Evrópusambandið in memorium.

 

Samnefnari hins lægsta.

Gjaldþrot mennskunnar.

 

Dánartilkynning hennar var fréttin á Ruv í vikunni þar sem sagt var frá skelfilegum aðbúnaði farandverkafólks frá fátækari löndum sambandsins. Í þessu tilviki á Ítalíu, þar sem inní launakjörunum voru reglubundnar nauðganir og önnur misnotkun.

Auk smánarlauna.

Og þetta er ekki einstakt dæmi, þetta er nýjasta dæmið sem komst uppá yfirborðið.

Á Íslandi sjáum við glitta í þennan viðbjóð þó kerfið reyni að fela hann.

Allt löglegt samkvæmt lögum og reglum Evrópusambandsins, nema reyndar fyrir utan nauðganirnar, þær hafa ekki ennþá fengið vernd hins heilaga frjálsa flæðis,

 

Evrópusambandið er skrímsli, það er ljótasta birtingarmynd frjálshyggju og auðræðis sem við höfum í dag.

Það er draumur reglumeistarans sem lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi, án þess að setja reglur og skorður til að hafa allt mannlíf í böndum.

Það er skrifræðisbákn sem hefur sogið til sín allan kraft og styrk úr ríkjum þess. 

Það eina jákvæða sem hægt er að segja um það er að það er það óskilvirkt að það er að falla undan sínum eigin þunga.  Leysast upp í frumeindir sínar.

 

Farið hefur fé betra.

Kveðja að austan.


mbl.is Undirrituðu nýjan Rómarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað leggurðu til?  Að við fordæmum Norðurlandaþjóðirnar og tökum upp bandaríska módelið?

Ómar Ragnarsson, 25.3.2017 kl. 14:12

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Ég er ekki það hrifinn að Svörtu pestinni að ég vilji fara úr eldinum yfir í öskuna, og ef útí það er farið, þá sá ég fátt athugavert við samfélagið sem fóstraði mig seinni áratugi síðustu aldar.  Og eins og lífið og tilveran var þá, tel ég líka að samfélagið sem fóstraði foreldra mína hafi verið um margt ágætt, því það fóstraði líka vonina um blóm í haga og betri tíð.

Svo kom EES samningurinn og gerði það á einni nóttu, sem lærisveinar Friedmans höfðu verið að ströggla við með litlum árangri, áratuginn þar á undan.

En hvað um það, þessi skepna er sjálfdauð, og auðræðið verður sigrað.

Hins vegar sé ég nafni, á því hvernig þú stillir upp einhverju slæmu gegn því sem þú telur þig þurfa að verja, að þú hefðir gott að því að setjast niður og lesa allt það sem skrifað var um Stein Steinar, og fræg sinnaskipti hans eftir ferðina til fyrirheitna landsins á sínum tíma.

Steinn hafði ekkert á móti félagsmálapökkum þess tíma, jafnræði fólks þar sem hinn vinnandi maður átti að njóta afraksturs erfiðis síns,

Hann sá bara lygina, grámann, og raunveruleikann.

Og honum líkaði ekki það sem hann sá.

Og hann gerði upp við það, en ekki hugsjónir sínar um betra mannlíf þar sem örfáir andskotar kæmust ekki endalaust upp með að kúga og arðræna fjöldann.

En margir tryggir roðanum í austri, sökuðu hann einmitt um það, að sannleikurinn sviki hugsjónirnar.

En þeir vitkuðust.

Flestir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2017 kl. 15:01

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hér verður segja amen á eftir efninu, því ekki er hægt að segja, blessuð sé minningin.

Magnús Sigurðsson, 25.3.2017 kl. 19:49

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvað sem um frjálshyggju má segja, þá á Evrópusambandið á ekkert skylt við frjálshyggju, það er kommúnismi, stundum kallað sósíalismi, er víst talið fínna mál.

Hrólfur Þ Hraundal, 25.3.2017 kl. 22:17

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrólfur.

Ekki veit ég hvað villir þér sýn, en grundvöllur hins innra markaðar er fjórfrelsið svokallað, sem er tekið beint úr kokkabókum frjálshyggjunnar.

Þú hefur kannski hugsanlega tekið mark á áróðri ESB sellunnar sem kennd er við skrifstofu ASÍ, og kyrjar eins og kommarnir forðum, sjáið allt þetta félagslega, en þessir pakkar eru umbúðirnar einar, stórfyrirtækin hafa útvistað grimmt framleiðslufyrirtækjum, til að losna við ákvæði um laun og aðbúnað, mengunarvarnir eða annað sem er íþyngjandi fyrir rekstur þeirra.  Eftir sitja smærri fyrirtæki i vonlítilli samkeppni við ódýran innflutning þrælabúðanna, allt þetta góða og fallega sem er í pökkunum er í raun barbabrella stórfyrirtækja til að losna við samkeppni.

Líkindi við kommúnismann eru augljós, enda frjálshyggja og kommúnismi tvíburasystur, aðeins hárfín egg skilar að þessar hagbábiljur. Hvað var kommúnisminn annað en yfirráð Örfárra manna yfir heilum samfélögum, og atvinnulífið byggðist á hinni meintu hagkvæmni stærðarinnar, a la stórfyritækjum.

Líttu í kringum þig Hrólfur, sjáðu afleiðingar frjálshyggjunnar á Vesturlöndum.

Hverjir eiga allt??  Fjöldinn!!

Nei, það eru örfáir sem eiga því sem næst allan auð heimsins, og þeir ráða öllu gegnum keypta stjórnmálamenn. 

Gegn þessu gerðu Bandaríkjamenn uppreisn þegar þeir kusu Trump, fólk lét ekki bjóða sér lengur kjaftæðið um hið meinta frelsi, sem í raun var bara frelsi Örfárra til að ræna og rupla samfélög sín.  Og gera heiðarlegt harðvinnandi fólk að öreigum, líkt og Lenín forðum.  Þetta fólk á ekkert nema skuldirnar, baslið og óttann við morgundaginn.

Nei Hrólfur, það er ekki kjaftæðið sem skiptir máli, eða umbúðirnar.

Það er raunveruleikinn sem skiptir máli.

Og hann er sá í Evrópusambandinu að innri markaðurinn er algjörlega byggður upp eftir kenningum frjálshyggjunnar, markaðurinn er þar trúarbrögð, og gjaldmiðillinn er guð.

Þú getur svo farið í kapp við nafna minn um hvor ykkar verður á undan að losna úr viðjum blekkingarinnar.

Mörgum kommum tókst það á sinum tíma.

Svo það er hægt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2017 kl. 23:41

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Magnús.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2017 kl. 23:41

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

    • Spaugarinn hyggur að ESB sé

    • einskært frelsi,

    • "en algert helsi!"

    • anzar þá Hrólfur af reynslunne!

    PS: In memoriam, kvenkynsorð, eins og við Ómar lærðum í MR.

    Jón Valur Jensson, 26.3.2017 kl. 01:09

    8 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Æ, ég var kominn með 1. línuna ofstuðlaða:

      • Ómar hyggur: ESB er ...

      en skar niður og endaði svo með hana vanstuðlaða!!!

      Þá verður að laga það og hafa vísuna svona:

        • Spaugarinn ætlar að ESB sé

         

         

          • einskært frelsi.

           

           

            • "Nei, algert helsi !"

             

             

              • anzar þá Hrólfur af reynslunne !

              Jón Valur Jensson, 26.3.2017 kl. 01:16

              9 Smámynd: Ómar Geirsson

              Blessaður Jón Valur.

              Ég var í Hamrahlíðinni þar sú almenna skoðun ríkti að latínuskólinn við hliðina á gamla tukthúsinu við Lækinn væri að útliti og innihaldi álíka forneskjuleg og steinrunnar kellingar sem víða má finna í kennileitum og ku-u hafa verið tröllskessur í firndinni.

              Í Harmahlíðinni lærðu menn nútímamál, og ef ég man rétt þá var byrjað að kenna þar kínversku þegar ég var þar.  Ég lærði hins vegar ekki neitt tungumál, nema það sem ég neyddist til stúdentsprófs.

              En takk fyrir vísuna, mun betur kveðin en sú sem þú sendir mér síðast.  Reyndar bara mjög flott vísa hjá þér, og yndisauki að fá svona sendingu  inní þennan grafalvarlega bloggheim sem  hýsir pistla mína.

              Svona sendingar eru alltaf auðfúsugestir.

              Kveðja að austan.

              Ómar Geirsson, 26.3.2017 kl. 09:02

              10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

              Vel að orði komist um þennan óþverra, sem þetta samband er. Trauðla hægt að orða betur. Þegar sambandið loks fellur, stendur "The Fourth Reich" eftir, sterkara en nokkru sinni og það án teljandi blóðsúthellinga, eða vopnaskaks.

               Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

              Halldór Egill Guðnason, 26.3.2017 kl. 22:51

              11 identicon

              Sæll.

              Tek undir með Hrólfi hér að ofan, ESB á ekkert skylt við frjálshyggju. ESB er skrifræðisbákn í dauðateyjgunum :-)

              Í Frakklandi t.a.m. er opinberi geirinn rétt rúm 55% af GDP. Það er sko engin frjálshyggja. Hugtök hafa ákveðna merkingu og þó Ómar noti hugtakið frjálshyggja rangt í þúsund skipti breytir hugtakið ekki um merkingu. Þágufallssýki er ekki rétt þó hún sé útbreidd.

              Jú vissulega eru það örfáir sem eiga nánast allt en sú þróun hóf innreið sína 1971 - síðan þá hefur bilið á milli hinna ríku og fátæku aukist. Enda hafa Seðlabankar heimsins gert allt sem í þeirra valdi stendur til að stela af hinum fátæku og gefa hinum ríku. Af hverju gera Seðlabankar heimsins það Ómar? Eru þeir ekki ríkisstofnanir sem geta ekki gert mistök? Varstu búinn að lesa um yfirvofandi gjaldþrot SÍ? Nú er Dabbi kóngur ekki þar heldur maður sem er þér sjálfsagt að skapi. Ríkið er stórt og afskiptasamt í Venesúela en samt er þar allt í steik, fólk sveltur þar. Rímar það við þinn málflutning og hugmyndafræði? 

              Kíkjum á nokkkrar tölur:

              Target2 staða Grikklands var nýlega neikvæð um 100 milljarða dollara, staða Spánar neikvæð um 325 milljarða dollara og Ítalíu um 300 milljarða dollara (allt Target2) . M.ö.o. skulda þessi ríki Þýskalandi svo mikið að þau fá aldrei að yfirgefa sambandið. Þau þurfa þess þó bráðnauðsynlega og því mun fyrr eða síðar skerast í odda.

              Hið tröllaukna bankakerfi ESB hefur, skv. tölum frá AGS, slæm lán upp á 1500 milljarða dollara. Deutche Bank skuldar 31 sinnum meira en hann á svo eitt skemmtilegt dæmi sé tínt til. Tökum annað dæmi: Unicredit, stærsti banki Ítalíu, skuldar 59x meira en hann á. Ekki er greitt af um 17% lána í Ítalska bankakerfinu og þar sem það er afar stórt hefur Ítalska ríkið afar litla möguleika á að hlaupa undir bagga með því (jafnvel þó það mætti það). Ítalska bankakerfið á bara eftir að hrynja. Hvað kemur þá fyrir hið heittelska ESB jafnaðarmanna?

              Iðnaðarframleiðsla í Ítalíu er 25% minni í dag en hún var árið 2007. Iðnaðargeirinn á Spáni er 19% minni en um aldamótin.

              Fréttasnápar og menn sem telja sig vita allt en skilja ekki einföld hugtök skauta algerlega framhjá hinum efnahagslega veruleika sem blasir við þeim sem nenna að setja sig inn í málin.

              @10: Þýskaland er afar veikt að innan af lýðfræðilegum ástæðum. Evrópa eins og við þekktum hana er búin að vera - þökk sé jafnaðarmönnum.

              Helgi (IP-tala skráð) 1.5.2017 kl. 23:05

              12 Smámynd: Ómar Geirsson

              Ja hérna Helgi, þú ert seigur.

              Mér brá svo að ég leit á dagatalið, athuga hvort mig hefði nokkuð vera að dreyma líkt og Pamela í Dallas forðum daga.

              En það er víst 1. mai.

              Svo ég er vakandi, og hef ekki misst út mánuð eða svo.

              Og hvað á ég að segja, það sem ég nennti ekki að segja Hrólfi, það er ég nennti ekki að fletta upp þeim hagfræðingum sem eru hugmyndasmiðir hinns innri markaðar.

              En ef þú nennir því Helgi, þú virðist allavega vera dugnaðarforkur að nenna þessu, svona löngu eftir að nokkur muni lesa annar en ég greyið, þá máttu alveg fletta því uppí í Wikipedia, og segðu mér svo hvar hagfræðilegar rætur þeirra liggja.

              Hjá Engels og Marx, voru þeir lærisveinar Adams Smith??

              Eða var það austurríski skólinn eða Chicagó skólinn, ég hef aldrei almennilega áttað mig hvor skólinn er talinn áhrifameiri í útbreiðslu hinna svokölluðu frelsishugmynda sem fjórfrelsið er sprottið af.

              En annars mikið rétt hjá þér Helgi, frjálshyggjubandalagið er skaðræðisskepna, og ég get alveg lofað þér því að raunsamdráttur iðnframleiðslu til dæmis Ítalíu er miklu hærri en opinberar tölur gefa til kynna.

              Fölsun var ekki uppfinning Trumps.

              Kveðja að austan.

              Ómar Geirsson, 1.5.2017 kl. 23:29

              Bæta við athugasemd

              Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

              Um bloggið

              Ómar Geirsson

              Höfundur

              Ómar Geirsson
              Ómar Geirsson
              Jan. 2025
              S M Þ M F F L
                    1 2 3 4
              5 6 7 8 9 10 11
              12 13 14 15 16 17 18
              19 20 21 22 23 24 25
              26 27 28 29 30 31  

              Nýjustu myndir

              • Screenshot (49)
              • Screenshot (49)
              • ...img_0104a

              Heimsóknir

              Flettingar

              • Í dag (20.1.): 12
              • Sl. sólarhring: 13
              • Sl. viku: 1664
              • Frá upphafi: 1412778

              Annað

              • Innlit í dag: 11
              • Innlit sl. viku: 1483
              • Gestir í dag: 10
              • IP-tölur í dag: 10

              Uppfært á 3 mín. fresti.
              Skýringar

              Innskráning

              Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

              Hafðu samband