6.5.2017 | 09:55
Felst lærdómur hinna gjörspiltu
Ekki í því hvað þeir komast upp með, og hvað ekki?
Skipta þeir bara ekki um aðferð næst??
Munum samt að spillingarferlið í kringum Vaðlaheiðargöng á sér engin fordæmi á Íslandi.
Alþingi hafði komið sér saman um ákveðna reglur um hvernig meta skyldi forgang jarðgangna. Svona svipað eins og virkjunarkostir eru metnir.
Samkvæmt því mati þá voru nokkur jarðgöng á undan Vaðlaheiðargöngunum á forgangslistanum, og ljóst að þau yrðu ekki grafin næstu áratugina eða svo. Nema náttúrulega stórauknir fjármunir yrðu settir í jarðgangnagerð, eitthvað sem er bæði hagkvæmt og skynsamlegt, í raun nútímavæðir landið.
En það er of flókið fyrir stjórnmálamenn okkar að fjárfesta í framtíðinni, þeim er eðlislægara að svindla á sínum eigin reglum.
Og þær voru sniðgengnar með gervieinkaframkvæmd sem er alfarið á ábyrgð og kostnað skattgreiðanda.
Þá Barbabrellu verður kannski ekki hægt að nota aftur, en á meðan þess menn eru kosnir, aftur og aftur, og þeir geta endalaust komist upp með að afneita raunveruleikanum með orðhengilshætti, þá verður þeirra eini lærdómur að þeir þurfi að finna uppá einhverju nýju næst.
Nýjum sjónhverfingum, nýjum blekkingum.
En vinnubrögð hins gjörspillta breytast aldrei.
Þess vegna er hann jú gjörspilltur.
Kveðja að austan.
Enn á móti gangagerðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og sá sem ber mest ábyrgðina á þessu svindli situr ennþá á
þingi í umboði 199 atkvæða.
Lýðræðið á Íslandi á sér engin takmörk..
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 6.5.2017 kl. 19:40
Blessaður Sigurður, ég hélt að Möllerinn væri hættur á þingi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.5.2017 kl. 19:59
Sæll Ómar.
Möllerinn var bara einn af þeim sem the "Puppiet master" stýrði.
Smá brot frá allsherjarráðherra....
2.maí 2011
fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):
Frú forseti. Það er nú rétt að taka fram að það eru fleiri hjáleiðir hugsanlegar fram hjá Vaðlaheiðargöngum en Víkurskarðið eitt. Það er hin sögufræga leið um Dalsmynni og Fnjóskadal (Utanrrh.: Og …) og fótfráir menn gætu auðvitað tölt yfir Gönguskarð ef því væri að skipta ef þeir eiga leið í innanverðan Fnjóskadal.
Ég vil láta það álit mitt koma fram að ég held að gerð Vaðlaheiðarganga nú sé bæði þjóðhagslega, umhverfislega og byggðalega geysilega góð ráðstöfun. Á tímum hækkandi olíuverðs og mikils flutningskostnaðar er u.þ.b. það besta sem við getum gert að stytta leiðir og taka út þröskulda eins og Víkurskarðið sannanlega er, ótrúlega erfitt satt best að segja í þjónustu þar sem það er þó ekki meiri fjallvegur en það er, til verulegra vandræða í samgöngum og flutningum alla vetur, jafnvel milda vetur eins og verið hafa að undanförnu. Heimamenn hafa komið mjög myndarlega að þessu verki með söfnun hlutafjár og sýnt þannig hug sinn og þeir kvarta ekki undan því að vegtollur verði látinn borga niður verkið, enda munu þeir fá sín Vaðlaheiðargöng en kannski er álitamál um sumar aðrar (Forseti hringir.) framkvæmdir sem menn vilja fá án þess að borga fyrir þær.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við fréttavefinn Vikudag að Vaðlaheiðargöng eigi eftir að verða eitt af lykilmannvirkjum í íslenska samgöngukerfinu. „Þau eru á margan hátt í hliðstæðri stöðu og til dæmis Borgarfjarðarbrúin var á sínum tíma,“ er haft eftir ráðherranum.
„Svo ég tali nú ekki um hversu mikilvæg göngin verða þegar miklar framkvæmdir og fjárfestingar fara af stað í Þingeyjarsýslum. Þá verður ómetanlegt að hafa göngin,“ bætti Steingrímur við.
„Það er ástæða til að velta því fyrir sér hversu fast við virðumst sitja í þessum ógæfusporum. Þegar um er að ræða stór og mikilvæg framfaramál utan suðvesturhornsins eru þau oftar en ekki stimpluð sem byggða- og kjördæmapot. Það er sérstaklega dapurlegt,“ sagði hann ennfremur.
Loksins Ómar þegar sprengt var í gegn í síðustu viku, þá fagnaði hann því opinberlega, að þetta
hefði nú verið hans óskabarn og hann hefði haft veg og vísu af því að koma þessu í geng.
Möllerinn var bara, bara.
SJS sá til þess að allar reglur og framkvæmdir voru þverbrotnar fyrir 199 atkvæði.
Svo er nú það.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 6.5.2017 kl. 22:59
Blessaður Sigurður.
Ekki skal ég móðga allsherjarráðherrann með því að gera hlut hans minni, en málið er að þessi svikamylla á sér mun dýpri rætur, og það allt til þess dags, sem Kristján Möller sá niðurstöðu starfshóps síns sem hann skipaði um að vega og meta forgang í samgöngumálum. Eina sem mönnum greinir á um, er hvort hann hafi tekið upp tólið á meðan honum var kynnt skýrslan, eða strax á eftir.
En það er skjalfest að hann byrjaði strax að leggja drög að hjágönguleiðinni. Hann er nafnið því hann var samgönguráðherra þá.
En hann vann þetta mál í góðu samráði, og með fullu stuðningi oddvita annarra flokka í kjördæminu.
Ég þekki þessa sögu mjög vel, því ég er íbúi í byggðarlagi sem átti fórna vegna hinnar meintu einkaframkvæmdar, og ég hjálpaði til við að fá þessari ákvörðun breytt með því að starfa í grasrótarsamtökum sem hétu Áhugafólk um Norðfjarðargöng.
Það var óskyld atburðarrás sem olli því að Steingrímur varð allsherjarráðherra, og það kom í hans hlut að taka upp kefli Möllersins, en það gat alveg eins hafa orðið Kristján Þór, eða Möllerinn sjálfur.
Það er ekki að ástæðulausu sem ég talaði um hina gjörspilltu í pistlum mínum frá þessum tíma, en ekki hinn gjörspillta.
Hins vegar má ekki gleyma því að í öllum flokkum voru þingmenn sem sáu ósvinnuna, þó þeir opinberlega færu ekki gegn sínum flokksmönnum, en þeir studdu Norðfjarðargöng heilshugar, og lögðu á sig mikla vinnu, bæði í samgöngunefnd, sem og í umræðum á Alþingi, til að stjórnsýsluspillingin væri ekki á kostnað þeirrar framkvæmdar sem þoldi ekki bið.
En þetta voru ekki þingmenn Norð Austurkjördæmis.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.5.2017 kl. 08:55
Takk fyrir svarið Ómar.
Já, það er ekki allt sem sýnist.
Spillingin er allsráðandi á þessu fjandans alþingi.
M.b.kv.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 7.5.2017 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.