Fólk er fífl.

 

Og fólk er fávitar, allavega þeir sem kjósa yfir sig aftur og aftur status Kó.

Og þá er ég ekki að meina hljómsveitina, þó það sé föstudagur, og alveg tilefni til að hækka í græjunum.

 

Hvað þá að ég sé að gera lítið úr fólki.

Vissulega er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að brenna flestar brýr að baki sér, en það var alltaf góður bissness.  Það er fyrir vildarvini flokksins.

Og seint verður því haldið fram að Bjarni hafi ekki haldið haus, þó öll spjót stæðu á fjármálabrask fjölskyldu hans.

 

Við búum við lýðræði, og við kusum.

Og fengum þá ríkisstjórn sem við vildum, sérstaklega fékk fólkið á móti þá stjórn sem það kaus.  Seint mun finnast sá maður sem opinberlega heldur því fram að hann hafi kosið gegn auðráni og sjálftöku, og kosið Viðreisn og Bjarta framtíð.  Ekki vegna þess að fólk kann að skammast sín, það kann það örugglega, heldur vegna þess að vandfundinn er sá vitleysingur sem lét blekkjast að kerfisflokkar væru ekki kerfisflokkar.

Enda ekkert að því að kjósa slíka flokka, að afneita þeim hinsvegar ætti allavega að kosta viðkomandi kaup á galandi hana.

 

Ríkisstjórnin er það sem hún hefur alltaf sagst vera.

Hvorki betri eða  verri miðað við rætur þeirra einstaklinga sem hana skipa.

Og það er nákvæmlega ekkert að því að einkavæða menntakerfið, það er ef vilji til þess lá fyrir þegar kosið var.

Og sá sem kýs frjálshyggjuflokka, og vælir síðan yfir einkavæðingu, hann ætti virkilega að athuga sinn gang.  Til dæmis að læra að lesa.  Og lesa síðan um stefnu þess flokks sem hann kaus.

 

Kannski ólæs, en kjósandi fjölskyldufyrirtækisins sem við köllum ríkisstjórn Íslands, er kjósandi sem vissi hvað hann var að kjósa.

Og þó meirihluti fjölskyldunnar hafi verið tæpur, jafnvel ótæpur, þá hefur hún meirihluta þingsæta sér að baki.

Og munum að hún laug aldrei, allt hennar fjármálabrask lá fyrir þegar kosið var síðastliðið haust.

Enginn var blekktur og lýðræðið kvað upp sinn dóm.

 

Ekki vegna þess að fólk er fífl, fólk er fólk.

En það sama fólk, sem kaus núverandi ríkisstjórn, það situr undir því ámæli að það sé fífl.

Ekki frá andstæðingum núverandi ríkisstjórnar, heldur frá þeim sem ávinnings njóta, og geta ekki sagt satt orð, heldur fabúlera út og suður, sem krefst þess að þeir sem trúa, séu fífl.

 

Þessi frétt er dæmi þar um.

Það féll ekki loftsteinn á landið, heldur urðu bæði ráðherra, sem og hagsmunaaðilar sem fjármagna flokkinn, gripnir sömu hugljómuninni á sama tíma.

Það er sniðugt að einkavæða, og svo liðu nokkrir dagar, og svo bara einkavætt.

Bara alveg óvart.

Eða eins og sá sem flokkinn fóðrar sagði, "Þetta er ekki að ég sé að gleypa yfir. Ráðherra fól okk­ur það verk­efni að skoða þetta og við kom­umst að þeirri niður­stöðu að þetta væri fýsi­leg­ur kost­ur.“".  Og tók það fram að þessi hugljómun hefði fyrst birst á himnum eftir að fjölskyldufyrirtækið var sett á koppinn, eða í febrúar á þessu ári.

 

Afhverju menn segja ekki satt, af hverju menn tala ekki mannamál, það er spurning sem kjósendur núverandi ríkisstjórnar þurfa að svara.

Það gín enginn við þessu bulli nema þeir.

Þeir eru hin meintu fífl sem þarf að fóðra á fíflafóðri.

Þeir sitja uppi með fyrirlitninguna að vera talin fífl af fólkinu sem ávinnings nýtur af lýðræðislegum rétti þess að greiða atkvæði í lýðræðislegum kosningum, og þau atkvæði voru greidd eftir bestu samvisku.

 

Þetta fólk kaus fjölskyldufyrirtækið, og það var réttur þess að gera svo.

Af hverju er því ekki sagt satt að það sé góður bissness að fá áskrift á öruggar tekjur skattgreiðanda, og spurningin um einkavæðinguna var aðeins spurning um hvenær var lag.

Að þetta sé stefna fjölskyldunnar, að þetta sé stefna flokksins, og um það ríki sátt innan hans.

 

Restin að þjóðinni, við sem erum ekki hrifin af einkavinavæðingu fjölskyldunnar, við urðum undir í kosningunum.

Og við látum ekki blekkjast af þessu gaspri.

Við erum ekki fífl.

Við erum minnihluti.

 

Við þurfum ekki svona órök.

Við þurfum ekki svona staðleysur.

 

Það þarf þess enginn.

Einkavinurinn hlýtur að gera þegið gjöfina, eða réttara sagt uppskorið ávexti fjárfestingar sinnar í fjölskyldufyrirtækinu, án þess að lítillækka vitsmuni fólks.

 

Hann náði sínum bita af kökunni.

Fyrir opnum tjöldum.

 

Hann ætti að njóta.

Ekki vanvirða.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Verið í vinnslu síðan í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband