6.3.2017 | 09:20
Stigmögnun brjálseminnar.
Hjá manninum sem ræður rauða hnappinum ætti að vekja heiminum ugg.
Mun meiri ugg en atferli Mini mini hans í Norður Kóreu.
Og heimurinn ætti að fara gera sér grein fyrir því hverjir komu honum til valda.
Og þeir sem reyna réttlæta vitfirringuna, ættu að gera sér grein fyrir að svipuð réttlæting, með svipuðum rökfærslum, kom heiminum út í heimsstyrjöld fyrir nokkrum áratugum síðan.
En réttlæting réttlætaranna er ekki alslæm.
Það er vitað að djúpstæð óánægja hinna vinnandi stétta í Bandaríkjunum kom Trump til valda, enda þetta fyrrum volduga ríki orðið risi á brauðfótum eftir um þriggja áratuga helför Svörtu pestarinnar þar í landi.
Og þegar réttlætararnir benda á afleiðingar þessarar helstefnu, þá afhjúpa þeir lygina sem hefur knúið áfram pólitíska stefnu þeirra í öll þessi ár.
Penninn útí Móum kemur enn einu sinni Trump til varnar í Reykjavíkurbréfi helgarinnar.
Þar má lesa þessi orð um afleiðingar frjálshyggjunnar fyrir bandarískt verkafólk og bandarískan iðnað.
Atvinnuleysið vestra er miklu meira en opinberar tölur sýndu því þeir sem hafa gefist upp á að leita sér að atvinnu eru ekki taldir atvinnulausir. Atvinnuþátttaka í Bandaríkjunum hefur ekki verið minni í áraraðir. Alþjóðavæðingin, sem brýtur niður öll landamæri, felur í sér þann veruleika að einstök ríki geta ekki lengur markað eigin stefnu í mörgum þáttum viðskiptalífsins. Við slíkt kæmi hnútur á alþjóðavæðinguna. Innlendir ráðamenn, sem belgja sig út fyrir kosningar, vita vel að áhrif þeirra eru orðin smávægileg. Og þegar alþjóðvæðingin hefur náð fullkomleika verða kosningar með áþekkt gildi og öskudagur. Stórfyrirtækin fara sínu fram. Þau hasla sér völl þar sem fyrirstaðan er minnst og meðvitund um rétt einstaklinga lítil. Og þau selja afurðir sínar þar sem kaupgetan er mest og borga skatta þar sem þau komast upp með að gera sem minnst af því.
Bandaríkjamenn í miðríkjunum horfðu upp á byrjunina á þessum veruleika. Yfirgefnar verksmiðjur í þúsundatali og vel þjálfaðir, agaðir og flinkir iðnaðarmenn sem engin eftirspurn var eftir.
Undirstrikanirnar eru mínar þar sem hann nær kjarna helstefnunnar mætavel.
Sérstaklega athyglisverð orð því Penninn var á sínum tíma meðlimur Eimreiðarhópsins sem var kostaður hópur ungra manna sem var gerður út til að koma á alræði peninganna. Og á löngum stjórnmálaferli sínum lagði hann drög að því auðræði sem við upplifum í dag.
Ef Penninn sæi síðan samhengið milli þess sem hann trúði á sem ungur maður og þeirrar upplausnar sem hann sér í heiminum í dag, og hann áttaði sig á af hverju Churchill talaði gegn Hitler á sínum tíma, þá gæti hann sannarlega orðið einn af liðsmönnum lífsins.
Nægir eru hægriöfgarnar hjá glæpaklíkunni sem stjórnar landinu í dag.
Drottning þeirra, það er hægriöfganna, sem Bjarni Ben gerði að dómsmálaráðherra því hann vissi mætavel að hún myndi aldrei ógna formannsstóll hans ólíkt þeim hæfa manni, Brynjari Níelssyni, missti út úr sér setningu í helgarblaði Fréttablaðsins sem ætti að kosta hana ráðherrastólinn strax í dag, það er ef einhver döngun er eftir í þessari þjóð.
Ef ríkisvaldið hefur á annað borð eitthvað hlutverk þá er það kannski þetta.
Hún er ekki að lýsa handriti af enn einni uppvakningamyndinni eða Mad Max 10, hún er að lýsa draumheimi frjálshyggjunnar, að ríkisvaldið, sem er hið sameiginlega vald okkar borgaranna, víki fyrir valdi hinna örfáu, stórfyrirtækjanna og auðmannanna sem eiga þau.
Segir það ekki beint út, því hún þylur upp mítuna um tækin og tólin sem auðstéttin gæti sameinast um að séu nauðsynleg til að halda vinnulýðnum niðri, það er dómsstólar, her og lögregla, en vafinn sem Ef-ið og Kannskið tjáir afhjúpa í raun heimsmynd hægröfganna sem þjóna hinum Örfáum, þeir eiga líka að geta rekið sína eigin dóma, sína eigin heri, sína eigin löggæslu.
Líkt og var á dögum lénsaðalsins í Evrópu á sínum tíma.
Það er komið svo fyrir þessum heimi að stofnunin sem hýsir þetta fólk er við Austurvöll, ekki út við Sundin.
Stórfyrirtækin ráða öllu sem þau vilja ráða, eins og Davíð lýsir svo listavel í Reykjavíkurbréfi sínu, og þau sjá mestu gróðavonina í ólgu og upplausn siðmenningarinnar.
Þess vegna stigmagnast brjálsemin.
Þess vegna eru klikkhausar í valdastól.
Brjálsemin stigmagnast.
Og við horfum á með hendur í skauti.
Kveðja að austan.
FBI segir ásakanirnar rangar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 459
- Frá upphafi: 1412821
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 398
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.