The Final Countdown

 

Þetta frábæra lag með Europa hljómar úr víðáttunni þegar maður les að Trump sé orðinn forseti.

Ekki að það komi svo sem á óvart, hann var jú kosinn forseti, en innst inni er ég hissa á að bandaríska stjórnkerfið hafi aðeins látið dugað að lýsa því opinberlega yfir að maðurinn væri fáviti. 

Svona miðað við þær kröfur sem gerðar eru til manna í þessu embætti.

 

Svona  þung orð voru ekki látin falla þegar Reagan hálf elliær var endurkjörin út á gamlan sjarma.  Hann gat þó allavega lesið upp brandara af lesskilti.

Og það var ekki mjög leynilegt leyndarmál að vitið í Bush fjölskyldunni erfðist ekki mjög vel á milli kynslóða.

 

En Trump kallinn, hann kann allavega að vekja viðbrögð.

Og svona í ljósi þess að menn hafa verið skotnir af minna tilefni þar vestra, þá er valdataka hans með miklum ólíkindum.

Minnir dálítið á krísuna sem hrjáði Bretaveldi þegar einhver Georginn var geðveikur, að ekki sé minnst á hinn geðveika konung Danaveldis sem Struensee notaði sem skálkaskjól til að koma á lýðræðisumbótum sínum.

Hvað gera menn þegar algjörlega óhæfur maður erfir alltí einu æðsta embættið??  Eða misnotar auð sinn til að nauðga lýðræðinu??

 

Jú, menn gera eitthvað.

Rússar lokuðu einhvern geðveikan Pétur inná hæli, aðrir hafa bara horfið.  Eða ráðgjafar hinna snarbrjáluðu hafa horfið þegar þeir hafa misnotað vald sitt gegn ríkjandi hagsmunum.

Allavega, menn gera eitthvað.

 

Þess vegna er fyrirsögn þessa pistils tvíræð.

Það þarf ekki að vera að hún sé að telja niður siðmenninguna.

Vald Trump nær ekki lengra en þanmörk þess valds sem embætti hans hvílir á.

 

Eina spurningin er hvað gerir Trump í því??

Þar sem er spurning, þar er efinn.

 

Og svarmöguleikar eru ekki margir.

Hvorki fyrir Trump, eða valdið sjálft.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Trump orðinn forseti Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þetta væri svona einfalt Ómar minn.

Meðan þú hefur verið að skrifa þennan pistil hef ég verið að lesa allt um The Great Chessboard

Valið snýst enn þann dag í dag um hvora hliðina af peningnum forseti USA velur sem ráðgjafa

Brzezinzky og lærisveina hliðina eða Kissinger og lærisveina hliðina.

Einungis blæbrigðamunur reyndar á sitt hvorri hliðinni.

Heimsyfirráðin skulu ætíð lúta vilja USA, spila skal með restina af heiminum þannig að ekkert ógni þeirri stöðu.

Gamla Rómar kenningin:  Impere et Divide.  

Við ættum að hugsa fremur um það af hverju Engeyingum er nú gefið fríleyfi til að ræna hér öllu steini léttara,

heldur en hvor hliðin á krónunni er sýnilegri en hin, þessa stundina eða hina stundina.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.1.2017 kl. 00:41

2 identicon

Hér er hin hliðin:  Divide et Impere.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.1.2017 kl. 00:53

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Þvert á móti Pétur minn, núna upplifum við loksins tíma þar sem lífið er einfalt, og valkosturinn aðeins einn.

Að gera lífinu sem við ólum kleyft að lifa af.

Því núna loksins glittir í hið skítuga fjármagn á bak við alla blekkingarhuluna sem það hefur ofið um sig í gegnum árin.

Svarta pestin var aðeins vírus sem það dreifði um heimsbyggðina til að ná markmiðum sínum, að gera hið ofurríka ennþá ríkara ásamt því að brjóta niður límið sem skapaði samfélagssátt velferðarþjóðfélagsins.  Maður vissi aldrei hvort það var alvara með þessari hugmyndafræði eða ekki, en núna er ljóst að hún var aðeins tæki.

Tæki til að ná markmiðum en skipt út um leið og það sló á það.

Hugmyndafræðinni skipt út fyrir forheimskuna sem í raun er hið eina sanna bjarg mannvonsku og illsku.

Þú getur gleymt stjórnmálasögu síðustu árhundraða Pétur, til að skilja hvað er að gerast þá ættu menn að kynna sér hugmyndaheim forn Egypta, eða lesa sér til um elstu trúarhugmyndir mannsins sem ennþá hafa lifað með okkur í trúarbrögðum frumbyggja Ástralíu og frumbyggja Síberíu.

Þetta er ekki flókið Pétur minn, Fernisúlfi hefur verið sleppt lausum.

En þú varst hins vegar að impra á íslenskum dægurmálum Pétur, og um þau er fátt að segja.

Engeyingar eru sunnudagsskólastrákar miðað við hin svokölluðu "frjálslyndu" öfl sem glittir í á bak við.  Þeir halda að málið snúist um að græða og tryggja þannig valdastöðu sína í íslensku viðskiptalífi.

En hugmyndafræði andskotans í bandalagi við hrægammana sem eru með puttana í öllu baki við tjöldin er hin raunveruleg ógn. 

Og þú þekkir til dæmis Hinn flokkinn á því að hann beinir spjótum sínum að launuðum pótintátum hrægammana í stað þess að láta þá spila með sig út í hið óendanlega.

Til dæmis með hinu tilbúna stríði við hina gömlu borgarastétt, sem er þrátt fyrir að hún sé meðvirk, ekki issjú í málinu.

Og á meðan Hinn flokkurinn er ekki til Pétur þá veit ég allavega tvennt.

Að raunveruleg andstaða er ekki til staðar heldur eitthvað svona spilerí, og að þar með þjónar það ofsalega litlum tilgangi að blogga gegn, því þú þarft jú að geta bent á eitthvað í staðinn.

Og á meðan aðrir vinna ekki verk sitt, að stofna Hinn flokkinn, þá er ósköp fátt sem bloggarar eins og ég get gert, annað en náttúrulega að vera freelance fyrir lífið.

Sem er svo sem ekki leiðinlegt, og það má aldrei gleyma að þegar alvaran ein er eftir, þá er góðmenni mikilvægara en fjölmenni,.

Þó það séu ekki nema 5 sem lesa og skilja, hvað um er að vera, og hvað í raun er í húfi, þá er tilganginum náð.  Vandinn er eins og ég hef áður sagt þér, mig vantar þann styrk sem þarf, og þess vegna þarf ég að setjast niður og lesa.

Og þegja á meðan.

Sem ég myndi gera en það eru tveir pistlar um lífsvána sem þurfa að skrifast, sem svona fyrsta yfirlýsing um það sem koma skal.

Svo með hækkandi sól þá þarf að skrifa nánar um Svörtu pestina, og hina beinu hugmyndafræðilegu tengingu hennar við frumillskuna.

Því eins og Tolkien benti réttilega á í sagnabálki sínum að þá er barátta mennskunnar fyrir tilveru sinni ekki neitt annað en hin sígilda barátta góðs og ills.

Það er nú það.

En jú Engeyingar, það má örugglega halda sér í æfingu við að skamma þá endrum og eins en ég treysti á félaga Trump, að halda allri umræðu lifandi.

Sjáum hvað setur.

Sjáum hvað setur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2017 kl. 09:24

4 identicon

Varð að virkja þig til að koma þér að kjarna málsins :-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.1.2017 kl. 10:08

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Pétur minn, ég hélt að þú værir það gamall að muna eftir gufuvélum og hvernig þær virkuðu.

Það tók allt sinn tíma að koma þeim í gang.

Hins vegar get ég alveg játað að ef Grænlandsjökull væri ekki alveg kominn að því að fljóta út í sjó, þá væri mér eiginlega alveg slétt sama um félaga Trump og Svörtu pestina.

Og þó mér sé ekki alveg sama um að svörtustu öfgar frjálshyggjunnar hafi plantað sér í ríkisstjórn Íslands, þá er það nú einu sinni svo að það gerðist allt fyrir opnum tjöldum, og megin skýring þess að það fór sem fór, er að á hliðarlínunni er í raun fólk sem þjónar hrægömmunum ennþá dyggar en það sem þó fór í ríkisstjórn. 

Svo hvað er til ráða meðan ekki er til einn maður með þann manndóm að stofna Hreyfingu lífsins, eða Flokk lífsins eins og ég kallaði hann í pistli dagsins??

En það er þetta með Grænlandsjökul, það er eitthvað svo endanlegt svo líklegast er ekki hægt að hundsa þá hættu.

Hvað er til ráða, er svo annað mál.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2017 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 470
  • Sl. sólarhring: 711
  • Sl. viku: 6201
  • Frá upphafi: 1399369

Annað

  • Innlit í dag: 398
  • Innlit sl. viku: 5253
  • Gestir í dag: 366
  • IP-tölur í dag: 361

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband