24.3.2017 | 12:41
Sniðgöngun á alltaf að mæta með reglugerð.
Sem tekst á við sniðgönguna.
Og það er hlutverk Alþingis að bregðast við henni, en ekki sitja á fundum og jarma.
Þjóðin vill ekki að glæpamenn eigi banka hennar, hvort sem það er rússneskir mafíuósar eða alþjóðlegir fjárglæpamenn sem hafa keypt upp löggjöf hins vestræna heims svo rán þeirra og rupl er löglegt.
Með öðrum orðum, þjóðin vill ekki að vogunarsjóðir eigi bankana, hvort sem það er prómil, eða þaðan af stærra.
Sá alþingismaður sem hættir að jarma, og fer að tala mannamál, hvetur til aðgerða, sá alþingsmaður mun njóta hljómgrunns meðal þjóðarinnar.
Fá stuðning og fylgi við málflutning sinn.
Í raun er þetta prófsteinn á hinn meinta síðasta Andófsflokk á þingi, Píratana, hvort þeir eru orðnir að kerfisflokki sem er samdauna málflutningi vinnumanna hrægammanna, eða hvort þeir standi með þjóðinni í stríði hennar við fjárblóðsugur og önnur fjármálaleg kvikindi.
Eða er það þannig að það rennur ekki í þeim blóðið, nema ef netfrelsi þeirra til ólöglegs niðurhals er ógnað?
Þjóðin er búin að fá nóg af bullusulli.
Þjóðin hefur fengið nóg af jarmi.
Hún vill aðgerðir.
Núna.
Kveðja að austan.
9,99% engin tilviljun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 247
- Sl. sólarhring: 841
- Sl. viku: 5978
- Frá upphafi: 1399146
Annað
- Innlit í dag: 212
- Innlit sl. viku: 5067
- Gestir í dag: 206
- IP-tölur í dag: 203
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.