Gagnvart lofslagsvánni er aðeins ein fær leið.

 

Og það er samstillt átak heimsbyggðarinnar að losa sig við þá hugmyndafræði sem engu eirir, ekki einu sinni lífinu sjálfu, sjái hún í eyðingunni hina minnstu gróðavon.

Fyrsta skrefið er að losa sig við þá stjórnmálamenn sem hjáguðinn Mammon dýrka, og telja hann æðri öllu, sið, mennsku og mannúð.

Það breytist ekkert á meðan þeir fara með völdin, sama hvað fólk fyllir margar ráðstefnusali eða flokkar mikið sorp.

 

Ef ríkisstjórn Íslands meinar orð af hinum hástemmdu yfirlýsingum sínum, þá sýnir það orð í verki með því að segja af sér, öll sem ein, nema Björt mætti kannski sitja áfram, því hún virðist einlæg.

En kemur engu í verk í þessari ríkisstjórn Mammonsdýrkenda.

Nema náttúrulega að fá að halda einn og einn blaðamannafund, og eyða einhverjum trjám til að hægt sé að skrá niður innantóm loforð og einskis nýtar yfirlýsingar.

 

Það dugði ekki að fara í jóga til að stöðva nasismann á sínum tíma, jafnvel þó það sé mannbætandi í eðli sínu, og bætir örugglega heiminn ef nógu margir ástunda slíka iðju.

Illt er aðeins með illu út rekið.

 

Drepsóttir eru drepnar, annars drepa þær.

Gagnvart Svörtu pestinni er ekkert val.

 

Það er hún, eða við.

Kveðja að austan.


mbl.is Ýttu úr vör áætlun í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband