Ég stíg stærri skref.

 

Sagði maðurinn og datt kylliflatur út í fljótið, því það þurfti að brúa.

Hann var líka sveitarvitleysingurinn, og hélt að þeir sem skoðuðu vaðið með því að stíga varlega út í það, hefðu ekki haldið áfram vegna þess að þeir höfðu ekki tekið nógu stór skref.

 

Jón Gunnarsson notar sömu rök, hann stígur stærri skref en sá sem valhoppaði í vaðinu, og komst ekki yfir.  Hann miðar við fyrri framlög, framlög þeirrar óþjóðarstjórnar sem nýtti fjármuni þjóðarinnar til að fóðra hrægamma og aðra fjárúlfa á óheyrilegum okurvöxtum í boði Seðlabankans.

Við sem þjóð, eigum ekki að kaupa svona rök hins vitgranna, samgöngukerfi þjóðarinnar er að hruni komið, og það þarf að setja fjármuni í það, það þarf að brúa fljót stöðnunarinnar, það þarf að bæta fyrir hrörnun fyrri ára.

Það dugar ekki að setja bætur, sá tími er liðinn.

 

Treysti hann sér ekki til þess, þá á hann að segja af sér.

Sem og ríkisstjórnin, það var lofað öðrum, það var fullyrt annað í kampavínsræðum hinnar nýju ríkisstjórnar.

 

Orð eiga að standa. 

Það á enginn að komast upp með að ljúga sig til valda.

 

Það er nóg komið af skaðvöldum.

Nú þarf fólk sem treystir sér til að reisa hús, byggja brýr og leggja vegi.

 

Tími hins auma síljúgandi stjórnmálamanns er liðinn.

Kveðja að austan.


mbl.is 1200 milljónir til viðbótar til vegamála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 155
  • Sl. sólarhring: 938
  • Sl. viku: 5886
  • Frá upphafi: 1399054

Annað

  • Innlit í dag: 131
  • Innlit sl. viku: 4986
  • Gestir í dag: 128
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband