3.2.2017 | 23:49
Í öfugsnúnum heimi snýr allt á hvolf.
Þetta vita allir feður sem horfðu á Dodda litla og Eyrnastór fyrir nokkrum árum síðan. Þar var Doddi góði Doddi vondi, og enginn vissi af því, fyrr en þá gráglettni örlaganna að þeir víxluðu saman sínum heimum. Þá var reyndar mesta undrun Dodda góða að endurnar syntu á hvolfi.
Hann upplifði nefnilega ekki lýðskrum Trumps.
Mannsins sem sagðist berjast gegn Íslamistum, og þeirri ógn sem af þeim stafar.
Því ef Doddi væri á meðal vor í hinum öfuga heimi lýðskrumsins, þá væri flugið á hvolfi hjá öndunum aðeins gára miðað við þann stuðning sem Trump á fyrsta degi sýnir Íslamistum, þeim sem hann segist berjast gegn, hann sendir herskip þeim til stuðnings.
Til að aðstoða ríkisstjórnina sem fjármagnar þá sem ráðast á vestræna borgara, hvort sem þeir eru bandarískir, eða vestur evrópskir.
Þeir sem réðust á Tvíburaturnana voru Saudar, fjármagnið sem gerði þeim það kleyft var Saudískt.
Og Saudar fjármagna þær moskvur sem öfgarnir hafa skjól í.
Á vissum tímapunkti þá efaðist enginn um það að sovéskt fjármagn var undirrót fjandsamlegra aðgerða sem beindust gegn Vesturlöndum.
Hvort sem það voru bein hryðjuverk, eða kostuð mótmæli gegn varnarviðbúnaði vestrænna ríkja, að ekki sé minnst á allar hinar svo kölluðu frelsishreyfingar þriðja heimsins, að þá hvarf öll þessi athafnasemi við hrun Sovétríkjanna.
Ólgan og undirróðurinn hurfu á einni nóttu.
Í dag upplifum við veikburða tilburði vestrænna ríkisstjórna til að hamla starfsemi öfgamanna sem allir sem einn eiga sér athvarf í trúarmiðstöðvum eða moskum sem Saudar fjármagna.
Síðan vitum við um tengsl Saudana við árásina á Tvíburaturnana, sem og við vitum um að Ríki Íslams, og öll þau voðaverk sem tengjast þeim samtökum, væri ekki ríki í Írak og Sýrlandi, ef ekki hefði komið til vopn og fjármagn til þess að þessir miðaldamenn gætu lagt undir sig landsvæði á stærð við meðal vestrænt ríki.
Þekkt staðreynd, eina spurningin var af hverju bandarísk stjórnvöld snérust ekki til varnar, til dæmis með því að stoppa fjármagn og vopnasendingar. Samt má Obama stjórnin eiga að hún studdi ekki Saudana í frekari útþenslu miðaldarofstækis þeirra.
En að gera ekki neitt er kannski sama og stuðningur.
En í dag snýr heimurinn á hvolf.
Baráttan við hryðjuverkasamtök byggist á því að níðast á saklausu fólki, og styðja þá sem fjármagna öfganna.
Aldrei hefði maður ímyndað sér, eftir allar myndirnar frá miðaldastjórn Írans, að stjórnvöld þar hefðu rétt fyrir sér í baráttunni við hina íslamísku öfga, en það er samt hin sorglega staðreynd í dag. Svo ég vitni í upplifun Dodda litla í öfugsnúna landi, þá má lesa þetta í frétt Mbl.is í dag;
að írönsk stjórnvöld hafi lýst því yfir í kjölfarið að þau muni svara í sömu mynt og beita sér lagalega gegn hagsmunum bandarískra borgara og fyrirtækja sem að þeirra sögn hafa stutt hryðjuverkahreyfingar í Miðausturlöndum.
Þetta eru ekki orð, þetta eru staðreyndir.
Frá því á níunda áratug síðustu aldar hafa engin hryðjuverk tengst stjórnvöldum í Teheran en hryðjuverk Íslamista sem sækja bæði fjármagn og hugmyndafræði til Ryad, hafa orðið æ algengari.
Og fólk, sem trúði því að Trump myndi byggja múr á landamærunum við Mexíkó, og senda þarlendum stjórnvöldum reikninginn, það trúði líka Trump þegar hann sagðist ætla að taka slaginn við Íslamista.
Og í fordómum sínum og fávisku þá fann það rök með þeirri ákvörðun hans að ráðast á friðsamt fólk sem aldrei hefur nálægt Íslamistum komið. Þó var það ógnin af framferði þeirra og allur sá viðbjóður sem Ríki Íslams í Sýrlandi og Írak stóð fyrir, sem útskýrði stuðning þeirra við hina meintu baráttu Trump við hryðjuverk þessa sama öfgahóps.
Engin röktengsl, algjör öfugmæli.
En í öfugsnúnum heimi er kannski hægt að réttlæta með þeim rökum, að hugsanlega, fræðilega gæti leynst í milljónunum einn og einn Íslamisti sem Saudar fjármögnuðu til frekari hryðjuverka.
En heimur á hvolf snérist við í dag.
Eftir stendur beinn stuðningur við miðaldarríkið sem ábyrgðina ber á hugmyndaheimi Íslamista, og fjármögnun hryðjuverka þeirra.
Eitthvað sem allir andstæðingar þeirra á Íslandi og annars staðar í Vestur Evrópu vissu.
Þeir þekktu rótina, og börðust gegn henni.
Andlit þessarar baráttu á Íslandi var andófið gegn fyrirhugaðri mosku í Reykjavík, því fjármagnið kom frá Saudum.
Svo var maðurinn sem fóðraði fordóma þess og ótta, kosinn forseti Bandaríkjanna.
Og þá er öll viska og staðreyndir gærdagsins gleymdar.
Og þeir sem forhertastir eru í forheimskunni, þeir tengja uppgang Íslamista við demókrata og önnur frjálslynd öfl hins vestræna heims.
Gleymd er tengingin við Sauda, gleymt er allt það sem menn þóttust vita fyrir.
Og það má spyrja, er til aumkunarverðara fólk í þessum heimi í dag.
Fólkið sem lætur öfugmælin fífla sig.
Sem gleymdi sannfæringu sinni og vissu vegna þess að lýðskrumari fóðraði fordóma þess og ótta.
Og í raun er svarið að það þarf mikla þekkingu til að benda á aumkunarverðara dæmi í dag.
Hugsanlega kannski stuðning góða fólksins við fjárkúgun breta kennda við ICEsave.
En sagan sem allt veit, hún glottir aðeins við tönn.
Hún sér sína endurtekningu, eins og aldrei hafi annað komið til greina.
Hún þekkir atburði fjórða áratugar síðustu aldar og hvernig spilað var með fordóma fólks þá.
Hvernig Homo Sapiens breyttist í Homo Stupido.
Og hún veit síðan hvað gerðist þá.
Hún veit að orsökin kom á undan afleiðingunni.
Hjá henni er ekkert nýtt undir sólinni.
Hjá henni er Doddi litli í Öfugalandi aðeins saga barnabókmennta, samin út frá líkindi við raunveruleikann.
Hún þekkir öll öfugmælin, þau er öll skráð í bækur hennar.
Og hún lýgur ekki, lýðskrum dagsins fær þar engu breytt.
Sagan er sönn, því hún er eitthvað sem hefur gerst, sem hefur verið skráð.
Og það sem gerðist, gerðist þó það hafi ekki verið skráð.
Það veit enginn hvenær vitglóran yfirgaf hinn miðaldra hvíta karlmann, hvorki þá eða í dag.
Aðeins eitt af leyndarmálum sögunnar sem hugsanlega tíminn einn getur leyst.
Hins vegar þarf aðeins að fletta sögubók til að vita um endalok lýðskrums sem hefur ofbeldi og átök í forgrunni hugmyndafræði sinnar.
Stríð og það mega hinir nýju valdhafar í Washington eiga, að þeir fara ekki í grafgötu með þann lærdóm sögunnar. Enda vel gefnir menn sem spila með fólk, en ekki öfugt.
Spurningin hér á Íslandi er aðeins ein.
Viljum við þetta stríð??
Viljum við dauðann, auðnina og eyðilegginguna sem því fylgir??
Þar er spurningin, þar er efinn.
En í þögninni er enginn efi.
Hennar nafn er samþykki
Kveðja að austan.
Bandarískt herskip sent til Jemen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:55 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 570
- Sl. sólarhring: 734
- Sl. viku: 6154
- Frá upphafi: 1400093
Annað
- Innlit í dag: 517
- Innlit sl. viku: 5281
- Gestir í dag: 493
- IP-tölur í dag: 485
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Drumburinn er ekki allra, svo mikið er víst. Sitt sýnist hverjum, um þennan lýðræðislega, réttkjörna, sjálfhverfa og á stundum fáránlega forseta Bandaríkjanna. Ígildi Mussolinis, samkvæmt látbragði sínu, eða annara þaðan af verri óþverra mannkynssögunnar, segja sumir. Aðrir mæra hann sem Jóhönnu af Örk. Hann er forseti BNA og það er staðreynd. Hann er að gera það sem hann lofaði, fyrir kosningar. Lýðskrumari er hann, enda alinn upp í allsnægtum og raunveruleikasjónvarpi, án nokkurar ábyrgðar gerða sinna. Rétt nýkjörinn og hann sendir herskip til varnar Saudi Arabíu! Saudi klanið í Saudi Arabíu er viðbjóðslegt ættarveldi kúgara og ofbeldismanna, sem fjármagnar grimmdarverk og mannlega eymd, í nafni "trúar" um allan heim. Fjármagn þeirra hefur nú rekið á strendur vorar og er ætlað til byggingar mosku í hjarta höfuðborgarinnar. Til byggingar musteris sem ætlað er dýrka mannfjandsamleg "trúarbrögð" sem gera nánast ekkert úr helmingi mannkyns, annað en að ætla því "kynbótahlutverk"og undirgefni, með alheimsyfirráð sem lokamarkmið.
Drumburinn er kjörinn til fjögurra ára og margir honum andvígir segja að við ættum bara að bíða í fjögur ár og ajá avo til. Ef Drumburinn þróast á sama hraða og tæknin, næstu fjögur ár, verður fátt eftir til að rífast um, eða berjast fyrir.
Sorglegt að hér á landi finnist fólk sem hallmælir Drumbnum, en fagnar útþennslustefnu Saudi klansins samhliða, í nafni mannúðar og náungakærleika. Flóttamenn jafnvel gerðir að leikmunum, við komuna til landsins, skítugir og illa lyktandi, eftir langan tíma í flóttamannabúðum, ekið beint heim til forsetans á Bessastöðum! Má eg fara fram á aðeins minna lýðskrum, við móttöku næsta hóps?
Þvílík og ekkisens déskotans hræsni!
Afsakaðu langlokuna;-)
Góðar atundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 4.2.2017 kl. 04:25
Blessaður Halldór.
Ég hafði nú bara gaman af að lesa þessa langloku þína, margir góðir punktar í henni.
Svo sem ekki alveg sammála öllu, en þá fyrst væri mannkynið ratað í miklar ógöngur ef allir væru sammála um allt.
Miðaldirnar voru nú bara eins og þær voru, og fátt um þær að segja nema þegar miðaldamenn dúkka upp í nútímanum, lita í kringum sig og segja, nei svona á þetta ekki að vera, þetta eru ekki miðaldir.
Og ráðast síðan á nútímann.
Þar liggur vandinn, ekki í nútímanum sem slíkum, hvort sem nútímamenn eru kristnir, búddískir eða lúta honum Múhameð nokkrum spámanni.
Ég er nefnilega það gamall að ég man að það var hægt að opna sjónvarpið án þess að sjá sturlað fólk lemja náungann í hausinn vegna þess að hann játar ekki rétta trú.
Þetta var ekki svona, það breyttist eitthvað.
En það er nú önnur saga.
Takk fyrir innlitið Halldór.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.2.2017 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.