5.5.2017 | 23:15
Fyndinn krakki.
Þegar Eysteinn Jónsson settist barnungur á þing, varla farinn að raka sig, þá bar öllum saman á þingi, að meðalaldur Alþingis hefði hækkað um einhverja áratugi. Slík var málafylgja Eysteins, slík var alvara hans.
Æskan er ekki alveg að gera sig í dag.
Hún er jafnvel látin stjórna nefnd, þó er hvergi skjalfest að fóstra hafi verið ráðin til að passa uppá krakkann.
Svona er arfleið þeirra Ólafs og Geirs í dag.
Liðin er sú tíð að vit og þekking var vegin og metin í þessum ágæta kristilega íhaldsflokki.
Minning þeirra Ólafs Björnssonar og Jónasar Haralz, mannanna sem lögðu drög að viðreisn Íslands, er fyrir löngu hólfuð í geymslu sem kennd er við Óminni. Nefni þá félaga því einu sinni var vit og þekking metin innan flokksins.
Og þeir yngri lærðu af þeim eldri.
Þá var frasinn hornreka, það þurfti rök til að halda íhaldsóværunni í skefjum.
Það var þá, í dag situr þjóðin upp með krakka sem alltí einu áttaði sig á að unglingar væru fækkandi, og það biði uppá góð tækifæri.
En krakkinn gat ekki sagt frá í hverju hin góðu tækifæri væri fólgin. Enda lögð sú lína í munn að börn mæli ekki gegn gróða hinna fullorðnu, hinna útvöldu sem fjármagna flokkinn.
Það var eins og einhver bráðavandi, annar en sá að flokkshollur maður sá fram á holu í tékkhefti sínu, hafi skyndilega dúkkað upp, nákvæmlega þremur vikum eftir að núverandi ríkisstjórn einkavina fékk völdin.
Eins og Illugi Gunnarsson hafi ekki verið starfi sínu vaxinn, að hann hafi ekki vitað af hinn mjög svo snöggu fækkun nemanda, og ekki skorið niður í tíma til að mæta þeirri fækkun.
Eins og Illugi hafi talið að þá myndi fjárveiting per nemanda leita aftur í það jafnvægi sem kreppustjórn AGS, kennd við þau Jóhönnu og Steingrím, hafði riðlað með því að láta krónutölu standa í stað, þó nemendum fjölgaði mikið.
Því Illugi var ekki barn.
Hann var ráðherra.
Kannski ekki einkavinaráðherra, enda var honum vikið úr pólitík, en hann var fagráðherra. Aðeins rætnar tungur halda öðru fram.
Það er sök sér að börn, sem eru nýbúin að læra að lesa, og hafi því eðli málsins vegna, ekki lesið neitt sem kalllast saga, og getur upplýst barnið um atburði sem áttu sér stað á meðan það var í símanum, viti ekki neitt.
Og það hvarflar ekki að neinum að fela þeim trúnaðarstörf.
Þó það væri ekki annars en til að losna við barnahjalið.
Kristján Þór hafði af einhverjum ástæðum ekki tök á að hætta að vera ráðherra.
Hann greiðir hátt gjald, hann sér um ákveðin skítverk fyrir fjölskylduhlutafélagið.
Og það er greinilega ekki langt síðan að hann fékk tilkynningu um að núna ætti að sameina skóla til að bjarga fjárhag vildarvinar.
Sem reyndur stjórnmálamaður þá reynir Kristján ekki að tjá sig um eitthvað sem í raun er ekki hægt að tjá sig um. Hann annars vegar fékk innflytjanda til að segja eitthvað sem hún greinilega hefði þurft annan þýðanda en Gúgla frænda til að upplýsa sig um, og hann fékk krakkann til að tala um tækifæri.
Eins og eitthvað annað væri í stöðunni að hjálpa vildarvini.
Enda hvernig ætti Kristján að geta útskýrt fyrir fólki að fækkun nemanda myndi draga úr þeim vanda að fjölgun nemanda væri ekki mætt með auknum fjárveitingum.
Eitthvað sem fyrirrennari hans og samflokksmaður fékk svo iðulega að heyra.
Eða reyna að setja það í samhengi að enginn vissi neitt fyrir örfáum vikum síðan, en töflur um fjölda nemanda hafi legið fyrir alveg frá því að blessið börnin voru getin, að núna sé rosaleg greiningarvinna í gangi til að meta kosti og galla hinnar fyrirhugaðar sameiningar.
Kristján er það reyndur að honum dettur ekki í hug að reyna að klæða flokkspólitíska ákvörðun í þágu vildarvinar í einhvern faglegan búning, sem öllum er ljóst að er blekking ein.
Hann veit eins og er að þögnin er hans eina skjól.
En gleymdi fyndna krakkanum sem afhjúpar allt.
Og heldur að fyrirfram ákveðin niðurstaða byggist á eftirá faglegum rökum.
Sussum sei.
Hann er ávísun á aukin ríkisútgjöld.
Það vantar fóstrur á þing.
Kveðja að austan.
Tækifæri geti falist í sameiningunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja Ómar minn.
Sólin er farin að gægjast yfir fjallstoppana í litlu Moskvu.
Það má aldrei hagræða eða huga að hagræðingu í íslensku samfélagi. Það er nefninlega þannig að það gagnast alltaf einhverjum þ.e. einkavinum. Er ekki kominn tími til þess að menn skoði á gagnrýnin hátt hvað kemur skattborgurum best er það ekki málið? Ef þetta er svona ómögulegt afhverju má þá ekki tilgreina hvert er vandam´laið, örsakir og afleiðingar breytinga. Auðvitað er námsframboð á Íslandi eitthvað sem á að vera í stöðugri endurskoðun og t.a.m. á að skoða meiri og skipulegra nám í verkmenntaskólum og fagskólum. Við flytjum inn stóran skara af iðnaðarmönnum vegna þess að það eru engir hæfir hérna lengur. Er það ekki eitthvað til þess að spá í?
Kveðjur Austur
Guðmundur
Guðmundur (IP-tala skráð) 6.5.2017 kl. 02:15
Menn væru ekki að vinna að þessu eins og þjófar á nóttu ef einhverjar af þessum forsendum lægu að baki Guðmundur,.
Fagleg umræða þolir dagsljósið.
En þið í vildarvinarflokknum notið hins vegar svona rök til að réttlæta sjálftöku ykkar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.5.2017 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.