8.3.2017 | 19:03
Hafa víddir skarast?
Og eru þeir stjórnarþingmenn og ráðherrar sem tjá sig um nýsamþykkta samgönguáætlun meðlimir í ríkisstjórn í einhverri allt annarri vídd þar sem fjárhagurinn er erfiður og aldrei hafi staðið til að gera eitt eða neitt í samgöngumálum í heimahögum þeirra.
En fyrir einhverja gráglettni örlaganna hafi þeir lent hér á Íslandi, talandi sama málið, og lítandi nákvæmlega eins út og þeir stjórnarþingmenn og ráðherrar sem nýbúnir eru að fara í gegnum kosningabaráttu þar sem þeir lofuðu allir sem einn að setja stóraukna fjármuni í uppbyggingu innviða þjóðarinnar. Og lögðu sérstaklega áherslu á í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar.
Eru svo hundskammaðir fyrir eitthvað sem þeir bera enga ábyrgð á, og sjálfsagt á sama tíma eru tvífarar þeirra sjálfsagt lofandi öllu fögru í hallærisástandi tvífaravíddar okkar.
Annað eins hefur nú gerst.
Í vísindaskáldsögum.
Og hver segir að það geti ekki líka gerst í þeim raunveruleika sem íslensk stjórnmál eru í?
Þetta skýrir margt.
Kannski eru þetta ekki síljúgandi menn eftir allt saman??
Kannski er þetta bara einn stór misskilningur??
Vonum það, og að hinn rétti Pawel, hinn rétti Benni frændi og hinn rétti Jón Gunnarsson birtist aftur von bráðar, og taki upp þráðinn þar sem stjórnarsáttmálinn endaði.
Það gæti líka bjargað mögum góðum sjálfstæðismanninum frá köfnun, það er svo auðheyrt hvernig hin vonlausa vörn stendur í þeim.
Og jafnvel bjargað flokknum frá því að þurrkast út á landsbyggðinni.
Hver veit.
Sjáum til á föstudaginn.
Kveðja að austan.
Voru menn að kaupa sér vinsældir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 450
- Frá upphafi: 1412812
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 389
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki bara plott hjá Benedikt.
Ef ríkið selur sina hluti í bönkunum, þá fæst fjarmagn í vegakerfið- það verður að flýta því ferli. Spurningin er bara,hverjir kaupa þessa hluti?
Eigum við að veðja, hverjir verða kaupendurnir?
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 8.3.2017 kl. 21:55
Ómar. Ég fékk þá forvitnisflugu í höfuðið í kvöld, hvort Grímur Sæmundsen væri nokkuð læknir. Vonaði að hugboð mitt reyndist rangt, en því miður var það rétt hugboð.
Ég ráðlegg almenningi að googla Grím Sæmundsen lækni og forstjóra Bláa Lónsins, og ráðamann fleiri spilltra forarpytta í ofurlaunuðu og lækna"eiðsvörnu" siðleysis-yfirráðaveldi.
Það var athyglivert að fræðast á gúglinu um hvert týndu ríkiskassa-peningarnir raunverulega hafa verið valdarændir undanfarin ár af glæpaforstjóra-lækni á siðlausan hátt. Grenjandi ofurlaunaðir læknaforstjórar á valdarændum ofurlaunum og ríkisstyrkjum? Kári og Grímur í ævintýraleit á kostnað líknardeildar, vegaframkvæmda, hjúkrunarstarfsfólks og margt fleira?
Þetta er ljóta spillingin.
Þorsteinn Víglundsson núverandi svokallaður félagsmálaráðherra hefur líklega verið samferða þessum frumkvöðla-Grána Gríms-ævintýralækni í SA? Þar hafa ríkisránsplönin líklega verið undirbúin? Svona vinna þessar valdaníðs-minkaskepnur í toppstöðum spillingarinnar.
Hvar á að mótmæla, þegar forstjóralæknar á sjálftöku-ríkisofurlaunuðum prívat-ævintýraferðum misbeita valdi sínu og ræna frá ríkinu og lífeyrissjóðum, og ræna þar með fjármagni frá þjónustuburðarstoðum samfélagsins?
Ég trúi ekki að fjölmiðlar láti þetta viðgangast án stórfrétta-forsíðumynda og fyrstu frétt fréttatímanna á morgun? Þarf helst að komast í heimspressuna líka, því svona hafa eiðsvarnir læknaforstjórar heimsins ekki leyfi til að haga sér.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2017 kl. 23:58
Blessaður Valdimar.
Ef þetta er plott hjá Benna frænda, þá er mjög djúpt á það.
Og algjörlega ótaktískt því hinn almenni maður, sem er ekki genetískt þessi eða hinn flokkshesturinn, hefur fengið sig fullsaddan á endalausum sísviknum loforðaflaumi.
Jafnvel þó hann finni bankagull og setur í vegakerfið, þá mun fólk upplifa að hann hafi látið undan þrýstingi.
Síðan megum við ekki gleyma að Benedikt var kosinn því hann boðaði ný vinnubrögð.
Hinsvegar þarf ekki að veðja um hver kaupir bankana, það verður samblanda af einkavinum og hrægömmum, eina spurningin er hvort einkavinirnir séu svo vitlausir að beita lífeyrissjóðum fyrir sig í því kaupbraski.
Almenningur er nefnilega líka búinn að fá nóg af braski lífeyrissjóðanna, og það gæti leitt til hallarbyltingu í forystu verkalýðshreyfingarinnar.
En svo ég dragi þetta saman að þá er sama undiralda hér í þjóðfélaginu og fleytti Trump til valda, og ef auðklíkan er ekki tilbúin með sinn Trump, þá er hún ekki í góðum málum.
Þá gerist eitthvað ófyrirséð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.3.2017 kl. 07:46
Blessuð Anna.
Það er nú það.
Ég man bara eftir Grími sem ágætum fótboltamanni í Val, og landsliðsmanni ef ég man rétt. Síðan tók ég næst eftir honum þegar hann sagði að við ættum að handvelja ferðamenn, og þá þá ríku. Síðan hef ég ekki farið í Bláa lónið og sakna þess ekkert.
Hins vegar veit ég ekki til þess að Grímur sé á ríkisspenanum, nema þá óbeint í gegnum þá fjármálaklíku sem stjórnar landinu og sér samviskulega til að æ stærri hluti af tekjum þjóðarinnar renni í þeirra vasa.
Eins er það með Kára vin minn, hann fékk vissulega ríkisábyrgð, en veit ekki til þess að hann hafi notað hana. Hann hefur aðallega verið að leika sér með fjármuni fjárfesta, eftir því sem ég best veit.
En náði að byggja upp hátækniiðnað sem hefur verið þjóðinni til góðs.
Hins vegar skil ég alveg hvert þú ert að fara Anna. Það er vitlaust gefið í þjóðfélaginu, og sú gjöf verður æ ranglátari.
En okkar harmur er hluti af harmi heimsins, og okkar lausn er sú lausn sem heimurinn allur verður að finna.
Áður en tímaglasið rennur endanlega út.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.3.2017 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.