Bændum er ekki vorkunn.

 

Það er jú atkvæðum þeim að þakka að Sjálfstæðisflokkurinn er ennþá afl í íslenskum stjórnmálum.

Það eru þeir sem kjósa sjálfstæða bændur til forystu í sínum samtökum.

 

Gat verið gott og gilt, en ekki í dag þegar Glámur endurborinn í líki frjálshyggjunnar ríður þar röftum.

Markmið hennar er aðeins eitt, að gera hina ríku ofurríka, og hina ofurríku óendanlega ríka.

Afleiðingin verður auðnin ein í innlendri framleiðslu, líkt og engisprettur hafi farið yfir akra.

Allt á að framleiða í þrælabúðum þriðja heimsins, þar sem engar reglur eru virtar, hvorki varðandi aðbúnað fólks, kaup og kjör, mengunarvarnir, umgengni við land og náttúru.

 

Vissulega hafa gamaldags íhaldsmenn haldið aftur af öfgunum, og vissulega hefur flokkurinn þurft að starfa með fólki, en í dag gengur dýrið laust.

Engin bönd halda því.

Wasteland er það sem koma skal.

 

Svo væla menn bara.

Skilja ekkert í að glerið sem þeir köstuðu grjóti í, skuli brotna.

Það gerist bara annars staðar, til dæmis í útlöndum.

 

Nei bændur ættu að vita það manna best að uppskera er alltaf í takt við sáningu.

Að minkur er ekki notaður til að gæta hænsna, og engisprettur til að líta eftir ökrum.

 

Og að væl leysir engan vanda.

Kveðja að austan.


mbl.is Telur að mjólk muni hækka í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ágætt, að Mjólkursamsalan þurfi að taka þátt í frjálsri samkeppnu smám saman eftir að hafa haft algjöra einokurstöðu á mjólkurafurðamarkaði. Nýlega byrjaði Arna að selja mjólk og þá hætti ég (og fleiri) að kaupa mjólk frá MS, þótt Örnumjólk sé mun dýrari. Að MS skuli væla yfir því að hækka mjólkina sína kemur mér því ekkert við. Hins vegar eru markaðslögmálin þannig að frjáls samkeppni haldi verðinu niðri frekar en hitt.

Hins vegar kaupi ég einungis íslenzkar mjólkurvörur, kjöt og fisk og ég myndi halda áfram að gera það þótt innflutningur yrði frjáls og þótt íslenzku vörurnar héldust dýrari. Samt finnst mér að það sé verið að okra á sumum íslenzkum matvörum, sérstaklega ferskum fiski. En það kemur búvörum svo sem ekkert við. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.3.2017 kl. 16:24

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Meðal annars þá ræðst verð af fiski af erlendum markaðsaðstæðum.

En annars ert þú að styðja þá skoðun mína að bændum sé ekki vorkun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2017 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 454
  • Frá upphafi: 1412816

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 393
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband