6.3.2017 | 17:11
Er kominn tími á borgaralega handtöku??
Hvað á að gera við mann sem laug sig inná þjóðina, fékk ráðherraembætti undir fölsku yfirskini, og nýtir völd sín til að reyna að eyðileggja vegakerfi þjóðarinnar?
Með þeim aumu rökum að ein ríkasta þjóð heims hefur ekki efni á að endurnýja vegi sína, hún þurfi að treysta á einkafjármögun sem fjármögnuð er með gjaldtöku.
Hvernig gátu áar okkar byggt upp innvið landsins, reist brýr, lagt vegi??
Bláfátækir en vissu eins og er að samgöngur voru undirstöður framfara og velmegunar.
Svo ætlar eitt stykki glæpaklíka að leggja allt í rúst.
Og kemst upp með það ef enginn grípur inní.
Neyðarréttur leyfir inngrip hins almenna borgara.
Hvort sem það er til sjós eða lands.
Við ættum að íhuga þann rétt.
Í alvöru.
Kveðja að austan.
Ákvörðun ráðherra stenst ekki lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 18
- Sl. sólarhring: 530
- Sl. viku: 5024
- Frá upphafi: 1400851
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 4359
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér Ómar. Það á að reka hann úr embætti sem fyrst, ef ekki alla hans líka.
Ég hygg að eldsneytisgjald og gúmmígjald, sem eru eyrnamerkt vegakerfinu, slagi hátt í hundrað milljarða á ári, ef ekki meir.
Kveðja.
Jón Thorberg Friðþjófsson, 6.3.2017 kl. 17:35
Sæll Ómar: sem jafnan - og aðrir, þínir gestir !
Ekki spurning (?) - Jón Gunnarsson, er einn þeirra 61 þingmanns, sem EKKI hefir sinnt erindi mínu, sem frásögu til þeirra / auk fjölda annarra, um tilraunir Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda:: AÐ STELA af mér fjármunum, sem ég slysaðist til að greiða sjóðnum, á árunum 2004 - 2008, undir FÖLSKUM formerkjum alþingis ''laga'', frá árunum 1990 - 2000, t.d.
Græðgisland (í stað Íslands): skal þessi lands hörmung kallazt Ómar minn, þar sem Jón Gunnarsson er / líkt: siðferðilega tómum stjórum Lífeyrissjóðanna t.d., KEYRÐIR áfran af óstjórnlegri prívat græðgi, á kostnað okkar hinna, í þessu volaða landi, síðuhafi mæti.
Jón Gunnarsson: hefir EKKI ENNÞÁ / fremur en aðrir collega hans, AFÞAKKAÐ nærri 45 prósenta hækkunina, sem Kjararáð færði þeim á Október Silfurfatinu eins, og öllum er kunnugt.
Á meðan - Jón Gunnarsson fær sín ofur- laun greidd óhindrað úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, er honum slétt sama, um mismunandi örlög vegfarenda, á hinum ýmsu glæfra leiðum þéttbýlis sem dreifbýlis ins: þér, að segja - sem öðrum !
Með beztu kveðjum: sem endranær, austurum - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2017 kl. 17:42
Blessaður Jón.
Við megum ekki gleyma þeirri grunnstaðreynd að það er nóg til af peningum í ríkissjóði til að fjármagna samgönguáætlun.
En ríkisstjórnin kýs að fjársvelta vegakerfið til að réttlæta einokunarframkvæmd einkaaðila.
Það er hið glæpsamlega því hinu var lofað, að styrkja innviðina.
Að ljúga sig til valda, að lofa einu en framkvæma annað, slíkt er hegðun glæpamanna, gjörspiltra stjórnmálamanna sem ganga erinda sérhagsmuna, ekki almannahagsmuna.
Þess vegna er borgarleg handtaka réttlætanleg.
Eða hvernig á að verjast þessari glæpaklíku á annan hátt??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.3.2017 kl. 18:37
Takk fyrir innlitið Óskar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.3.2017 kl. 18:38
Sælir - á ný !
Ómar !
Þakka þér fyrir: sömuleiðis, en, .............................. finnst þér barátta mín gegn þjófa- og ránsbælum Lífeyrissjóðanna, vera eitthvert einkamál mitt, eða ?
Nei - ég spyr sem svo, í samræmi við daufar undirtektir þínar, við minni frásögu þar um, Ómar minn.
Að mér finnst: að minnsta kosti.
Með sömu kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2017 kl. 19:31
Nei reyndar ekki Óskar.
En ég hái ekki mörg stríð í einu, er meira svona þematengdur.
Nýti mér þá innslög til að hnykkja á áreitni minni.
Innslag þitt þurfti ekki aðstoð mína, það var heilstætt og útskýrði sig sjálft.
Og var ágætt sem slíkt til að herða að Jóni.
Og til þess er jú leikurinn gerður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.3.2017 kl. 20:09
.... þakka þér drengilega einurðina: sem jafnan, Ómar.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2017 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.