Harðnandi átök.

 

Er spádómur formanns BSRB.

Þar sem jafnvel hinir gleggstu hafa ekki numið merki þessara átaka þrátt fyrir sírán hinna Örfáu, þá hlýtur að vakna sú spurning hvort formaður BSRB sé að vísa í þróun öreindatækja, að þar sé að vænta mælitækja sem geta numið eitthvað þar sem ekkert er að nema.

Því það vita allir að núverandi verklýðsforysta ógnar ekki auðræðinu, í besta falli er hún samdauna, í versta falli meðreiðarsveinn.

 

Nema, nema að formaður BSRB nemi veðrabrigði, að kjör alvöru manns í formannsstól VR sé forboði umbyltingar í verkalýðshreyfingunni, og síðan þjóðfélaginu öllu.

Að hún sé spámaður þeirra byltingar fólksins sem í vændum er.

 

Því líf leitar alltaf leiða til að lifa af.

Því maðurinn er í eðli sínu frjálsborinn og leitast alltaf við að losna við hlekki kúgunar og arðráns hinna Örfáu.

 

Það skyldi þó ekki vera.

Kveðja að austan.


mbl.is Misskipting leiðir til harðnandi átaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 459
  • Sl. sólarhring: 726
  • Sl. viku: 6190
  • Frá upphafi: 1399358

Annað

  • Innlit í dag: 388
  • Innlit sl. viku: 5243
  • Gestir í dag: 357
  • IP-tölur í dag: 352

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband