29.1.2017 | 00:08
Mannvonskan holdi klædd.
Hreykir sér fyrir framan myndavélar, og það er til fólk sem myndar hana og lætur eins og illskan sé eðlileg.
Eins og það sé eðlilegt að koma svona fram við annað fólk.
Munum að Trump er bara lítill kall, en líkt og margir aðrir litli kallar sögunnar, þá kemst hann upp með fólsku sína því til er fólk sem hlýðir og óhæfuna fremur.
Ef fólki bæri gæfu til að segja Nei, til að hundsa.
Hundsa litla kallinn, þá myndi þetta vandamál í Washington leysast af sjálfu sér.
Bandaríkjamenn eru ekki svo sjálfhverfir að þeir finni ekki fyrirlitningu heimsins þegar hún skellur á þeim á fullum þunga.
Það er mikið í húfi að fólk breyti rétt.
Láti ekki bjóða sér hvað sem er.
Að það verji grunngildi mennskunnar.
Strax.
Ekki seinna þegar hún er óviðráðanleg.
Það er lærdómur þess sem gerðist fyrir um 80 árum síðan.
Og virðum þann lærdóm.
Kveðja að austan.
Trump: Gengur ljómandi vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar - sem endranær / sem og aðrir gestir, þínir !
Ómar !
Íslendingar mættu þakka fyrir: að eiga sér einn hliðstæðan Donald Jóhannesi Trump / í stað hinna ÓNÝTU stjórnmálamanna hérlendu, sem eru að STELA ÖLLU STEINI LÉTTARA:: úr þínum vösum sem mínum og annarra dægrin löng, Ómar minn.
Þingmenn hér - sem þorri embættismanna einnig, eru sömu illfyglin viðureignar, sem Múhameðstrúar hyskið er, um veröld alla. Austfirðingur mæti.
Skoðaðu betur Mannkynssöguna Ómar: áður en þú tekur frekar upp þykkjuna, fyrir Múhameðska liðið, ágæti drengur.
Það er hvergi - í húsum hæft, öndvert við Hindúa / Bhúddatrúarmenn og Shintóistana Japönsku, svo: aðeins örfá dæmi séu tekin, af hinum jákvæðari hluta Heimskringlunnar.
Með beztu kveðjum: sem jafnan, - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2017 kl. 00:21
Blessaður Óskar.
Það er nú bara þannig að illmenni hafa aldrei neinn vanda leyst, nema helst þá óvart og algjörlega öndvert því sem lagt var upp með.
Hins vegar hafi þeir til þess burði, þá ríða þær stjúpsystur, auðnin og eyðileggingin með þeim í stríðin.
Síðan er það ákaflega ólógískt að ímynda sér að hópur þjófa sem nýtt hefur sér Svörtu pestina til að stela öllu léttara, breyti um hegðun þó þeir átti síg á að hinir féflettu eru farnir að ókyrrast og jafnvel krefjast læknisaðgerða gegn vírus frjálshyggjunnar.
Einhvern veginn segir vitið manni að hér sé aðeins snöggir menn á ferð sem fóru út í búð og keyptu sér nýtt kúbein, og nýja grímu.
Loks vil ég benda þér á Óskar að ef einhverja þykkju má mæla í þessum pistli mínum, þá er það vegna mannsins.
Vegna mennskunnar.
Og þeirra grunngilda sem vestræn siðmenning hvílir á.
Trú eða hörundslitur fórnarlamba mannvonskunnar skipta mig engu, því hjörtun slá alls staðar eins og í Grímsnesinu benti borgarskáldið okkur á sínum tíma.
Yfirvofandi hrun siðmenningarinnar er mér svona meira í huga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.1.2017 kl. 09:53
Sæll á ný: Ómar !
Akkúrat - Ómar minn.
Íslenzkir stjórnmála- og embættismenn: eru álíka ÓMENNZKIR, eins og pestarlýður Múhameðskunnar.
Einfalt - að sjá það, í ljósi sögunnar, ágæti drengur.
Láttu þér svo ekki detta í hug: að taka undir þvaðrið í Tómasi Guðmundssyni, þeim annarrs ágæta Grímsnesing / hann hefir vart verið með sjálfum sér blessaður karlinn, þegar hann kvað upp úr með hjartsláttinn: víðsvegar, Ómar minn.
Ekki síðri kveðjur - þeim fyrri, vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2017 kl. 12:17
.... hugleiddu einnig Ómar: ráns- og þjófa feril alþingis / með afleggjara sínum Kjararáði, áður en þú tekur frekar til við, að punda á Donald Jóhannes Trump, þar ytra.
Er ekki Íslendingum nær - að uppræta forarvilpu alþingis / sem og annarra þeirra sóða- bæla, sem undir það heyra:: sbr. Kjararáð ???
Áður en: tekið er til við, að fjargviðrazt út í Bandarísk innanlands málefni ?
Er steinkumbaldinn - suður við Austurvöll í Reykjavík eitthvað ósnertanlegri, en önnur alræmd þjófabæli, í veraldarsögunni, Ómar minn ???
Svaraðu mér nú: viljir þú þér samkvæmur vera, Austfirðingur góður.
63menningarnir - eru að sína okkur fyrirlitningu sína / með þeim hryðjuverkum sem stofnun þeirra hefir ástundað um áratugi / sem og fyrirhuguð eru á komandi misserum, að óbreyttu.
Eigum við bara: að sitja hjá / og halda kjapti, Ómar minn ???
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2017 kl. 13:45
Tómas kallinn já, Óli Thors vitnaði oft í hann. Mig minnir að ég hafi fyrst lesið þetta um hjörtun í ævisögu hans.
Það er svona Óskar, við verðum bara að vera ósammála um þetta.
Pestarlýður er síðan alltaf til óþurftar, sama úr hvaða ranni hann er.
En fyrst að þú áttar þig á ágöllum íslenskra stjórnmálamanna Óskar, og eins veit ég að þú hefur ekki mikið álit á auðþjófum okkar, að þá verður þú líka að láta sama dóm yfir alla af því kyni ganga.
Auðþjófur verður ekkert betri þó hann tali illa um fólk sem þér er illa við.
Það sem er, það er, og um leið við notum gildismat okkar við dilkardrátt, en ekki til dæmis þekkt mörk, þá endar réttin í einu allsherjar kaósi.
Skilningur á þessu er jú ein af forsendum rökræðunnar.
Auðþjófur getur örugglega gert margt gagnlegt, en hann hættir ekki að vera auðþjófur fyrir því.
Trump er enginn frelsandi engill verkalýðsstéttarinnar, ekki frekar en litli kallinn í Þýskalandi var á sínum tíma. Þó margt af því sem hann gerði hafi verið til framfara fyrir þýsku þjóðina, þá breytir það því ekki að milljónir þýskra kvenna upplifðu nauðgun og annað ofbeldi vegna stefnu hans, það er þær sem lifðu hildarleikinn af.
Ég er ekki að skoða brotin Óskar, ég ræði heildarmyndina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.1.2017 kl. 13:45
Síðan Óskar máttu víða koma með athugasemd þína um hvort menn eigi að halda kjafti um það sem er að gerast og hefur gerst á Íslandi, en þú veit að hún á ekki við hér á þessari síðu.
Ég hef ekki haldið kjafti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.1.2017 kl. 13:48
Sæll á ný - Ómar !
Þakka þér fyrir: að lesa tiltölulega rétt, í mín viðhorf.
Sjálfum - finnst mér sanngjarnt, að Trump og hans liðssveit fái að berja illþyrmilega á Múhameðsku gerpunum, sama: hvaðan þau koma.
Krossförunum: sem og frændum mínum Mongólum auðnaðizt ekki, að ljúka því þarfa verki, sem þeir hófu á Miðöldunum, sem kunnugt er.
Fínt væri Ómar: að leita mætti til þín síðar, þegar / og ef: til alvarlegra átaka kæmi, við 63 manna uppsópið, þar syðra.
2 skjátur Steingríms J. / þær Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir voru núna: um cirka Hádegisbilið, að ákalla STYRKJA Guðlaug Þór Þórðarson, um fund í nefnd utanríkismála, vegna Bandarísku innanlands málefnanna, hinna nýjustu.
Þeim: þessum 2 druzlum þykir það víst mikilvægara / fremur en að fara fram á LÆKKUN tæpu 45% Kjararáðs, þeim:: og hinum 61 félaga þeirra til handa.
Virtu betur fyrir þér Ómar - hvers lags SKÍTHAUG landsmenn halda uppi, syðra - núlifandi: sem komandi kynslóðum til skammar og svívirðu !!!
Með sömu kveðjum - sem öðrum og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2017 kl. 14:07
Óskar, þér þætti nú vænna um við notuðum ekki orð eins og druslur um steplurnar, þó eitthvað við þær angri. Það er að segja, mér þætti vænt um það á minni síðu.
En þetta er bara eins og það er.
Ég geri ekki greinarmun á skít, og læt ekki glepjast þó hann sprauti yfir sig ódýru ilmvatni lýðskrumsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.1.2017 kl. 14:43
Ps.. ég var ekki að þéra þó ég slagi óvart inn þonnið.
Annars eru það bara sólarkveðjurnar hér að austan.
Ómar Geirsson, 29.1.2017 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.