Sannleikurinn er ekki alltaf sagna bestur.

 

Það hefur Samfylkingin fengið að reyna á sínu eigin skinni, hún er útþurrkuð vegna þess að hún sagði sannleikann um ESB aðild Íslendinga, og vildi að sú aðild væri staðfest á formlegan hátt.

Þann sannleik vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki segja þjóðinni, en talar hins vegar um EES samninginn sem hornstein sem þjóðin eigi allt sitt undir.

Það er enginn munur á EES og ESB, að halda öðru fram er það mikill þvættingur, að slíkt getur ekki einu sinni kallast blekking.

 

Nema sjálfsblekking, líkt og hjá þeim dreng sem æfir með KR, en segist ekki vera í KR, því þegar er leikið, þá fá allir hinir strákarnir að spila, en hann sér um vatnsbrúsana.

Samt er einn reginmunur, sá sjálfsblekkti, hann fær fylgi hjá ESB andstæðingum en Samfylkingin fær ekki fylgi hjá ESB sinnum.  Líklegast vegna þess að þeir vilja líka blekkja sjálfa sig, kjósa því flokk eins og Viðreisn sem er útibú frá flokkseigandafélagi Sjálfstæðisflokksins, og hefur því aldrei hugsað sér að standa fyrir aðild að ESB, á meðan flokkseigandafélagið, getur haldið öllum góðum með aðildinni sem kennd er við EES.

 

Le Pen mun ekki heldur uppskera mikið að segja satt um mótframbjóðanda sinn, að hann sé glottandi bankamaður.

Annað en stimpilinn hægri öfgamaður.

 

Samt hefur hún meir að segja um samtímavandamál Frakka en nokkur annar frambjóðandi í frönsku forsetakosningunum, nema ef vera skyldi annar frambjóðandi sem kallaður var vinstri öfgamaður.

Í Frakklandi er sem sagt öfgar að segja satt, og góða fólkið kýs ekki öfgaflokk.

Og franska þjóðin uppsker áfram því sem Le Pen lýsir svo listavel í þessum tilvitnuðum orðum Mbl.is af sjónvarpskappræðum Le Pen og hinum sýndarhannað fulltrúa hinna Örfáu. 

 

"Le Pen kallaði Macron „glott­andi banka­mann“ og sagði hann full­trúa óheftr­ar alþjóðavæðing­ar. „Macron er full­trúi hömlu­lausr­ar alþjóðavæðing­ar, Uber-væðing­ar, óvissu, sam­fé­lags­legs hrotta­skaps, þar sem all­ir eru í stríði gegn öll­um .... slátrun Frakk­lands af hálfu stóru efna­hagsris­anna,“"

 

Samfélagslegur hrottaskapur þar sem öllum er egnt saman.  Á meðan ofsagróðafíkn hinna Örfáu sýgur alla auðlegð þjóðanna til sín.

 

Könnumst við ekki við þetta hérna á Íslandi?

Á tímum þar sem allar fjárhirslur er fullar af gulli, að þá eru innviðir þjóðarinnar endanlega látnir drabbast niður.

 

O nei, við könnumst ekki við það, það er nefnilega satt.

Og sannleikurinn!!, hann á ekki heima hér.

 

Hann er örugglega útlenskur.

Kveðja að austan.


mbl.is Kallaði Macron „glottandi bankamann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sjálfstæðis"flokkurinn, flokkur búrakrata, bankamanna og ESB sinna.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.5.2017 kl. 09:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Og hvað er mikið sjálfstæði í því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.5.2017 kl. 09:05

3 identicon

Gæsalappaflokkurinn, flokkur flokkur búrakrata, bankamanna og EES/ESB sinna og gefur vogunarsjóðum banka möglunarlaust

til skotleyfa á íslenskan almenning

Gæsalappaflokkurinn, flokkur gunga og drusla, "sjálfstæðis"manna, Jóhönnu og Steingríms, Bjarna Ben og Benedikts og Proppé.

Gæsalappaflokkurinn, flokkur landshöfðingja og hrægamma ... endalausra innlimunarreglna, aðlögunar, flokkur EES/ESB.

Gæsalappaflokkurinn, "Sjálfstæðis"flokkurinn stærsti samseki flokkurinn á þingi, flokkur hömlulauss fjórfrelsis.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.5.2017 kl. 09:19

4 identicon

"Sjálfstæðis"flokkurinn, flokkurinn sem eitt sinn hafði 40% fylgi, svo 35%, svo 30%, svo 25%, svo ...?  

Það fer lækkandi.

Það kvarnast eðlilega úr flokki sem stendur ekki undir nafni.  Gæsalappa og paragraffa flokknum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.5.2017 kl. 09:27

5 identicon

"Sjálfstæðis"flokkurinn, flokkur hinna sauðtryggu ... allt þar til þeir eru leiddir sem sauðir til slátrunar.

"Sjálfstæðis"flokkurinn, flokkurinn sem kapítalistar sem eru ekki einu sinni kapítalistar sækjast í, pilsfaldaræningjanna.

Hvað er meira merki um vesældóm og aumingjahátt en að notfæra sér ríkið til að ræna almenning.

"Sjálfstæðis"flokkurinn, flokkur landabraskara, auðlindasala ... í stuttu máli sagt, flokkur pilsfalda alríkis-júrókrata.

Læt þetta duga að sinni Ómar minn, þeir vita þetta innst inni gömlu íhaldsmennirnir

... en þeir eru sauðtryggir, svo spéhræddir að viðurkenna að þeir hafi kosið samviskusamlega böðul sinn,

en æ fleiri sjá þó hvernig í pottinn er og hefur verið búið.  Og svo?  Mesta lagi 20%  Þeir hanga á ríkisjötunni og roðinu. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.5.2017 kl. 09:47

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já og Benna frænda.

En þetta er mest allt gott fólk, þjóðlegir heiðarlegir íhaldsmenn, en á villigötum.

En nóg um það .

Takk fyrir innlitið Pétur.

Og eldræðuna,.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.5.2017 kl. 12:05

7 identicon

Takk sömuleiðis Ómar minn,

og já, þeir eru á villigötum en eru æ fleiri (líkt og fallandi fylgið er til vitnis um)

að átta sig á að Bjarni er vargur í véum.

Hann er ekki "Sjálfstæðis"maður, hann er hinn dæmigerði hægri krati, pilsfaldakapítalisti dauðans.

Notfærir sér ríkisvaldið til að skara eld að eigin köku og einkavinavæðir í gríð og erg.

Heiðarleg og frjáls samkeppni á jafnræðisgrundvelli?  

Nei, Junior Bjarni veit ekki hvað það er.  

En að notfæra sér ríkisvaldið til að hygla sér og sínum, það eitt kann hann og getur.

Það er dapurlegt til þess að vita hvernig komið er fyrir þessum gamla flokki. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.5.2017 kl. 13:19

8 identicon

Já Ómar

"þetta er mest allt gott fólk, þjóðlegir heiðarlegir íhaldsmenn"

það er nú einmitt raunin að þurfa að horfa á þetta góða fólk vilja hreinlega láta blekkja sig ... og blekkja sjálft sig þannig mest.

Að lifa í blekkingu gerir það að verkum að þeim svíður nú undan sannleikanum, því sannleikurinn er öllum augljós sem vilja sjá.

En æ fleiri vita hver sannleikurinn er.  Einungis blind flokkshollusta kemur í veg fyrir að þeir geti viðurkennt sannleikann. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.5.2017 kl. 13:53

9 identicon

Sem betur fer þá kom Makríllinn hér upp að Íslandsströndum og sýndi okkur hið raunverulega andlit fulltrúa frjáls flæðis fjármagns í Brussel.

Enn er von að Frakkar sjái hver er eigandi frambjóðandans sem glottir af ánægju yfir strokunum og gælum frá elítunni í Brussel.

Grímur (IP-tala skráð) 4.5.2017 kl. 14:36

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Ég held að það sé borin von.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.5.2017 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband