Hver hefur áhyggjur af heimilum??

 

Alþingi, ríkisstjórnin, forsetinn??

 

Hver kemur fórnarlömbum þvermóðsku útgerðarinnar til bjargar??

Hver lætur sig hag náungans varða þegar hann á ekki heima í næsta húsi eða langt í burtu í Fjarskaistan, heldur út á landi, er landsbyggðarmaður??

 

Þarf þessi náungi okkar að klæða sig í evrubúning til að hósti heyrist á skrifstofu ASÍ, eða læra sýrlensku svo honum verði boðið á Bessastaði?

Eða þarf hann að kvarta yfir að hann hafi ekki lengur efni á ókeypis niðurhali (gerist oft þegar fólk lendir í fjárhagserfiðleikum og missir húsið sem netið er tengt við) til að Píratar rumski við sig, eða þarf hann að hafa samband við miðil svo einhver skilaboð komi frá Samfylkingunni?

 

Allavega er ljóst að ekkert mun heyrast frá ríkisstjórninni því stórútgerðin hefur gefið það út að núna eigi endanlega að berja sjómenn til hlýðni.

Henni finnst ekki nóg að geta rekið þá fyrir hin minnstu andmæli eða mögl og bundið þá hnúta að þeir fá hvergi vinnu hjá öðrum útgerðum, hún vil líka taka af þeim verkfallsréttinn.   Og þar sem hún getur ekki tekið Trump á það, þá er næst besta leiðin að svelta þá til hlýðni.

Og gegn þeim vilja fer ríkisstjórnin ekki, þetta fólk er jú allt í sama liðinu.

 

Svona er Ísland í dag.

Þjóðin er í vasa fjármálajöfra sem fáu eira.

Manna sem syngja núna hástöfum, "You ain´t see nothing yet".

 

Mogginn á hins vegar heiður skilinn fyrir þessa frétt sína, honum er ekki alls varnað, kannski í raun síðasti málsvari hins venjulega fólks.

Hér á Styrmir skjól, og stundum vaknar Penninn uppí Móum í því skapi að hann heldur að hann sé arftaki þeirra Bjarna og Óla, kristilegur íhaldsmaður sem vill land og þjóð vel.

Að allt eigi að blómstra, ekki bara aurinn, og ekki bara fjármenn.

 

Deila þessi er hins vegar auðleyst.

Útgerðin, og þá líka stórútgerðin, veiðir fiskinn í sjónum í umboði þjóðarinnar.

Axli hún ekki ábyrgð á eðlilegum samskiptum við vinnufólk sitt, þá á að svipta henni því umboði. 

Taka einn Trump á hana.

 

Ríkisstjórnin þarf bara að koma þeim skilaboðum áleiðis, og málið er dautt.

Það yrði samið á morgun,.

Í millitíðinni á ríkisstjórnin að setja bráðabirgðalög þar sem viðbótar auðlindagjald er sett á stórútgerðina, því hún ber ábyrgð á hinu meinta svelti, og því gjaldi á að ráðstafa til allra þeirra sem sárt eiga um að binda vegna þessa verkfalls.

 

Örfáir eiga ekki að komast upp með að valda fjöldanum skaða.

Svo einfalt er það.

 

Líklegt??

Ja, Bjarni og Benni frændi hafa sýnt ýmislegt síðustu sólarhringana að þeir séu sjálfstæðir menn.

Eru ekki skriðmenn.

 

Allavega það er mál að linni.

Og það þarf fólk til.

 

Það hlýtur að leynast einhvers staðar.

Og það hlýtur að stíga fram.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Áhyggjur af heimilunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband