Ráðherra deilir við undirmenn.

 

Opinberlega þar sem báðir aðilar bera uppá hinn að fara með rangt mál.

Í raun stórskrýtið því ef ríkistofnun fer með rangt mál, á mannamáli, lýgur uppá ráðherra, þá ætti einhver í þeirri stofnun að þurfa að sæta ábyrgð.

Menn ljúga jú ekki uppá yfirboðara sína opinberlega, og standa svo fast við þær lygar.

 

Sér fólk ekki hvað þetta er absúrd staða, að í stað þess að ráðherra láti setja teppi á skrifstofu sína, til að geta tekið menn á teppið, að þá munnhöggvast hann í fjölmiðlum.

Ber af sér sakir, og ber sakir uppá þá sem bera sakir á hann.

Hann er jú með boðvaldið, hann er yfirmaðurinn.

Hann er sá sem þjóðin fól að gæta fjármuna sinna.

 

Það er ekki þannig að það sé afstæði þegar tölur eru annars vegar.

Þær lúta ekki lögmálum lygavaðalins, hafa ekkert með stjórnmál að gera.

Reikningsdæmi gefur alltaf eina niðurstöðu.

Og þegar forsendurnar liggja fyrir, þá er einfaldlega hægt að leggja á þær mat.

 

Hafi ráðherra ekki talnaglögga menn í vinnu í ráðuneyti sínu, að það hafi óvart verið búið að fylla alla stöður með flokkshestum sem fá ekki breik á hinum frjálsa markaði, að þá hlýtur hann, sem yfirmaður fjármála ríkisins, hafa einhver tök á að ráða óháða endurskoðunarstofu í vinnu við að vega og meta þær forsendur sem hann annars vegar gefur sér, og telur réttar, og hins vegar þær sem hinir ósvífnu undirmenn sem bera uppá hann lygar, nota.

Ráðherra þarf bara að passa sig á að ráða ekki til verksins sitt eigið fyrirtæki, eða eitthvað sem Bjarni frændi á ítök í.  Þau hljóta að finnast.

Og málið er dautt.

Steindautt.

 

Þetta er ekki flókið.

Og þetta gera allir sem hafa rétt fyrir sér, þeir fá hlutlausa til að vega og meta gjörðir sínar.

Þeir fara ekki í blaðaviðtöl til að bera af sér sakir.

 

Eitthvað svo augljóst.

Að það hljóta margir þræðir hafa verið teygðir og togaðir til að blaðamaður Morgunblaðsins spyrji fjármálaráðherra ekki um af hverju hann fari ekki þessa leið.

Af hverju hann umberi undirmönnum sínum þessar sífelldu ásakanir?

Því ekki skulum við ætla að blaðamaðurinn gangi út frá að það sé fjármálaráðherra sem er að ljúga. 

Sjálfur trúnaðarmaður þjóðarinnar.

 

En hver dagur sem líður.

Hvert viðtal sem er tekið.

Með stanslausum orðahnippingum.

 

Sáir efa í huga fólks.

Landsspítalanum í vil.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir staðhæfingar spítalans rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ég hefði gaman að vita hvort þið sjáið bloggi hjá mér?

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

http://jonasg-eg.blog.is/blog/jonasg-eg/

Egilsstaðir, 03.05.2017 Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 3.5.2017 kl. 11:26

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas, það er nú upp og ofan.

En ég sá nú síðast lofslagsblogg þitt og gott ef ég ekki peistaði einni grein til að kíkja á næst þegar ég fer að hugsa um skálkinn hann Trump.

En ég held að flestir tengi blogg við fréttir, það eru aðeins einstaka kanónur eins og Halldór Jónsson sem fá lestur án þess.

Flott grein hjá honum i tilefni 1. maí.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2017 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 200
  • Sl. sólarhring: 660
  • Sl. viku: 5784
  • Frá upphafi: 1399723

Annað

  • Innlit í dag: 170
  • Innlit sl. viku: 4934
  • Gestir í dag: 167
  • IP-tölur í dag: 167

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband