5.3.2017 | 15:50
Hingað og ekki lengra.
Sendum glæpaklíkunni skýr skilaboð um að við líðum ekki lengur atferli hennar.
Hún á ekki að komast upp með að ljúga öllu fögru en koma síðan svo fram við íbúa þessa lands eins og illa hirtur svínahirðir kemur fram við svínin sín.
Og hennar eina hugsun er að skara eld að eigin köku.
Að ná sem mestum aur úr vösum almennings og koma sem mestu úr sameiginlegum sjóðum í vasa kostunaraðila sinna.
Við vitum til hvers leikurinn er gerður.
Samgönguráðherra má eiga að hann leikur engan blekkingarleik, hann vill einkaframkvæmdir í vegakerfinu svo aurinn megi fjölga féþúfum sínum.
Og það er eins með þetta eins og löggæsluna, heilbrigðiskerfið og annað, fyrst er fjársvelt, og síðan er boðið uppá markaðslausn.
Einokunarhelgreip einkaframtaksins.
En við eigum ekki að láta bjóða okkur þessa svívirðu.
Við erum mörg, þau eru fá.
Og þau geta ekkert ef við segjum Nei.
Gleymum því ekki.
Kveðja að austan.
Yfir 60 bílar lokuðu veginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !
Ómar !
Framtak: þeirra Karlsstaða hjóna / Berglindar og Svavars Péturs og nærsveitafólks þeirra, verður seint fullþakkað, ekki hvað sízt í sízt í ljósi þess, hversu Jón Gunnarsson hefir gert sig beran að ómerkilegheitum varðandi vegamálin - UM ALLT LAND reyndar, ekki bara viðvíkjandi Berufjarðar scandalinn, síðuhafi vísi.
Þó Hvítár (Ölfusár) brúin við Selfoss, sé tekin að lýjast mjög, verandi komin á 7 tugasta og annað árið, og burðarþol hennar mjög þverrandi, hreyfir Jón og ráðuneytisliðið ekki legg né lið / það er ekki víst, brysti brúin, að vegfarendur yrðu eins heppnir og Jón heitinn Guðmundsson Mjólkurbíslstjóri forðum, þá hann barg sér á fljótandi mjólkur brúsanum, þá brúin frá 1891 gaf sig, fornvinur góður.
Sleifarlag Jóns Gunnarssonar: skal í minnum hafa, ekki hvað sízt fyrir, hversu hann var manna duglegastur við að punda á vinnubrögð Jóhönnu og Steingríms J. klíkuna (2009 - 2013) með réttu reyndar, á því tímaskeiði.
Hann ætti að minnast kokhreysti sinnar - frá þeim árunum.
Með beztu kveðjum sem endranær - austur í fjörðu, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.3.2017 kl. 17:29
Takk fyrir innlit þitt Óskar.
Það er mörg búmannsraunin hjá þeim sem hafa helgað líf sitt að gera þá ríku ofsaríka. Og þá ofsaríku ofurríka. Og svo ..... .
En hið ágæta íhaldsfólk sem kýs þessa glæpaklíku, það er ofvaxið mínum skilningi.
Það þekkti allavega muninn á réttu og röngu þegar þau Jóhanna og Steingrímur tóku að sér í verktöku að kvelja þjóðina.
En í dag, hvað hugsar það í dag??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.3.2017 kl. 17:38
Sæll á ný - Ómar !
Alls ekki þakkarvert: heldur SJÁLFSAGT mitt innlit / sem erindi til þinnar síðu Ómar minn, ekki hvað sízt í ljósi þeirra versnandi aðstæðna sem landsmenn eru nú að súpa seyðið af þessi misserin, á öllum sviðum.
Hefðu Íslendingar verið - tiltölulega með sjálfum sér, hefðu Íslenzka þjóðfylkingin / Flokkur fólksins (Ingu Sæland) og Dögun verið að skipta á milli sín a.m.k. 40 - 45 þingsætum, að loknum kosningunum 29. Október s.l.
En: niðurstðan varð, með þeim afleiðingum, sem við okkur blasa nú, síðuhafi mæti.
Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.3.2017 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.