Alvöru maður mælir á mannamáli.

 

Ekki á stofnanísku, ekki á kerfisísku, ekki á skriffinnaísku.

Þess vegna skilja allir orð hans, þess vegna er þöggun beitt svo orð hans fái ekki vængi.

Það er einkahlutafélagið ASÍ í eigu helstu skrifborðsstarfsmanna sambandsins sem gerði slíkt svo klappa á axlir væri tryggt á næsta fundi með höfðingjunum.

 

En ef byssum er ekki beitt, eða dýflissur ekki nýttar, þá þagga vinnumenn auðsins ekki í manninum sem mannamál mælir.

Og á meðan er til frjáls fjölmiðill, þá fá orð hans vængi.

Í þessari frétt Morgunblaðsins má margt lesa, ræðu Ragnars í heild má lesa á netinu  til dæmis í vefritinu Kvennablaðið (linkur í fyrstu athugasemd).

 

Margt af þessu hefur verið sagt áður, til dæmis þegar forysta ASÍ fer í larfana, rifjar upp rótækni æskunnar með því að syngja nallann, og fer með frasa á tyllidögum. 

Og margur gasprarinn mun nýta þessi orð til að kasta umræðunni á dreif í þágu húsbænda sinna.  Meðal annars nýfæddir sósíalistar, gamlir sósíalistar í regnhlífasamtökunum kennd við VG, sjóræningjar og fleiri.

Það er liðið sem sér til þess að ekkert breytist, að völd auðsins verði ekki skert, heldur bætt í þar til alræði hans verður algjört.

 

En þetta fólk er allt falskt, rammfalskt, löngu berstrípað í augum hins venjulega manns.

Sem hefur búið við það ömurlega hlutskipti að hafa aldrei haft valkost gegn auðnum, sem hefur séð á eftir lýðveldinu í vasa Örfárra auðmanna.

Séð vinnumenn þeirra nauðga lýðræðinu aftur og aftur.

 

Þetta fólk skilur mannamál þegar er mælt.

Og það hefur tóneyra til að þekkja fagran söng frá rammfölsku ýlfri.

 

Það er ekki lengur vopnlaust.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Berjast vopnlausir gegn leigurisum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Linkur á ræðu Ragnars.

http://kvennabladid.is/2017/05/01/blekkingar-raeda-ragnars-thors-ingolfssonar-a-austurvelli-thann-1-mai-2017/

Ómar Geirsson, 1.5.2017 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband