USA corporation.

 

Eigandi nokkrir billjarðamæringar.

Starfsregla númer 1: Hlýddu, númer 2: Hlýddu. 

Starfsregla númer 3: Það eru ekki aðrar reglur.

 

Svona er nú komið fyrir lýðræðinu í Bandaríkjunum, það er í harðri sögulegri keppni við annað lýðræði, sem féll á nokkrum vikum í landi einu í Evrópu á fjórða tug síðustu aldar.

Að falla fyrr, að verða alræðinu að bráð.

 

Það fólk sem er sérstaklega áhugasamt um að slá af framtíð barna sinna, vegna þess að Trump gefur því sálardópið eina, að næra fordóma þess og ótta, það mun segja; aaha, Trump er að reka fólkið hans Obama, og það er helv. fínt hjá kallinum.

Afhjúpar þannig skilning sinn á lýðræði, að það sé ekkert annað en vald eins manns, ekki leikreglur og valdajafnvægi sem þarf að virða. 

Að það sé í raun alræði, og löngu tímabært að því sé beitt þannig.

 

Nema þetta fólk útbjó ekki stjórnskipan Bandaríkjanna.

Eða samdi stjórnarskrá þess.

Þar sem gert er ráð fyrir valddreifingu og valdajafnvægi, og grunnreglan er sú að stjórnarskrána beri að virða því hún er vörn fólksins gegn of miklum völdum einstaklingsins, gegn alræðinu.

 

Og samkvæmt bandarískri stjórnskipan ber dómsmálaráðherra landsins skylda til að standa vörð um að stjórnkerfið, þar á meðal forsetinn, fari að lögum.

Dómsmálaráðherra sór stjórnarskránni eið sinni, ekki forsetanum.

Og forsetinn rekur ekki dómsmálaráðherrann fyrirvaralaust, jafnvel þó hann sé skipaður af öðrum forseta, þegar ráðherrann efast um lögmæti tilskipana hans.

Það er að segja ekki ef stjórnskipan landsins virkar ennþá.

Ekki ef lýðræðið er virkt.

 

Er Bandaríkin einkafyrirtæki nokkurra milljarðamæringa eða er landið lýðræðisríki þar sem fólkið hefur úrslitavaldið?

Þar er efinn.

Sem úr verður skorið mjög fljótlega.

 

Hvort sagan endurtaki sig.

Eða hvort hún finni sér nýja lykkju.

 

Að lýðræðið sigri í þetta sinn.

Kveðja að austan.


mbl.is Rak dómsmálaráðherrann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þetta er afar nösk greining hjá þér. Þú ert greinilga búinn að kynna þér málin afar vel. 

Svona er nú komið fyrir lýðræðinu í USA, einstaklingur sem var kjörinn forseti leyfir sér að losa sig við fólk sem er að vinna fyrir hann. Ætli Obama hafi engan rekið? Þú manst auðvitað ekki hvað kom fyrir S. McCrystal og marga aðra?

Þannig að þú vilt meina að þingið í USA hafi engin völd? Bíddu bara þar til í mars þegar deilur um fjárlög munu verða mjög fyrirferðarmiklar í USA, Trump mun tæpast ná öllu sínu fram vegna þess að þingið fer með fjárveitingarvaldið. 

Þessi dómsmálaráðherra sem var rekin sat þarna tímabundið þar til búið er að staðfesta þann sem Trump vill fá í embættið. Lynch er hætt og því þarf manneskju þarna sem gegnir embættinu tímabundið. (Hér sjáum við hve vel þú hefur kynnt þér efnið). 

Í USA er hins vegar, eins og á mörgum öðrum stöðum, mikill pilsfaldakapítalismi ríkjandi eins og þú ýjar að. Hann er þar, eins og annars staðar, mikið vandamál. Pilsfaldakapítalisminn hefði orðið snöggtum verri ef Hillary hefði unnið. Værir þú þá að tala um lýðræði? Trump greiddi ca. einn þriðja af þeim kostnaði sem til féll vegna síns framboðs. Hann er líka búinn að takmarka verulega getu manna til að lobbía. Ekki heyrir maður þig fagna því. 

Trump verður sennilega bara forseti í eitt kjörtímabil því allir munu kenna honum um næsta efnahagshrun (sem verður án efa á þessu kjörtímabili) þó það verði ekki honum að kenna.

Svo ræðir þú líka að virða þurfi stjórnarskrána. Hvernig gekk Obama að fara eftir lögum þarna? Voru einhverjar af hans ákvörðunum dæmdar ólöglegar af dómstólum? Kannast þú við það? Sjá hér:

http://thefederalist.com/2016/07/06/obama-has-lost-in-the-supreme-court-more-than-any-modern-president/

 Eins og ég sagði, þú hefur kynnt þér málin út í hörgul :-)

Helgi (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 14:38

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, hún er nösk Helgi.

Mikið sammála þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2017 kl. 14:57

3 identicon

Svakalega ertu út á þekju maður.

Þegar nýr forseti tekur við er það venja að hann skipar ALLTAF nýja ráðherra.

Þetta gerði Trump líka,en Demokratar tefja fyrir skipan hans í þingnefnd sem þarf að fjalla um málið.

Þegar fráfarandi ráðherra fór að tala gegn stefnu forsetans ,rak hann ráðherrann.

Nú væntanlega eykst þrýstingurinn á Demokrata í nefndinni að sinna lýðræðislegri skyldu sinni.

En Demokratar eru ekki sérstaklega hrifnir af lýðræði þessa dagana,enda kostaði helvítis lýðræðið þá forsetaembættið.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 18:31

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Borgþór, ég er svo út af þekju að ég er næstum því steinsofandi, eða er ég kominn í annan heim, kannski andaheim að hætti shjana.  Veit það hreinlega ekki, ég verð allavega í þessum heimi á morgun þegar mínir menn taka það.

En það breytir því ekki að dómsmálaráðherra sór stjórnarskránni eið, og ef hann efast um lagalega forsendu tilskipunar forsetans, þá ber honum skylda til að hlýða stjórnarskránni en ekki forsetanum.

Ef Trump hafði ekki töglin, þá hefði kannski verið klókara hjá honum að bíða eftir sínum mönnum.

En fyrst að þú ert farinn að verja Trump, þá skal ég líka verja þann sem ekki má nefna, þó ég hafi reyndar ekki nefnt hann í þessari færslu, og benda á að þegar hann byrjaði strax á að reka, að þá notaði hann líka mjög svipuð rök og þú notar. 

Ótrúleg þessi líkindi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2017 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1664
  • Frá upphafi: 1412778

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1483
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband