Svik á svik ofan.

 

Sem engin lát eru á.

Svik gagnvart þjóðinni, gagnvart almenningi, gagnvart framtíð þess lífs sem við sórum að verja.

 

Það þarf ekki að rekja þá svikasögu þegar Steingrímur Joð Sigfússon afhenti vogunarsjóðum Nýju bankana okkar og gaf þeim veiðileyfi á íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki.

Saga sem sjálfstæðismen hafa rakið ítarlega, þar á meðal ritstjóri Morgunblaðsins, og margir gengið svo langt að ýja að Steingrím hefði átt að draga fyrir Landsdóm fyrir þann gjörning. 

Svik sem útskýrir hina algjöra þögn VG liða í dag, því sem samsekir hafa þeir þó vita á þegja þegar ljóst er að núverandi ríkisstjórn ætlar að festa eignarhald vogunarsjóða á bönkunum til langs tíma.

 

En í dag eiga sömu svik ekki að líðast.

Hvaða stjórnmálaflokkur hafði það á stefnuskrá sinni að hrægammar ættu að eiga íslensku bankana??

Hvaða stjórnmálaflokkur sagðist myndi fagna því ef hrægammar myndu fjárfesta í hinu nýja bankakerfi??

 

Svarið er enginn

Þeir sögðu allt annað, til dæmis ætluðu þeir allir sem einn að endurreisa innviði þjóðarinnar eftir niðurníðslu eftirhrunáranna.

Þeir lugu sig til valda, skiptu með sér verkum, annar hópurinn fór í ríkisstjórn, meðan hinn þylur texta hins tilbúna andófs stjórnarandstöðunnar.

Og festa síðan í sessi blóðmjólkun fjármagns á almenningi og fyrirtækjum.

Ræða ekkert, spyrja engan, fara sínu fram.

 

Síðan má spyrja hver er æra þess fólks sem hlaut kosningu vegna þess að það lofaði að breyta, að bæta, að bjarga þjóðinni úr klónum á fjárplógskerfinu.  Og vílaði sér ekki að berstrípa sig fyrir framan alþjóð til að fá samúð, og atkvæði.

Og styður síðan ósómann.

Er hluti af glæpaklíkunni sem laug sig til valda.

Það er ekki nóg að segja; "ég er ekki stolt af þessu", það var lofað að berjast gegn þessu.

 

Síðan má ræða um hina aumkunarverðu, sem gagnrýndu þá, en þegja í dag.

Bera fyrir sig minnisleysi eða elliglöpum.

Skyldu þeir þó hafa þann manndóm að senda Steingrími Joð fjölpóst þar sem þeir biðja hann afsökunar á öllum gífuryrðum sínum.  Núna svona þegar formaður þeirra bendir landsmönnum á að hinir meintu hrægammar eru bara "öflugir erlendir aðilar sem eru tilbúnir að gerast langtímafjárfestar í íslenskum fjármálafyrirtækjum".

Var það ekki einmitt þetta sem Steingrímur sagði allan tímann, og hlaut brigsl um landráð fyrir?

Vissulega er aumt að geta ekki staðið við stóru orðin, og labba jarmandi í halarófu á eftir formanni sínum, en aumast af öllu er að hafa ekki manndóm að biðjast ekki afsökunar á fyrri orðum um þessa "öflugu erlenda aðila", sem formaðurinn fagnar svo mjög að skulu vilja setjast hér að til frambúðar.

Næstu dagar munu skera úr um þeirra lægsta punkt, hve langt þeir komast í lágkúrunni og fylgispektinni.  Hversu hlægilegir þeir verða næst þegar þeir nota digurbarkann.

 

En þjóðin stendur á krossgötum.

Það er morgunljóst að hið skítuga fjármagn hefur endurfjármagnað nýja atlögu að henni.

Hagur morgundagsins á að renna í vasa þess, og hinir löglegu fjárflutningar eiga að tryggja skjólið í leyniskúffum aflanda.

 

Spurningin er bara hvort hún ætlar að láta þetta yfir sig ganga enn einu sinni.

Eða snúast til varnar.

 

Þar er efinn.

Sem aðeins morgundagurinn getur svarað.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Ég er ekki stolt af þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nú væri rétt að heyra í Víglundi Þorsteinssyni, Vigdísi Hauksdóttur og fl. um bankagjafir til hrægamma. Sonur Víglunds ætti að geta gefið upplýsingar úr ríkisstjórninni alveg eins og Steingrímur J. forðum?

Fólk sem vill láta taka mark á sér þarf að vera samkvæmt sjálfu sér, sama hver á í hlut.

Þannig eiga ó-þvinguð og ó-hótuð samskipti og heiðarlegar lausnarmiðaðar umræður að fara fram. Við hér á Íslandi erum eins og Mikki Refur í ævintýrinu. Við á Íslandi virðumst ekki geta skilið skaða heildar samfélagsins af fárra klíka refshætti og siðlausri sturlunargræðgi.

Ef maður getur ekki verið heill í því sem maður segir og gerir, þá er verr af stað farið en heima setið. En það er aldrei of seint fyrir neinn að bæta sig. Hvorki of seint fyrir ráðherra, róna, né nokkurrar stéttar einstakling þar á milli.

En til að fólk vogi sér að viðurkenna mistök á Íslandi, sem það réði jafnvel engu um, þá verður að hægja á niðurrifi, mannorðsmorðum og útskúfun almennings og fjölmiðla á slíkum mennskunnar viðurkenningum einstaklinga. Einstaklinga sem sitja jafnvel undir hótunum ráðuneytisstjóra og fl. Hæstaréttar lögmannamisbeitingar valdaníðinga? Hótunum um allt það versta fyrir utan kannski sársaukalaust morð, ef ekki er hlýðni við hvítflibbaglæponana.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.3.2017 kl. 18:19

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

hver er sa sem fær allt sem BANKARNIR ERU BUNIR AÐ RÆNA OKKUR  ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 21.3.2017 kl. 19:48

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

það er of seint að loka brunninum þegar barnið er dottið ofany- eða þannig vinnum viuð her.

Erla Magna Alexandersdóttir, 21.3.2017 kl. 19:50

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Erla. Þessi ránspeningar virðast fara í m.a. í peningaþvottaskjól, bæði hérlendis og erlendis. Sumir bankar á norðurlöndunum eru ekki jafn traustir og þeir virtust vera fyrr á árum. Alla vega ekki Nordea bank og MP bank. Ég var ekki búin að lesa þetta nægilega vel á erlendu netsíðunum, en nóg til að skilja að þessir tilteknu erlendu bankar virðast vera hriplekir, eins og þeir voru hér á Íslandi fram að banka/lífeyrissjóðaránum 2008. Að vísu virðast fjölmiðlar og eftirlit erlendis vara við, en ekki er víst auðvelt að losa bankana við stjórnartoppa?

Og það sem er verst af öllu, þá virðast þvættuðu peningarnir fara í hryðjuverkafjármögnun. Og svo auðvitað svartamarkaðsdópið sem allir vita um en enginn ræður við.

Ekkert um hvaða einstaklingar taka við þessum fjármunum, né hvernig framhaldsslóðin er. Enda ríkir bankaleynd fyrir bankaræningja og hryðjuverka/dópfjármögnun í sumum "siðmenntuðum" vestrænum ríkjum og víðar.

Það var talað um nýlega að öll NATO ríkin væru undir þrýstingi að auka fjárframlög til þess ofbeldisbatterís innrásarhertöku/ISIS/BINLADEN/NATO og tilheyrandi hulduherina í baktjaldabúðum. Páfinn í Ísrael er greinilega kominn með bankaræningjakerfin til liðs við mafíuhertökuverkin.

Þetta er kannski ekki nákvæmlega svona, en ekki langt frá því miðað við síðustu fréttir.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.3.2017 kl. 21:26

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Eins og oft áður nærðu að orða vel kjarna þess sem skiptir máli.

"Fólk sem vill láta taka mark á sér þarf að vera samkvæmt sjálfu sér, sama hver á í hlut."

Þessi ósamkvæmni er ógæfa íslenskra stjórnmála, skýrir trúnaðarbrestinn milli þjóðar og stjórnmálastéttarinnar.

En meinsemdin liggur samt ekki þar, heldur hjá hinum sítryggu stuðningsmönnum sem réttlæta síljúgandi stjórnmálamenn út í eitt.

Það eru fá siðleg viðmið sem eftir er að brjóta, og spurning hvar þau mörk eru áður en flokkshesturinn segir hingað og ekki lengra.

Á meðan þessu fólki er ekki refsað með fylgisleysi, eða að fylgi þess kemur fljótt til baka eins og í tilviki VG, þá er enginn hvati til að haga sér á annan hátt.  Auðurinn launar jú vel, og ef stuðningsmennirnir gera það líka, af hverju ætti þetta að vera eitthvað öðruvísi??

Það er málið, þeir eru afleiðing, ekki orsök.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2017 kl. 07:48

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Erla.

Pétur heitinn Blöndal skrifaði í árdaga ferils síns litla grein sem hét hinir eitruðu raunvextir, þar sem hann útskýrði margföldun vaxta við hverja prósentuhækkun, þegar höfuðstóllinn er verðtryggður.

Háir vextir ofaná verðtryggingu er fjárplógskerfi, sérstaklega hannað til að sjúga fjármuni frá almenningi og atvinnulífinu.  Eitthvað sem til skamms tíma var kallað okur, og varðaði við lög hjá siðuðum þjóðum.

Þeir sem eiga fá arðinn, og við skulum ekki gleyma því að þar á meðal eru íslensku lifeyrissjóðirnir, sem eru það innvinklaðir í vaxtaokrið að verkalýðshreyfingin er einn helsti verndari þess.

En fyrst og síðast hafa tugmilljarðar farið úr hagkerfinu til eiganda hinna verðlausu aflandskróna, og til hrægammanna sem keyptu kröfur af kröfuhöfum gömlu bankanna á hrakvirði. 

Og þessir peningar urðu ekki til úr neinu, þetta eru peningarnir sem áttu að fara í innviði þjóðarinnar, bæði endurnýjun og frekari uppbyggingu.

Það er glæpurinn, þeir stálu framtíðinni.

Og það er enginn flokkur, ekki einu sinni þeir þykjast vera á móti, að berjast gegn þessu sjálftöku kerfi.

Menn rífast um afleiðingarnar, en ráðast ekki á kerfisbrestinn sem er orsökin,.

Það er enginn flokkur á móti á Íslandi í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2017 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband