki sömu augum og ég.  Ef þér ofbýður, þá þarftu ekki að lesa þá, eða koma hér inn aftur, ef þér er stórlega misboðið. 

Það er okkar frjálsa val, og þannig á það að vera.

Alls staðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.5.2017 kl. 08:38

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Til að geta komið með mína tjáningu um þennan þátt, þá varð ég að horfa á þáttinn. Þetta er sá firsti og síðasti með Colbert sem ég kem til að horfa á. 

Það sem vakti forvitni mína var það sem ég las að allur þátturinn var um að níðast á Trompinu, ég átti erfit með að trúa því, en þetta ver rétt.

Ég tók ekki þátt í forsetakosningum 2016 hér í USA, af því að mér fannst ekki vera neitt val, Hildiríður eða Trompi. Það ku vera yfir 330 miljonir Kana og þetta var það bezta sem fannst. Good grief.

Ég gæti trúað því að við, ég og þú, höfum svipað álit á Trumpinu, en ég þurfti ekki að fara til geðlæknis og fá pillur til að róa mig niður eins og svo margir Kanar sem þurftu áfallahjálp þegar það var ljóst að Hildiríður tapaði.

Tjáningarfrelsið er númer eitt hjá mér og það þarf að standa vörð um það, af því að litlir háværir serstöðuhópar brjálist ef að fólk er ekki sammála áróðrinum sem þessir hópar spýta út úr sér á fjölmiðlum.

Bara af því að einhver spýtir út áróðri sem hann á fullan rétt á að gera, þá er ekkert í stjórnarskrá USA og Íslands að eg þurfi að horfa, lesa eða hlusta á áróðurinn.

Vona að þú hafir það sem best (er það ekki í littlu Moskvu sem þú ert) hér í Las Vegas er rigning og 13C, bara íslenskt veður.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.5.2017 kl. 21:16

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, það var reyndar ekki Las Vegas hér, en frúin fékk allavega lit á meðan ég horfði á mína menn í United tapa fyrir Arsenal.

En ég þurfti nú samt engar pillur til að ná mér niður, og ég læt mér nægja að gera góðlátlegt grín af Arsenal mönnunum, vinum mínum. 

En það er svona Jóhann, tilfinningar fólks rista djúpt, og virðast fara dýpkandi.

Ekkert útlit fyrir samræðuna í bráð.

Og jú, ég heima í Litlu Moskvu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.5.2017 kl. 21:26

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Arsenal er got lið og hefur verið mitt lið í bresku deildinni, af hverju? Jú þegar ég var smastrakur fannst mér lógóið cool.

Vonandi þá fer fólk að skylja það að það skiptir ekki máli hver er kosinn til að stjórna, vinstri, hægri, uppi eða niðri flokkar, þau ljúga að kjósendum og standa aldrei við loforðin. Því miður er þetta allstaðar svona ekki bara á Íslandi.

Það var drengur í skóla með mér heitir Ólafur Jóhannesson ef ég man rétt, ég var hrifin af tryggð hans við Sovét komonistisaman, það var sama hvað gekk á, hann tók alltaf upp hanskan fyrir þá, hann var frá Littlu Moskvu (Neskaupstað), hans svar þegar ég spurði hvaðan hann er.

Já ég var að lesa að það vor kringum 20C sumsstaðar á Íslandi, það gerist ekki oft að Ísland er með hærra hitastig en Las Vegas í maí manuði. Kanski að er Ísland með Global Warming og Las Vegas með Global Cooling ;>)

Ég yfirleit les pistlana þín, er ekki alltaf sammála, en yfirleit vekur upp umhugsun um málefnið.

Passið ykkur á sólinni, hún elskar alla en það getur orðið að Fatal atraction, hef verið með húðkrabba sjálfur, nota krem og fara í blttaskoðun minstakosti einu sinni á ári.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 8.5.2017 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband