5.5.2017 | 21:33
Arður og við lokum.
Lokum og læsum, gefum skít í það samfélagi sem var bakland uppbyggingar okkar.
Því arðurinn knýr reksturinn áfram, ekki starfsfólk, ekki það samfélag sem í áratugi hefur skilað okkur hagnaði og hagsæld.
Það var þá, það er ekki í dag.
Í dag, þá greiðum við ekki út arð, ef við gætum ekki ýtrasta aðhalds, ef við nýtum ekki hvert tækifæri til að hagræða, til að straumlínulaga rekstur okkar.
Það erum við sem eigum kvótann, ekki byggðarlagið, ekki starfsfólkið sem vann verðmætin.
Og ef þið efist, spyrjið þá ráðherra.
Spyrjið þá ríkisstjórnina.
Arður okkar er þeirra tekjur.
Þau slá ekki á höndina sem fæðir þau.
Við fjárfestum ekki í stjórnmálamönnum til þess að þeir mæli gegn þeirri hagkvæmin sem hið góða fiskveiðistjórnarkerfi hefur skilað okkur.
Arður verður ekki til að sjálfu sér.
Arður er fjárfesting.
Kveðja að austan.
HB Grandi greiðir 1,8 milljarða arð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HB Grandi greiðir 1,8 milljarða arð. Sem er minna en ef eigendurnir hefðu átt eignarhlut sinn á bankabók. Þannig hefur það verið í áratugi og sannar að útgerð og rekstur fiskvinnslu eru yfirleitt ekki góður fjárfestingakostur. Útgerðir og fiskvinnslur verða fæstar gamlar. Og þegar útgerð og rekstur fiskvinnslu er ekki góður fjárfestingakostur þá fara eigendurnir að fjárfesta í öðru. Selja og fara með peningana annað. Þegar ísbúð í vesturbænum skilar nærri 50 sinnum hærri ávöxtun á hverja fjárfesta krónu, kjörbúðir og bankar tífalt og ríkisskuldabréf þrefalt þá er full ástæða til að skoða flutning úr greininni.
Espolin (IP-tala skráð) 7.5.2017 kl. 01:36
Blessaður Espolin.
Fólki sem býr í þessu landi er nákvæmlega sama hvar þessir braskarar eiga peninga sína. Bara að þeir láti það eiga sig að blóðmjólka undirstöðu byggðar í landinu.
Arðurinn í sjávarútvegi verður til vegna þess að sjávarútvegurinn er arðsöm atvinnugrein, en ekki vegna þess að braskari ákvað að braska með kvóta.
Þessir menn hafa ekki komið með krónu inní greinina, og hafa engan rétt að taka krónu út úr greininni.
Jafnvel þó þeir hendi einhverjum molum í þig til að þú gjammir með þeim.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.5.2017 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.