Heimurinn á í stríði.

 

Ekki við múslima, ekki einu sinni við Islamista þó þeir séu vissulega pein í rassi víða, heldur við glórulausa siðblinda hægri öfgamenn.

Sem meðal annars markvisst dreifa lygum til að næra ótta og fordóma íhaldsfólks um allan heim.

 

Það er ekki tilviljun að Fox dreifði þessari frétt þar sem ódæðið var bendlað við meintan múslima, og það var aðeins óttinn við málssókn sem fékk fréttastöðina til að draga lygarnar til baka. 

Fox gefur sig jú út fyrir að vera ekki lygaveita, það er önnur deild hjá hinu skítuga fjármagni sem gerir þær út.

 

Í nokkrum pistlum mínum hef ég rakið augljós líkindi við skelfilega atburði fjórða áratugarins, þó með þeim formerkjum að þetta eru ólíkir tímar og ólíkar aðstæður, enda heimsmyndin allt öðruvísi fyrir 80 árum síðan.

En þá sá fólk fyrst glitta í skrímslið sem getur virkjað lýðskrumið til að leggja undir sig lýðræðisríki án þess að beita til þess vopnavaldi eins og hafði þurft fram að því og til dæmis Franco neyddist til að gera á Spáni þegar hann drap lýðræðið þar.

Mörgum finnst það ósanngjarn samanburður, samþykkja að sá í den hafi verið skrímsli, en finnst stór orð í munn tekið um Donald Trump.  Þá verða menn að svara þeirri spurningu hvort er kristilegra að reyna útrýma heilum þjóðum og þjóðflokkum eða gera beina atlögu að sjálfri siðmenningunni. Þá er ég ekki að tala um hættuna af stigmögnun átaka sem óhjákvæmilega mun fylgja valdatíð Trump, og persónulega finnst mér mjög ólíklegt að hann breyti USA í alræðisríki þó tendansar í þá átt séu þegar komnir fram, heldur er ég að ræða hið grafalvarlega mál, málið sem gerir Trump sannarlega að skrímsli, því ógeðslegasta sem sagan kann frá að greina fram að þessu.

Og það er bein atlaga hans að loftlagsvísindunum sem af miklum vanmætti reyna að kortleggja ógnina af hlýnun jarðar og vara okkur jarðarbúa við áður en tímaglasið rennur endanlega út.

Mörgum finnst þessi ástæða léttvæg, en það fólk mun sitja upp með harðan dóm afkomenda sinna sem munu í besta falli, eftir djúpt innra fyrirgefningarferli, spyrja foreldra sína, afa og ömmur, ""hvurslags erkifífl voruð þið að trúa öllum lygum sem að ykkur var rétt.  Og þið getið ekki afsakað ykkur með að hafa ekki vitað betur"".

 

Líkindin sem ég hef rakið eru í stuttu máli þau einkenni lýðskrumsins sem höfða til ótta og fordóma, og síðan loforðið að gera landið sterkt eftir ákveðið niðurlægingartímabil að sögn lýðskrumarans, og svo er það krossferðin gegn óvininum, bögga nágrannana og eitthvað fleira.

Eins hef ég, þó meira til gamans bent á líkindi með atburðarás fyrstu valdadaga þess sem ekki má nefna og Donalds Trumps, það getur meira bara svona verið tilviljun.

Loks hef ég bent á líkindin í málflutningi þeirra sem láta glepjast, þeirra sem láta lýðskrumarann næra ótta sinn og fordóma.

 

En það er löngu orðið tímabært að benda á líkingu áróðursins, hvernig röngu upplýsingum er dreift, og rangri heimsmynd haldið að fólki.  Reyndar aðeins að tæpa, þetta er efni í ítarlegri umfjöllun en aðfararorðin urðu lengri en ætlað var.

Í heimi borgarastéttarinnar sem réði öllu í vestrænum heimi á fyrri hluta 20. aldar, þar sem borgarinn lagði mikið uppúr dyggðum, og mat æru sína og heiður ofar öðru, var það eins og grænir Marsbúar að spranga niður Laugarveginn, bullið sem áróðursvél nasismans framleiddi og matreiddi ofaní fylgismenn sína.  Þá lugu menn ekki svona blákalt trekk í trekk eins og virtir innan gæsalappa fjölmiðlar hægri öfgamanna gera í dag hvort sem það er í sambandi við loftslagsvísindin, stjórnmál innanlands (USA) eða alþjóðleg stjórnmál.  Ég ætla ekki að rekja lygar nasismans, um þær hafa verið skrifaðar heilu bækurnar, og þá tækni sem að baki bjó, en munurinn er sá að þá kom þetta eins og skrattinn úr leggnum en í dag erum við svo samdauna svona umræðu að við erum því sem næst hætt að taka eftir henni.

En eitt vil ég þó minnast á og það var hvernig heimsmyndinni  var snúið á hvolf svona eins og seinna meir þegar Þjóðverjar voru orðnir saklaus fórnarlömb árásarbandalags stríðsglæpamanna og kommúnista, og í millitíðinni þegar allt sem miður fór var rakið til einhvers samsæris alþjóðasíonismans það er gyðinga.  Sem síðan var látið réttlæta ofsóknirnar á hendur þeim.  Og þegar menn eins og Churchill vöruðu við hættunni af hinni undirliggjandi illsku sem að baki bjó, þá voru þeir um leið orðnir að bæði stríðsæsingarmönnum, og stríðsglæpamönnum.

Við þekkjum þetta í dag, kinnroðalaust er því haldið fram að afleiðingar frjálshyggjunnar, óheft auðsókn auðmanna og og útvistun þeirra á störfum til þrælabúða þriðja heimsins með öllum þeim neikvæðum afleiðingum sem það hefur haft á líf og kjör vinnandi fólks, sé demókrötum að kenna, þeir hafi alið upp og fóstrað frjálshyggjuskrímslið.  Og er þetta ekki krötum og vinstri mönnum að kenna í Evrópu?

Síðan heita gerendur hins svarta fjármagns Hillary (xxxxx) Clinton og Hassan Obama.  Rót rógsins er að Obama var forseti demókrata en ekki Rebúblikana, og Hillary líklegasti keppinauturinn sem og varð.  Útfrá því var spunnið en þau geta huggað sig við að mjög svipaður spuni var spunninn gegn þeim Churchill og Roosevelt.  Því þar lærðu hægri öfgamenn spunann.

 

Þegar smiðjan er þekkt, þá þarf enginn að vera hissa á afurðinni.

Spurningin er bara hvort menn hafi kjark til að horfast í augun við hana.

Illskuna sem drífur þetta lið áfram. 

Púkar þurfa ekki að vera með horn og hala til að þekkjast.

Þeir þekkjast á verkum sinum, á hugmyndaheim sínum.

 

Það er gróði í stríði, þess vegna fjármagnaði hið skítuga fjármagn Hitler á sínum tíma.

Þess vegna er Donald Trump fjármagnaður í dag.

Það er bissness tækifæri í lofslagshörmungum og fjármögnun frjálshyggjunnar var góður bissness.

Skítt með afleiðingarnar, Mammon blessar gróðann.

 

Svona er heimurinn í dag.

Ekki félegur, en samt hefur vonin um betri heim aldrei verið öflugri.

Ekki bara vegna þess að kosturinn við hreinræktuð illfylgi er sá að þegar þau afhjúpa sig, eins og þau hafa gert núna síðustu misserin, að þá bregður fólki við hina myrku ásjónu, og það vaknar af blekkingarsvefni sínum.

Heldur vegna þess að eina lausnin er siður, byggður á mannúð og mennsku.

Siður sem viðurkennir að við erum öll eitt, og skilur að enginn getur lifað góðu lífi nema hann viðurkenni rétt náungans til þess sama, og geri honum það kleyft.

 

Það er kosturinn við þetta stríð.

Það nærir vonina.

 

Það vantar aðeins trúna, þá er sigur í höfn.

Kveðja að austan.


mbl.is Sakar Fox News um lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þú meikaðir sens fyrir nokkrum árum en í dag er það önnur saga :-(

Hvað kom eiginlega fyrir þig?

Helgi (IP-tala skráð) 2.2.2017 kl. 07:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já svona er þetta Helgi, ótrúleg þolinmæði samt sem þú býrð yfir.

Aðdáanleg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.2.2017 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 2022
  • Frá upphafi: 1412721

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1775
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband