Eina spurningin um Þorgerði.

 

Er hvort hún sé í vasa peningavaldsins.

Eða hvort sé sjálf með vasa.

 

Auðvitað gengur hún ekki gegn hagsmunum stórútgerðarinnar.

Í anda Margrétar Thatchers á að svelta sjómenn til hlýðni í eitt skipti fyrir allt.

Sama hver fórnarkostnaðurinn annars er fyrir samfélagið, fyrir heimili, fyrir vinnandi fólk.

Enda er síðasta hugtakið í munni elítunnar um margt svipað og orðið paysan í munni franskra aðalsmanna fyrir daga stjórnarbyltingarinnar.  Það ágæta orð notaði elítan um smábóndann, sem auðlegð þeirra byggðist á, en kom úr þeirra munni eins og eitthvað sem var skynlausara en skepnan.  Enda haft eftir aðalskonu einni nafngreindri þegar hún sá fjóra hesta slíta sundur einn slíkan fyrir einhver uppsteit, hvort þetta væri ekki slæm meðferð á vesalings hestunum.

 

Löngu er gleymd sú staðreynd að stórútgerðarmenn eru þjónar samfélagsins, þeim var treyst fyrir auðlindinni í sjónum.

Enda er ekki til no such thing as society sagði idealið Frú Thatcher eitt sinn.

Veið eigum, við megum, við ráðum.

 

Svona er Ísland í dag.

Enda kannski við öðru að búast þegar þjóðin kaus kosningabandalag Vinnuveitandasambands Íslands og Viðskiptaráðs Íslands inná þing til að standa fyrir umbótum á stjórnkerfinu.

Restin af andófinu gegn auðráninu fór síðan í flokkinn um netfrelsið, sem ber nafn sitt af þekktri niðurhalssíðu.

 

Vissulega er uppskeran í ætt við sáninguna.

Og alveg ljóst að enginn var blekktur fyrir kosningar, og ekki er hægt að saka neinn flokk um að hafa náð áhrifum með lýðskrumi eða popúilisma.

Þetta er fólkið sem þjóðin vill í raun, og í raun á að þakka að til sé á Alþingi manneskja sem lætur sig kjör venjulegs fólks varða.

 

Kannski sjáum við í Lilju framtíðarleiðtoga þjóðarinnar.  Við virðist alltaf viss skörungsskapur fylgja þingmönnum með þessu nafni.

Vonandi lætur hún ekki staðar numið.

Masminni mál hafa verið tilefni vantrausts.

 

Ekki að ríkisstjórnin skipti sér að kjaradeilum.

Heldur að ríkisstjórnin skuli láta handhafa gjafakvótans komast upp með hegðun sína.

 

Nú er lag.

Í auðninni, í tómarúminu, þarf ekki háa rödd til að heyrast.

 

Kannski er ný Lilja meðal vor.

Kveðja að austan.


mbl.is Fyrirhuga hvorki lög né aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 702
  • Sl. sólarhring: 762
  • Sl. viku: 6286
  • Frá upphafi: 1400225

Annað

  • Innlit í dag: 641
  • Innlit sl. viku: 5405
  • Gestir í dag: 608
  • IP-tölur í dag: 594

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband