Dagur hinn nýi eða Steingrímur endurborinn??

 

Fjármálaráðherra er furðufugl mikill.

Það er eins og hann geti ekki gert upp við sig hver hann er, svona eftir að gervi hans sem umbótamanns fór útí veður og vind eftir að móðurflokkurinn kallaði á framboð hans til að vera hækju í nýrri ríkisstjórn.

 

Í viðtali í Morgunblaðinu í dag, tókst honum hið ótrúlega, að tala eins og Dagur borgarstjóri; "Gögnin voru tekin saman til að varpa ljósi á mikilvægi þess að horfa í senn til umfangs útgjalda og þess árangurs sem samfélagið nýtur á grundvelli þeirra. Skipting útgjalda til málefnasviða í áætluninni byggist á stefnumótun, greiningu og markmiðasetningu og forgangsröðun stjórnvalda en ekki einstökum mælistikum,", algjörlega óskiljanlegt blaður gegn rökstuddri gagnrýni.

Og eins og skattakóngurinn sjálfur gerði á velmektarárum sínum; "Það er áhugavert að við fáum annars vegar gagnrýni fyrir það að útgjöldin séu of lítil og hins vegar að tekjuáformin séu of mikil".  Gjörsamlega fyrirmunað að skilja að skattahækkun í viðkvæmu rekstrarumhverfi, er sjaldnast ávísun á auknar tekjur, þvert á móti.

 

Og núna er hann orðinn popúlisti, vill vaxtalækkun.

En gerir bara ekkert í því.

Skálkaskjólið Seðlabankinn er honum jafnheilagt og öðrum.

 

En þar sem hann skynjar næðing um óæðri endann, þá hefur hvarflað að honum að hann og flokkur hans sé með allt niðrum sig, og í stað þess að hysja uppum sig buxurnar, og standa við eitthvað sem hann talaði um fyrir kosningar, að þá á að fiska atkvæði með digurbarkanum einum, eins og hann eigi að hylja nektina í augum fyrrum kjósenda flokksins.

Eins og fólk sé ekki búið að heyra þessa frasa milljónum sinnum áður.

 

Nei, Benni frændi er ekki alveg að ná þessu.

Hann ætti að prófa að sleppa því að tala.

 

Það gæti kannski virkað.

Allavega betur.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Vill sjá myndarlega vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt í boði "Sjálfstæðis"flokksins sem leiddi Benedikt og ESB sinnana til valda og tala land og þjóð niður sem mest þeir mega.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.5.2017 kl. 19:36

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þegar gegnumtrekkurinn blæs upp í gegnum hringvöðvann, er tæpast hægt að búast við neinu gáfulegu, þegar neðanaðblistrið er túlkað út um munninn á exelhaus. Tek heilshugar undir með síðuhöfundi, að oft er betra að leyfa iðrasinfoníunni að hljóma einungis innan eigin skrokks.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.5.2017 kl. 22:04

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja þú segir nokk Halldór, að þetta sé bara iðrasinfónía sem hljómi svona eins og Dagur og skattakóngurinn.  Á morgun verði hann kannski eins og Barney og Fred Flinstone, jafnvel Ólafur Ragnar.

Það gæti verið fyndið.

Kannski endurskoða ég þá skoðun mína að honum fari best að sleppa því að tala.

Allavega meðan hann hysjar ekki upp um sig buxurnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.5.2017 kl. 08:39

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Voru þeir ekki með öll völd fyrir??

Var þetta ekki bara leikflétta?

Og erum við ekki í raun í ESB??

Þú sem arkitekt ætti að þekkja það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.5.2017 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 460
  • Sl. sólarhring: 710
  • Sl. viku: 6044
  • Frá upphafi: 1399983

Annað

  • Innlit í dag: 416
  • Innlit sl. viku: 5180
  • Gestir í dag: 403
  • IP-tölur í dag: 398

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband