Plataðir uppúr skónum.

 

Með fullu samþykki íslenskra stjórnvalda.

Sem vekur upp spurningar sem pirraðir menn ættu að krefjast svara við.

Því þegar sýndarviðskipti, sem augljóslega eru framkvæmd í þeim eina tilgangi að rýja Arion banka að öllu innra fé, eru látin viðgangast, þá eiga menn að spyrja;

Hvað hagsmunir liggja að baki?

Hvað var greitt fyrir velviljann??

Og slíkt á að rannsaka.

 

Eða breyta nafni landsins í Banalýðveldið Ísland.

Sjálfstæði þjóð lætur ekki ræna sig fyrir opnum tjöldum.

Kveðja að austan.


mbl.is Mikil kergja innan lífeyrissjóðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar.

Mér sýnist að "Sjálfstæður Seðlabanki" sem á að framfylgja stefnu alþingis, hafi látið ræna þjóðina, þegar bankinn seldi  6 % hlut sínn í Kaupþingsbanka. Hluturinn hækkaði á milli 4-5 milljarða aðeins 2 mánuðum eftir söluna.

Þetta er eins með söluna á Borgun.  

Rán frá þjóinni sem uppgötvast rétt á eftir gjörning og ekkert er aðhafst. 

Við brosum bara og tuðum um þetta í nokkra daga og síðan snúum við okkur aftur að daglegu puði.

Eggert Guðmundsson, 29.3.2017 kl. 08:57

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Gaman að fá þig í heimsókn.

Þetta er mikið rétt, en við megum aldrei gleyma, að Seðlabankinn er aðeins ríki í ríkinu, vegna þess að um það ríkir þegjandi samkomulag stjórnmálastéttar landsins.  Hugmyndafræðin þar að baki má rekja til sigurs Friedman sinna um og uppúr 1990.

ástæða þess að við látum þetta yfir okkur ganga er ákaflega einföld, en um leið yfirmátlega sorgleg.

Flokkshesturinn kennir alltaf hinum um.

Kannski lengst náði þessi firring þegar góðlátlegir íhaldsmenn, sömu höfðu þann manndóm og kjark sem þurfti til að gera uppreisn gegn flokksforystunni í ICEsave svikum hennar, fóru að trúa að stefna AGS, í þágu vogunarsjóða og innlendra fjárúlfa, væri einhvers konar vinstrimennska.

Sú bábilja stendur svo í þeim að þegar þeir horfa uppá Steingrímsku dagsins í dag, eða í gær og fyrradag, og Borgun gott dæmi þar um, að þá steinþegja þeir.

Steinþegja allir sem einn.

Líkt og VG liðar gera í dag, því þó þeir þykist vera hofmóðugir, og röfli um einhverja frjálshyggju, eða eitthvað svoleiðis, þá vita þeir innst inni að þeir sviku sín helgu vé.

Og þegja því þegar svikin ganga í aftur í tíð núverandi og svo síðustu ríkisstjórnar.

Því ennþá hefur enginn toppað Steingrím.

Þeir aðeins röfla sem hafa fyrir löngu selt andskotanum sálu sína, og röfl þeirra þjónar afmörkuðum hagsmunum þeirra sem borga.

En það afsakar ekki almenning.

Málaliðarnir eru aðeins örprósent, flokkshesturinn er deyjandi tegund.

Hlýnun jarðar á eftir að ganga af honum dauðum.

Maður skilur hann samt, þjónkunin og afneitunin er jú forrituð í DNA hans, eðli sem hann ræður ekki við, ekki frekar en köttur sem allaf hefur fengið þurrmat, eltir mús þegar hann sér hana í fyrsta sinn.

Almenning skilur maður ekkert í.

Og ég held að hann skilji sig ekki sjálfur.

Takk fyrir innlitið Eggert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2017 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1225
  • Frá upphafi: 1412779

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1084
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband