24.3.2017 | 17:10
Féflettingin skýrist með hverjum deginum.
Og þökk sé Morgunblaðinu að standa vörð um sannleikann.
Þó kaffiboð í Valhöll séu í húfi.
En Bjarni Ben sagði að Mogginn lygi þegar hann útskýrði leikfléttu vogunarsjóðanna, að þeir settu málamyndafé inní bankann, til þess að geta tæmt hann að eigin fé.
Eða eina og Morgunblaðið bendir á í þessari frétt, að þá eru íslensku bankarnir mjög vel fjármagnaðir. Og þurfa ekki á nokkurn hátt nýtt fjármagn til að styðja við rekstur sinn.
En eru aftur á móti mjög viðkvæmir fyrir fjárfestum sem sjá tækifæri að rúa þá inn að skinni, líkt og mjög mörg fyrirtæki upplifðu í upphafi frjálshyggjunnar, það er eftir að keyptir stjórnmálamenn, gerðu þau rán möguleg.
Þó hagfræðingar viðurkenni það ekki, hvað þá stjórnmálmenn úr röðum frjálshyggjuflokka sem tala út í eitt um frelsi auðsins, að þá hafa sagnfræðingar þegar greint að vel stæð bandarísk fyrirtæki voru rústuð í upphafi Reagans tímans, og skelin ein var skilin eftir. Útvistun starfa fylgi svo í kjölfarið, og allir þekkja restina.
Hinir ofurauðugu tvöfölduðu hlutdeild sína af þjóðareign Bandaríkjanna, en heilu ríkin urðu rústir einar. Eitthvað sem skýrir svo kosningasigur Donalds Trump, hann sagði einfaldlega að þetta væri rangt. Og hann myndi endurreisa landið til fyrri reisnar.
Bjarni sagði hins vegar að bankarnir þyrftu aukið fjármagn, og að hinir erlendu fjárfestar, sem hann sagði að væru óvart vogunarsjóðir, kæmu með nýja fjármuni inní landið.
Með öðrum orðum, að Morgunblaðið væri lygablað.
Að Davíð greyið væri aðeins fyrrverandi formaður í hefndarhug, væri ekki ennþá búinn að ná sér eftir silfurrýtinginn 2008-2009.
Og þó ljótt sé frá að segja, þá virðist Bjarni hafa nokkuð til síns máls.
Mogginn ver ekki frétt gærdagsins.
Hann lúffar og ástundar sagnfræði í dag.
Um atburðarrás sem þegar er úrelt.
Vonbrigði vissulega, en um leið þá skýrist blekkingarvefurinn sem var ofinn til að telja ginkeyptum sjálfstæðismönnum í trú um að það stæði til að selja lífeyrissjóðunum hlut í Arion banka, áður en þeir væru rúnir inn að skinni.
Bakslag þeirra viðræðna voru síðan notuð sem réttlæting þess að vogunarsjóðirnir stigu skrefið frá féflettingu fortíðar, inní féflettingu nútíðar.
Og samkvæmt hinu velskrifuðu handriti þá átti fagn Bjarna Ben, sem og mini fagn Benna frænda að innsigla þann viðsnúning.
Það er ekki að ástæðulausu sem menn láta svona út úr sér um vogunarsjóði, hina löggiltu ræningja frjálshyggjunnar. Og full ástæða til að rifja upp orð Bjarna, og um leið að velta fyrir sér þá þóknun sem hann fékk fyrir að mæla þessi orð fáránleikans; "Þetta sýnir ótvírætt traust á aðstæðum hérlendis og það eru sannarlega góðar fréttir ef hingað vilja koma öflugir erlendir aðilar sem eru tilbúnir að gerast langtímafjárfestar í íslenskum fjármálafyrirtækjum.".
Bjarni þurfti að bakka því þó forsenda þess að þjóðin sé sírænd sé að fólk sé fífl, að þá hefur fylgi Sjálfsæðisflokksins farið síminnkandi, og þó ljótt sé frá að segja, það er fyrir hagsmuni fjárræningjanna, að þá eru ekki allir kjósendur Sjálfstæðisflokksins fífl.
Meira að segja þeir risu upp, og hægt er að vitna í marga pistla hér á Moggablogginu því til stuðnings.
Svo að Bjarni kaus að segja Moggann ljúga.
Og treysti því að baktjaldamakk við útgefanda blaðsins myndi tryggja að Morgunblaðið svaraði ekki fyrir sig.
Víst "koma nýir fjármunir inní landið" sagði Bjarni.
Og ef honum er ekki svarað, þá hefur Mogginn gefist upp.
Játað sig sigraðan.
Er æsifréttablað eins og DV forðum daga.
Heldur sig við sagnfræði, ver ekki sínar eigin fréttir.
En skiljanlegt, Davíð var hrakinn og úthrópaður, með þegjandi þögn núverandi ráðandi afla innan Sjálfstæðisflokksins, og honum vantaði vinnu.
Vinnu við að verja sig, og seinna meir fékk hann tækifærið sem Churchill hafnaði, að verja Donald Trump.
Í boði vinnumanns Jóns Ásgeirs, Óskars Magnússonar, fyrrverandi forstjórna Haga.
Svo segja menn að Jón Ásgeir hafi ekki húmor.
Vissulega kennir sagan margt.
Hún upplýsir margt.
En hún segir ekkert um atburði dagsins í dag.
Vitna aftur í Bjarna; "Það eru að koma nýir fjármunir inní landið.."
Og sagnfræði um hvernig lífeyrissjóðirnir voru plataðir kemur þeirri staðhæfingu ekkert við.
Það lúta margir lágt þessa dagana.
En að Mogginn leggist flatur.
Það er eitthvað sem maður átti ekki von á.
Það er hinn endalegi ósigur .
Fjölmiðla hins gamla Íslands.
Nú er engin rödd sem ekki er keypt.
Kveðja að austan.
Þrýst á að ljúka viðskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.