Eng­in for­dæmi í nú­tíma­sög­unni.

 

Segir sagnfræðingur um einræðistilburði Donalds Trump.

Er þá líklegast að vísa í sögu Bandaríkjanna því þar hefur aldrei áður lýðskrumari brotist til valda.

 

En sagan þekkir þessa atburðarás mæta vel.

Maðurinn sem ekki má nefna var fljótur að skipa út reyndum hershöfðingjum úr herráði sínu, setti í stað þess brúður sem sögðu Já.

Reyndar skipaði hann bókstaflega hægri hönd sína í herráðið, og þá þurfti sú vinstri að fylgja líka eðli málsins vegna.

 

Hvað um það, það er hvorki logið uppá Trump eða söguna.

Sagan endurtekur sig þegar hún á annað borð hefur hafið endurtekningarferli sín.

Trump endurtekur hegðunarferli sitt úr viðskiptalífinu.

Þar var hann einráður.

 

Bæði sagan og Trump eru orðin svo fyrirsjáanleg að gamla vísan, "hvað svo verður, veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá" er orðin úrelt þegar menn geta sér til um framtíðina.

Varðandi söguna þá má fletta uppá blaðsíðunni í mankynssögu AB sem segir frá atburðum ársins 1933 í ákveðnu landi Evrópu, og einhver hlýtur að hafa reiknað út tíðni brottrekstra Trumps, það er hvað liðu margar mínútur á milli þess sem hann rak fólk.

 

Svo þó fordæmin séu ekki til staðar í bandarískri stjórnmálasögu, þá er samt ekkert í atburðarrás síðustu daga sem kemur á óvart.

Eiginlega er það eina sem kemur á óvart er hvað allt er fyrirsjáanlegt.

Hvenær svo bálurinn og brandurinn skellur á, er erfitt að tímasetja.

Trump á jú eftir að standa af sér gagnsókn lýðræðisins.

 

Sagan segir að hann geri það.

En það er ekki allir sammála henni.

 

Þar af margir í USA.

Kveðja að austan.


mbl.is Hægri höndin eykur vald sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú þreytist ekki á þessum Hitlersórum þínum.

Af skrifum þínum að dæma hefur þú enga hugmynd um hvernig þjóðaröryggisráð er skipað eða hveert hlutverk þess er.

Þess má til gamans geta að við Íslendingar eru með þjóðaröryggisráð með engum hermönnum.

.

Það er ekki eins og að þetta fyrirkomulag sé eitthvað sem hefur verið við lýði síðan land byggðist.

Obama kom þessu fyrirkomulagi á árið 2009.

Fyrir þann tima samanstóð þjóðaröryggisráðið af yfirmönnum fimmtán ráðuneyta ,varaforseta og dómsmálaráðherra.

Obama breytti því þannig að inn í ráðið komu öryggisráðgjafar forsetans, æðsti yfirmaður hersins og leyniþjónustunnar.

Þessar stofnanir eru samt til aðskildar,þó undarlegt sé.

Það sem Trump gerir er að hann hendir út fulltrúa hersins og leyniþjónustunnar,en setur inn eigin fulltrúa í ráðið.

Aðrar breytingar eru ekki á skipan ráðsins.

Er endilega öruggt að fyrirkomulag Obama hafi verið þeð besta.

Þjóðaröryggisráðið er ekki fagráð heldur eru þar teknar pólitískar ákvarðanir,meðal annars um stríð og frið og þar er líka mörkuð stefnana gagnvat öðrum þjóðum.

Herráðið og leyniþjónustan þjónusti svo ráðið með tæknilegar upplýsingar og er kallað til eftir þörfum og hvert málefnið er.

Frá mínum bæjadyrum séð eru herinn og leyniþjónustan þjónustustofnanir fyrir lýðræðislega kjörna fulltrúa,en ekki þeir sem eiga að taka ákvarðanir um þessi mál.

Ég verð nú að segja að þetta fyrirkomulag virðist lýðræðislegra en það gamla.

Þú mátt ekki gleyma a Trump komst til valda eftir kosningar,en ekki með valdaráni þó að Demokratar líti á það sem valdarán ef þeir eru ekki kosnir.

Bandaríska forsetaembættið er mjög valdamikið ,en oftast hafa forsetar samt stuðst við þingið í aðgerðum sínum.

Bush markaði nýja stefnu í þessu og Obama bætti um betur og stjórnaði meira með tilskipunum en aðrir forsetar hafa gert.

Eftir að Trump var kosinn forseti fór Obama svo hamförum í tilskipunum af ýmsu tagi.

Ólýðræðislegra getur það ekki orðið.

Það var búið að hafna stefnu Demokrata ,bæði í forsetakosningum ,sveitastjórnastigi og þingi.

Obama dælir svo bara út tilskipunum eins og enginn sé morgundagurinn eftir að það var búið að hafna hans frambjóðanda.

Talandi um Hitler.

Það sem þú ert að kóa með er hjörð ólýðræðislega sinnaðs fólks sem er viti sínu fjær af heift af því það er að missa völd sem það hefur í mörgum tilfellum haldið í meira en tuttugu ár.

Sá sem síðast hreinsaði stríðsgróðaliðið út úr stjórnkerfinuu var Ronald Regan ,enda fékk hann sæmilega á baukinn. Síðan þá hefur þetta lið komið sér fyrir aftur og árlega hefur það sogið eina trilljón dollara út úr ríkissjóði Bandaríkjanna. Þetta eru miklir peningar og ekki nema von að þeir hafi hátt þegar það er verið að svifta þá þessari tekjulind.

.

Ekki veit ég frekar en þú hvernig Trump tekst til með þetta,en líkurnar á að þetta vesni frá því sem nú er, eru ekki miklar.

Mér er sífellt undrunarefni þessi stuðningur góðs fólks við þetta stríðsglæpalið sem nú loksins er að hrökklast frá völdum eftir að hafa valdið ósegjanlegum þjáningumm og dauða milljóna manna um allan heim.

.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 16:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgþór.

Það er mér sönn ánægja að gefa þér vettvang til að ræða skoðanir þínar á félaga Trump.

En einhvers staðar annars staðar áttu einu Og-i að svara, það er svona ákveðin prófraun hvort þú haldir þræði.

Rökþræði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2017 kl. 16:31

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Heyrðu annars, ég verð að spyrja þig nánar út í eitt.

Þú segir að Reagan hafi hreinsað út stríðsgróðaliðið, það er hann hafi verið sá sem gerði síðast á undan félaga Trump.

Ertu þá að gefa í skyn að Reagan hafi náð að verða kjörin forseti aðeins með stuðningi mafíunnar??

Kom hvergi peningur annars staðar frá??

Ég bara verð að fá að vita þetta, ég hef sjaldan orðið eins hrifinn af nokkurri staðhæfingu eins og þessari, þó hef ég margar góðar lesið.

Og ef þú ert ekki með textann tilbúinn Borgþór, þá getur þú látið það duga að fræða mig um þetta eina atriði.

Aftur kveðjan,

að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2017 kl. 17:25

4 identicon

Ég vissi ekki að hann hefði haft stuðning mafíunnar.

Lát heyra.

"En einhvers staðar annars staðar áttu einu Og-i að svara, það er svona ákveðin prófraun hvort þú haldir þræði."

Ég skil ekki þessa setningu. Mér sýnist hún ekki samræmast íslenskum málvenjum.

.

Ég rakst á þessa setningu í textanum hjá þér .

"Reyndar skipaði hann bókstaflega hægri hönd sína í herráðið, og þá þurfti sú vinstri að fylgja líka eðli málsins vegna"

Í ákafanum hefur þú ruglað saman Herráðinu og Þjóðaröryggisráðinu. Það var ekki verið að skipa í Herrráðið í þetta sinn.

.

Ég mæli eindregið með að þú aflir þér lágmarksþekkingar á þeim málum sem þú ert að fjalla um í stað þess að lepja bara upp strámenn sem framleiddir eru af fólki sem eru að missa spenana sem það hefur sogið árum saman.

.

Aðal tilefni skrifa minna er samt að það er orðið stórkostlegt áhyggjuefni hvernig þetta Hitlerskjaftæði er farið að tröllríða orðræðu fólks sem telur sig vera vinstrisinnað.

Allir eru orðnir Hitler í dag ,ef þeir lúta ekki ströngustu kröfum þessa fólks.

Þetta gekk meira segja svo langt að grandvar og góður maður eins og Stefán Ólafsson reyndi að telja okkur trú um að Sigmundur Davíð væri Nasisti.

Þetta kjaftæði er farið að standa allri eðlilegri umræðu fyrir þrifum.

Og þú hefur ekki einu sinni fyrir að útskýra hvað þér finnst líkt með Hitler og Trump.

Þú segir einfaldlega að hann sé eins og Hitler og málið dautt. Engin rök ,sem þú þykist þó vera svo hrifinn af.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 17:56

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú ekki gott að heyra að þú skulir ekki þekkja til bakgrunns Reagans Borgþór.

Og ef þú vissir það ekki og hann naut ekki stuðnings stríðsgróðamafíunnar, hver hélstu þá að hefðu fjármagnað kosningabaráttu hans??

Verkalýðsfélögin?

Og já, það var þarna eitt Og eftir, það er nú þannig að ef menn eru læsir, þá búa þeir sér ekki til rök, og rífast við þau, og segja síðan; þarna tók ég þig maður.

Það er allavega ekki gáfulegt hefði ég haldið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2017 kl. 20:20

6 identicon

Mér er eiginlega alveg sama hver fjármagnaði Regan,maðurinn er löngu dauður en verkin lifa.

Ástæðan fyrir því að ég kýs Trump er ekki sú að ég sé svo hrifinn af honum,heldur sú að mótframbjóðandi hans var algerlega siðlaus.

Án nokkurs vafa er hún lang stærsti mútuþegi allra tíma.Og verkin sem hún vann til að uppfylla samningana við mútugreiðendurna eru ógeðfelld í meira lagi.

Stærsti greiðandinn var Saudi Arabia,hvert skyldi endurgjaldið hafa verið.

Nú er búið að loka Clinton sjóðnum. Af einhverjum ástæðum eru Saudar og aðrir hættir að hafa áhuga á að gefa til góðgerðarmála.

.

Það er aldrei gott að átta sig á hvað stjórnmálamenn gere þegar þeir komast til valda,þannig að við neyðumst til að fara eftir því sem þeir lofa eða því sem þeir hafa gert áður.

Trump lofaði að hætta að styrkja hryðjuverkamenn í Miðausturlöndum

Hillary lofaði að auka stuðninginn við þá. Þarna fær Hillary - frá mér.

.

Trump lofaði að reyna bæta samskiftin við Rússland

Hillary lofaði að gera þau enn verri,jafnvel þó það jaðri við stríð nú þegar. Hillary fær stórann mínus af því stríð milli þessara þjóða er mjög hættulegt svo ekki sé meira sagt.

Friðarsinninn og nóbelsverðlaunahafinn notaði síðustu andköfin í embætti til að bæta við 5000 tonnum af hergögnum á landamæri Rússland.

.

Án nokkurs vafa hefur Trump sært einhverja Muslima með þessu ferðabanni,en mér finns einkennilegt að þeir sem míga niður úr af þessu tilefni sjá ekkert athugavert við það að þessi hjú skildu starta stríðum í miðausturlöndum sem hafa nú þegar kostað meira en hálfa milljón manna lífið og milljónir á vergangi.

Ég get ekki séð að þér þyki neitt að því heldur.

Þið væruð fín saman þú og Hillary ,klappandi eins og smástelpur á popptónleikum yfir myndbandinu þegar lýðurinn stakk spýtu upp í rassgatið á Ghaddafi og drap hann síðan.

Og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna,eins og sagt er.

Allavega gripu þeir ekki í píkuna á honum,sem hefði jú verið óverjandi móðgun. 

Ég veit satt að segja ekki hver fjandinn hefur komið fyrir hina svokölluðu vinstrimenn í þessu aumingja landi.

Ég átti því láni að fagna að kynnast mönnum eins og Lúðvík Jósefsyni ,Bjarna Þórðarsyni og Þórði bróður hans í Neskaupstað.

Þetta voru óvenjulegir mannkostamenn og var Þórður þeirra mestur.

Ég kaus þessa menn meðan leiðir lágu saman ,enda augljós kostur.

Ég er þess fullviss að þessir menn hefðu ekki haft geð í sér til að snerta Hillary eða Obama með spýtu ,hvað þá meira.

Þetta voru mannvinir sem bundu ekki trúss sitt við morðingja af því tagi.

Nú eru uppi öðruvísi "vinstri " menn sem ekki er nokkur leið að kjósa með góðri samvisku.

.

.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 23:13

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja Borgþór.

Ég held að það sé fræðilega útilokað af nokkrum ástæðum að þú hafir kosið þá Bjarna og Lúðvík, eða þekkir til mannkosta Þórðar.

En það er svona smáatriði sem koma upp um mann þegar maður veður á súðnum.  Þú veist í raun ekkert um Reagan en samt lætur þú það út úr þér að hann hafi hreinsað stríðsgróðaliðið út úr stjórnkerfinu.  Ég hef svo sem lítið skipt mér af því sem þú hefur sagt, lék reyndar smá forvitni hvort þú héldir þræði og gætir svarað einföldum spurningum sem reyndi á þekkingu, gerði það í fyrsta pistlinum sem þú heiðraðir mig með návist þinni, og jæja, það gekk eins og það gekk.

En ég gat ekki annað en athugað hvort þú vissir um hvaða öfugmæli fólust í þessari fullyrðingu þinni um Reagan, ég hef sjaldnast rekist á stærri.  Og fyndnari.  Það er sök séð að þú hafir ekki fylgst með fréttum um boðaða hernaðaruppbyggingu Trumps, eða vitir ekki hvaða lið hann umgengst þessa dagana, en Reagan er legend, og menn segja ekki hvað sem er um hann.

Samt sem áður Borgþór þá er gaman að fá þig í heimsókn, megir þú heiðra mig sem oftast, þú ert svona ..., hvað segir maður, viss upplýsingaveita fyrir mig.

Og hörkuduglegur.

Megir þú hafa það sem best.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2017 kl. 07:42

8 identicon

Það var ágætt að fá þetta svar.

Þú ert greinilega einn af þessum ofurgáfuðu mönnum sem veit betur hverja ég þekki en ég sjálfur.

Reyndar er það þannig í minningunni hjá mér að ég hafi búið á Miðstrætinu í sama húsi og Lúðvík á timabili ,í þriðja húsi frá Lilla Matt ef pósthúsið er talið með.

En fyrst þú segir það ,hlýtur það að vera einhver misskilninngur.

Ég ætla samt að reyna fletta þessu upp. Ég átti nefnilega íbúðina,svo það hljóta að vera til einhverjir pappírar yfir þetta.

.

Það er augljóst að hvorugur okkar hefur náð að tileinka sér mannkosti Þórðar þrátt fyrir viðkynningu,enda sætum við þá ekki hér og hreittum ónotum hvor í annan.

Þórður var síðasti maður sem ég kvaddi á Norðfirði þegar ég flutti þaðan fyrir 31 ári síðan.

Ég man þetta samtal orðrétt ennþá og mun sennilega aldrei gleyma því.

Þórður var ólíkur öðrum mönnum sem ég hef kynnst.

Mér þykir miður að ég hafi dregið nafn hans inní þetta kjaftæði

.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2017 kl. 10:10

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Borgþór, hvernig þú spamar upplýsingar af bullsíðum bendir til þess ungæðisháttar að mjög ólíklegt væri að þú hefðir þann aldur til að þekkja þessa heiðursmenn. Og ef þú hefðir þekkt þá og borið skynbragð á eðliskosti þessara manna, þá værir þú ekki í þeim félagsskap sem þú ert núna.

Það þarf engar ofurgáfur til að sjá það en auðvitað hafði ég ekki hugmynd um fyrri dvalarstaði þína, hvað þá núverandi, og notaði því orðið fræðilega útilokað sem segir ekki neitt til um vissuna, en er ágætt til að erta.

Og það er gott að þú skulir hafa áttað þig á að hafa dregið nafn Þórðar inní þessa umræðu, hvorki lífs eða liðinn vill hann vera bendlaður við málflutning þinn.

Síðan er ég ekki að hreyta í þig ónotum nema að vissulega örlaði fyrir pirring hjá mér þegar sama klausan kom aftur og aftur eins og eitthvað tölvuforrit væri að drekkja síðunni.  En þá var ég nú aðallega að tala um hið siðlausa fjármagn þó þú hafir kosið að móðgast fyrir þess hönd.

Það er ekki mér að kenna að þú ert að verja hreinan viðbjóð með fölskum upplýsingum matreiddum af hægriöfgum, og þá eru staðreyndarvillunnar minnsta málið heldur samhengið sem réttum upplýsingum er komið í, og það er ekki mér að kenna að þú takir það nærri þér þó ég hafi tvisvar eða þrisvar bent á eðli þessa viðbjóðs. 

Ef þú ert eitthvað viðkvæmur fyrir ábendingum mínum um læsi, þá er það bara þannig að þegar menn ráðast inná síðu mína með látum, með misfögrum ummælum um mig, að þá kann ég betur við að ef það er ætlast til að ég svari þeim í einhverju, að þeir ræði þá það sem ég segi í pistlum mínum, en ekki sína upplifun og skrifi síðan heljarlesningu þar um, og vegi hana svo síðan með rökfærslu sinni. Síðast þegar ég vissi þá er þetta dæmi um ólæsi og ég benti ekki á þetta fyrr en ég ítrekað gaf þér tækifæri að ræða mín orð, en ekki þín.

Hafi móttökurnar ekki verið þér að skapi, þá segi ég við þig það sama og marga aðra sem hafa gripið til kveinsins, að í upphafi skyldu þeir endinn skoða,  góð regla sem hefur mikið að segja til um móttökurnar í þessu húsi átakanna.

Hins vegar stend ég við lokaorðin í kveðju minni hér að ofan.

Megir þú hafa það sem best, og þú ert alltaf velkominn í heimssókn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2017 kl. 10:51

10 identicon

 Þetta frumhlaup þitt að reyna að segja mér hverja ég þekki er aðeins staðfesting á að þú hefur enga rænu á að hugsa um havað þú ert að segja ,og bullar bara einhverja vitleysu til að segja eitthvað.Hefur enga rænu á að afla þér upplýsinga áður en þú talar og hirðir ekkert um staðreyndir.

Það er í hnotskurnn sem ég hef lært af þessu.

.

Sama gildir um samlíkingu þína milli Trumps og Hitlers,sem var aðal og raunar eina umkvörtunarefni mitt.

Þú hefur ekki ennþá komið með neitt sem réttlætir þessa samlíkingu eða rennir stoðum undir hana.

Hún virðist líka vera enhverskonar blaður ,sem þú getur ekki með neinu móti rökstutt.

.

Ég er enginn sérstakur talsmaður Trumps,en ég er talsmaður þess að menn reyni að halda sig við þær staðreyndir sem menn vita bestar þegar þeir tala eða skrifa og setji þæer fram með skýrum hætti.Eins og gengur þá geta menn túlkað atburði og menn með ýmsum hætti ,og stundum hafa menn ekki aðgang að réttum upplýsingum,en það er lágmarkskrafa að ásökunum af því tagi sem þú viðhafðir fylgi einhverskonar skýring á þeim.

Með öðrum orðum ,að þau séu ekki eingöngu rógburður án skýringa.

.

Eins og við höfum farið yfir áður var helsta umkvörtunarefni samtímamanna Hitlers sú árátta hans að útrýma og þrælka aðra kynþætti.

Við urðum sammála um ,held ég,að Trump væri ekki haldinn þessari áráttu. Þú leiðréttir mig væntanlega ef ég hef misskilið þig.

.

Annað atriði sem pirraði samtímamenn Hitler var að hann réðist sífellt inn í önnur lönd og drap og undirokaði íbúana þar.

Þetta er einmitt stefnan sem Bandaríkjamenn hafa fylgt áratugum saman ,þar á meðal Obama. Hillary lofaði í kosningabaráttunni að vikja ekki frá þessari stefnu.

Trump hefur aftur á móti sagt að hann vilji hætta afskiftum af þessu tagi,sem mér finnst jákvætt.

Trump hefur því allavega í orði ,hafnað stefnu Hitlers ,Obama og Hillary Clinton.

Hitt er svo annað að hann hefur aðeins verið forseti í nokkra daga ,og ég get ekki spáð fyrir um hvað hann muni gera á næstu árum,en það getur þú ekki heldur.

Þú hefur ekki glóru af því.

.

Líklega eru einhver atriði sem mér hefur sét yfir,en ég tel þetta vera helstu ókosti Hitlers.

.

Þegar þú ásakar einhvern um að vera Hitler verðurðu að styðjast við eitthvað sem hann hefur gert eða einhverja stefnu sem hann hefur.

Þú er ekki rökrétt að kalla einhvern Hitler bara út á einhverja hugaróra þína ,um hvað hann muni hugsanlega gera.

.

Nú skaltu setjast niður á rassgatið og gera mér og öðrum lesendum þínum grein fyrir hvað það er í gerðum eða stefnu Trumps sem gerir hann jafnoka Hitlers.

Það er alveg mögulegt að þú getir sannfært mig,eða einhvern annan lesanda þessa bloggs ef þér tekst vel upp.

Eða vera ómerkingur ella.

.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2017 kl. 13:30

11 identicon

 Þetta frumhlaup þitt að reyna að segja mér hverja ég þekki er aðeins staðfesting á að þú hefur enga rænu á að hugsa um havað þú ert að segja ,og bullar bara einhverja vitleysu til að segja eitthvað.Hefur enga rænu á að afla þér upplýsinga áður en þú talar og hirðir ekkert um staðreyndir.

Það er í hnotskurnn sem ég hef lært af þessu.

.

Sama gildir um samlíkingu þína milli Trumps og Hitlers,sem var aðal og raunar eina umkvörtunarefni mitt.

Þú hefur ekki ennþá komið með neitt sem réttlætir þessa samlíkingu eða rennir stoðum undir hana.

Hún virðist líka vera enhverskonar blaður ,sem þú getur ekki með neinu móti rökstutt.

.

Ég er enginn sérstakur talsmaður Trumps,en ég er talsmaður þess að menn reyni að halda sig við þær staðreyndir sem menn vita bestar þegar þeir tala eða skrifa og setji þæer fram með skýrum hætti.Eins og gengur þá geta menn túlkað atburði og menn með ýmsum hætti ,og stundum hafa menn ekki aðgang að réttum upplýsingum,en það er lágmarkskrafa að ásökunum af því tagi sem þú viðhafðir fylgi einhverskonar skýring á þeim.

Með öðrum orðum ,að þau séu ekki eingöngu rógburður án skýringa.

.

Eins og við höfum farið yfir áður var helsta umkvörtunarefni samtímamanna Hitlers sú árátta hans að útrýma og þrælka aðra kynþætti.

Við urðum sammála um ,held ég,að Trump væri ekki haldinn þessari áráttu. Þú leiðréttir mig væntanlega ef ég hef misskilið þig.

.

Annað atriði sem pirraði samtímamenn Hitler var að hann réðist sífellt inn í önnur lönd og drap og undirokaði íbúana þar.

Þetta er einmitt stefnan sem Bandaríkjamenn hafa fylgt áratugum saman ,þar á meðal Obama. Hillary lofaði í kosningabaráttunni að vikja ekki frá þessari stefnu.

Trump hefur aftur á móti sagt að hann vilji hætta afskiftum af þessu tagi,sem mér finnst jákvætt.

Trump hefur því allavega í orði ,hafnað stefnu Hitlers ,Obama og Hillary Clinton.

Hitt er svo annað að hann hefur aðeins verið forseti í nokkra daga ,og ég get ekki spáð fyrir um hvað hann muni gera á næstu árum,en það getur þú ekki heldur.

Þú hefur ekki glóru af því.

.

Líklega eru einhver atriði sem mér hefur sét yfir,en ég tel þetta vera helstu ókosti Hitlers.

.

Þegar þú ásakar einhvern um að vera Hitler verðurðu að styðjast við eitthvað sem hann hefur gert eða einhverja stefnu sem hann hefur.

Þú er ekki rökrétt að kalla einhvern Hitler bara út á einhverja hugaróra þína ,um hvað hann muni hugsanlega gera.

.

Nú skaltu setjast niður á rassgatið og gera mér og öðrum lesendum þínum grein fyrir hvað það er í gerðum eða stefnu Trumps sem gerir hann jafnoka Hitlers.

Það er alveg mögulegt að þú getir sannfært mig,eða einhvern annan lesanda þessa bloggs ef þér tekst vel upp.

Eða vera ómerkingur ella.

.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2017 kl. 13:50

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Kæri Borgþór minn.

Ég hleyp ekki á mig, ég er aðeins mis illkvittinn þegar ég kem því áleiðis sem ég vil koma áleiðis.

Síðan verð ég bara að ítreka við þig að lesa, eða læra lesa eftir því hvort á við, og lesa þau atriði sem ég ber saman, ekki þau sem þú berð saman.

Spurðu svo og kannski ég nenni að svara, það fer eftir því hversu vitræn athugasemd þín er.  Og taktu það ekki persónulega, það er eiginlega ekki stefna mín að ræða við félaga mín til hægri um væntanlegt Harmageddon ef þeir ná ekki að segja eitthvað sem vekur áhuga minn.  Þakka þeim bara fyrir innlitið, eða stríði smá eftir atvikum.

Ég er að þessum skrifum til að vekja hugsandi fólk til umhugsunar, Moggabloggið er kannski ekki réttur vettvangur til þess, en þetta er minn staður, og hér blogga ég með mörgum heiðursköllum, og kellum þó færri séu, sem allflestir sjá Trump öðrum augum en ég.  Þeir eru ekkert verri fyrir það, oft mjög gefandi að lesa skrif þeirra, en þegar ég er ósammála þeim þá hvarflar ekki að mér að ryðjast með skömmum inná bloggið þeirra og segja þeim til meintra synda.

Og eitt enn, hvar áttu að lesa, það þarna eitt Og sem lá þarna ósvarað og síðan nýttir þú þér ekki aðstoð mína þegar ég sýndi þér hvernig spurningum er svarað..

Hinsvegar upplýstir þú mig um það að þú vissir ekki neitt um Reagan og reikna ég því með að þú hafir óvart tekið hann sem dæmi um manninn sem hreinsaði út stríðsgróðafólk.  En að þú sjáir bara Mikka Mús og Andrés Önd þegar heimurinn sér stríðsgróðaliðið labba um með Trump, það er mér hins vegar mikil ráðgáta.

Eitt enn Borgþór, ég hef aldrei líkt saman Trump og Hitler, skil ekki hvernig það hefur hvarflað að þér.  Í mínum huga er Hitler sunnudagsskólastrákur miðað við Trump.  Hitler átti sér þó þá afsökun sem var hugmyndafræðilegt ofstæki.

Trump á sér enga afsökun.

Sjúkleg gróðafíkn og siðblinda er ekki afsökun. 

Það er bara tær illska.

Þegar slíkt er nýtt til að koma siðmenningunni á kné.

Svo að lokum ætla ég að ítreka það sem ég sagði að ofan, hafðu það sem best og vertu alltaf velkominn hér á bloggið, þó smá frí sé framundan því i pistli dagsins náði ég að segja allt það sem ég sagt vildi hafa í bili um Ógnina frá hinu svarta fjármagni Wall Street.

Kominn í síðvetrarfrí.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2017 kl. 13:57

13 identicon

Til hamingju með valið.

Þú hefur tekið þann kostinn að vera ómerkingur.

Líklega var það, það eina sem þú gast gert hvort sem er.

En svona fer þegar þú lætur út úr þér einhverja vitleysu og getur svo ekki staðið við neitt sem þú segir.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2017 kl. 01:42

14 identicon

Sæll.

Þá er Borgþór að upplifa það sem ég hef upplifað varðandi Ómar: Hann getur ómögulega svarað málefnalega heldur fer út um víðan völl.

Borgþór er að reyna að eiga við þig málefnalegar viðræður. Hvers vegna getur þú ekki rætt við hann efnislega? Getur þú það ekki eða viltu það ekki?

Helgi (IP-tala skráð) 2.2.2017 kl. 07:35

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Váá, þarna tók ég hann, bæði hælkrókur og sniðglíma í einu.

En ég vona að þér hafi ekki orðið illt af byltunni Borgþór, og þar sem ég er í eðli mínu frekar góðgjarn, þá ætla ég að kenna þér þá tækni sem maður notar þegar maður glímir við aðra.  Það er mjög gott að nota kópý og peist skipuna til að taka það út sem maður vill ræða frekar, og til að sýna þér hvernig hún virkar þá skal ég kópa og peista þegar ég kenndi þér að svara spurningum, þó þú hafir reyndar ekki nýtt þér þá kennslu.

Ég skal gefa þér smá hint hvernig spurningum er svarað; Ríki súnna sem innheimta trúleysingjaskatt eða drepa þá ella eru:  x,x,x,x.  Eða nei ég er ekki að tala um nútímann heldur skattastefnu Araba, og já ég veit hvernig krisntin breiddist út á svipuðum tíma eða seinna þegar krisntir fóru í krossferðir til .....   Þeir útrýmdu .......  sem voru fyrir.  Lögðu engan skatt á.

Þetta er ekki mjög flókið og núna skulum við æfa okkur smá úr fyrsta pislti mínum af þremur um hin sláandi líkindi sögunnar, ber niður í lýsingunni á áróðurtækni þess sem ekki má nefna.

Ein af uppáhalds áróðursaðferðum xxxx var þessi: Ef þú ætlar að ljúga einhverju á annað borð, taktu þá nógu stórt upp í þig og hikaðu ekki við að endurtaka það. Hugmyndin á bak við þessa aðferð var var sú að múgurinn léti fremur stjórnast af tilfinningum en vitsmunum.

 

Tilvitnunin er vissulega mun stærri en eftir henni hnykki ég á nútímanum; "Er bara ekki hægt að taka út nafnið sem má ekki nefna, og setja Trump í staðinn, og er þá ekki komin meint lýsing á kosningabaráttu hans.".

Rek síðan í stuttu máli líkindin.

En ég valdi þennan hluta tilvitnunar minna í Huga.is því þetta ef þú ætlar að ljúga, taktu þá nógu stórt uppí þig á svo skemmtilega við félaga Trump.  Berlínarmúrinn sem hann þóttist reisa ætti að vera nógu stór ólíkindi því margt þarfara hefur kallinn örugglega við peninga þjóðarinnar að gera, en það má víða finna slík mannvirki á landamærunum svo það var bætt í, hann sagðist ætla að láta annað ríki borga kostnaðinn.

Og veistu Borgþór, mér er til efs að sá sem ekki má nefna, hafi tekið svona stórt uppí sig, því slyngir áróðursmenn vita að á allri vitleysu þurfa að vera takmörk. Ekki að Homo Stupidos gæti ekki trúað þessu, þegar hann á annað borð hefur sest að á víðáttum forheimskunnar, heldur vegna þess að þá verða hinir trúgjörnu stuðningsmenn að algjörum viðrinum í augum vitborins fólks, eitthvað sem er fyrir neðan virðingu þess að eyða orðum á.

Þú þarft að vera mikið fífl að trúa þessum með að senda reikninginn til Mexíkó, og ef þú sért í gegnum þessa margtuggnu lygi, þá áttu að hafa dómgreind til að skilja, að sá sem laug þessu, að honum er ekkert heilagt í lygi sinni.

Allt annað sem lygarinn segir er markleysa, ekki að eitthvað af því gæti ekki verið satt og rétt, en sá sem sagði er ómarktækur.

Þú veist ekkert hvar þú hefur hann, aðeins tíminn einn sker úr um hvað hann mun gera.

En til að geta sér til um, þá skoðar maður líkindi sögunnar í trausti þess að sagan er einföld og lúti ákveðnum lögmálum. Samanber; grjót kastað í glugga, brotinn gluggi, einhver tekur upp grjót, og kastar í átt að glugga, mjög líklegt að glugginn brotni.  En þarf náttúrulega ekki að vera.  Aðeins tíminn veit.

Reikna samt ekki með að þú skiljir svona rökfærslu Borgþór, og það er allt í góðu lagi.  Ég var ekki að skrifa þessa pistla fyrir þig. 

En samt get ég ekki að því gert að ég spái í hvort þú hafir trúað þessu með að senda reikninginn, en hafðu ekki áhyggjur, ég er ekki fordómafullur, þú ert alltaf velkominn hér á þessa bloggsíðu.

Á meðan hafðu það sem best.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.2.2017 kl. 08:26

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei blessaður Helgi, alltaf gaman að lesa kveinastafi þína.

En láttu ekki svona, þó ég hafi sagt þér að ég hafi sett kvóta á sömu spurninguna, minnir að ég nenni ekki að svara henni mikið oftar en þrisvar, að þá sagði ég þér líka að þá þyrftir þú bara að virkja frumleikann þinn, og spyrja einhvers sem þú hefur ekki spurt áður, eða reynt að finna flöt á umræðunni sem við höfum ekki þegar rætt í þaula.

Þú getur það alveg, svona bara smá sjálfstraust.

Síðan máttu ekki taka það persónulega, ekki frekar en Borgþór að ég sjái ekki ástæðu til að eyða mörgum orðum í ykkur meðvirku, og það hefur ekkert með meinta fordóma að gera, ef málið væri ekki dauðans alvara, þá þykir mér margt sem þig segið vera alveg yndislegt, en það er verra en lönguvitleysa að rökræða við þá sem hafa látið glepjast af þeim sem snúa staðreyndum heimsins á hvolf, óendanleikinn dugar ekki til að takast á við heim rangfærslna og vitleysu, því þær eru bara eins og Borgararnir, þær sjálfskapa sig alltaf uppá nýtt.

Þetta vissi sá gamli með vindilinn, þess vegna skrifaði hann magnaðar greinar um eðli þeirrar illsku sem hafði risið til valda í Þýskalandi, varaði þjóð sína við henni, og hvatti hana til að vígbúast. 

Náttúrulega með engum árangri, ekki fyrr en fólk rak sig á. Og þá var leiðin í líkkistuna stutt fyrir marga.

En það er önnur saga, sögð á öðrum tíma.

En viska þess gamla er sígild, þú skattyrðist ekki við þá sem hafa yfirgefið þennan heim Homo Sapiens.

Ekki nema að sjálfsögðu að þú hafir gaman af því, en tíminn er ekki óendanlegur svo þú þarft að velja og hafna.

Og það er ekkert persónulegt við þetta val Helgi.

Svo hættu þessu væli drengur.  Gyrtu þig í brók og reyndu að segja eitthvað sem vekur áhuga minn eða forvitni, fyrst að þig dauðlangar svo til að eiga spjall við mig.

Á meðan er það friðurinn.

Og náttúrulega kveðjan.

Að austan.

Ómar Geirsson, 2.2.2017 kl. 08:48

17 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þó þú hafir orðið heimaskítsmát með Hitler og Trump samlíkinguna ,þá ertu kannski ekki með öllu vonlaus þar sem þú virðist einhvern veginn skynja að Churchill hafi verið merkilegur maður.

Reyndar er ég ekki áðdáandi hans af því hann var kaldrifjuð skepna,en hann var ótrúlega glöggur að lesa pólitíska og hernaðarlega stöðu.

Eins og þú bendir á las hann Hitler eins og opna bók ,og varaði stíft við uppgangi hans.

Hann skrifaði líka um Sovétríkin og hafði einnig rétt þar,en mér fannst tillaga hans um að ráðast á Rauða herinn meðan hann væri enn í Evrópu kaldrifjuð í meira lagi í ljósi undangenginna atburða. Ég held reyndar líka að hann hafi vanmetið hversu öflugur Rauði herinn var orðinn,bæði hafði hann orðið á að skipa úrvals hermönnum og einnig nær ótakmarkað magn af góðum vopnum.

.

En Churchill sá líka lengra fram í tímann.

Hann skrifaði líka um uppgang og eðli Islam. Það er nokkurn veginn í stíl við það sem ég skrifaði um þetta ágæta fyrirbrigði.Hann varði við að þeir gætu lagt Evrópska menningu í rúst ,sem þótti frekar einkennilegur spádómur á sínum tíma af því það var ekki hátt risið á Islam í þá daga.

.

Þó Churchill hafi verið líberalisti skildi hann samt hætturnar sem leyndust í þessari stjórnmálaviðhorfi.

Hann spáði eftirfarandi .Fasismi mun næst koma til okkar í formi Liberalisma. 

.

Og það er akkúrat það sem við höfum verið að horfa á víða í hinum vestræna heimi undanfarna áratugi.

Það sem er kannski skemmtileg tilviljun ef svo má segja,að fyrir nokkrum mánuðum létu Breskir Liberalistar hneppa mann í fangelsi sem hafði vitnað í orð Churchill um Muslima.

mlög vaxandi tilhneiging Liberalista til ritskoðunar er áhyggjuefni og var einmitt eitt af einkennum og skilyeðum fyrir uppgangi Fasisma á sínum tíma.

Borgþór Jónsson, 2.2.2017 kl. 11:23

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Borgþór.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.2.2017 kl. 12:51

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, og hafðu það sem best.

Aftur kveðja.

Að austan.

Ómar Geirsson, 2.2.2017 kl. 13:09

20 identicon

@16:

Gerist nú Ómar líka stórkarlalegur - ásamt því að vera málefnalegur. Ekkert í mínu skrifum gefur þér tilefni til þess að væna mig um að væla. Ég er einfaldlega að reyna að fá þig til að vera málefnalegan en það nokkuð sem þú getur einfaldlega ekki. Sem er leitt.

Borgþór á hér marga ágæta spretti og er í það minnsta málefnalegur og hefur haft fyrir því að setja sig inn í málin - öfugt við þig.

Þetta yfirlæti þitt virkar kannski í fjölskylduboðum en þegar þú hittir fyrir fólk sem nennir að setja sig inn í málin verða þessir taktar þínir bara barnalegir. Fattar þú virkilega ekki þegar þú ert komin út fyrir efnið eða viltu ekki viðurkenna það fyrir sjálfum þér?

Ég tek ofan af fyrir þolinmæði BJ.

Helgi (IP-tala skráð) 4.2.2017 kl. 13:23

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Kvein um kvein frá kveini til kveins.

Segðu svo að ég kunni ekki að fallbeygja Helgi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2017 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1225
  • Frá upphafi: 1412779

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1084
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband