20.1.2017 | 12:07
Árið 2017
Fáum við ennþá svona fávitafrétt af munni lítilla barna í illa sniðnum jakkafötum.
Þetta var kannski fyndið þegar eina lausn kratismans á óskilvirkni atvinnulífsins, var að hækka skatta og hækka þá síðan ennþá meir.
Þetta var kannski svarið við frægri ábendingu Astrid Lindgren þegar hún benti samlöndum sínum á að fyrir hverjar 100 krónur sem hún inni sér inn, þá borgaði hún af þeim 110 í skatta.
Og þess vegna ætlaði hún að hætta að skrifa, það borgaði sig verr en þegar enginn vildi borga henni krónu fyrir sögur hennar.
Það er enginn í vinnu hjá ríkissjóð, þetta eru sameiginleg útgjöld okkar allra.
Nauðsynleg útgjöld, sem eru forsenda velmegunar okkar og velferðar.
Efist einhver um gildi hins sameiginlega, og vilji hverfa til þess tíma áður en menn snéru bökum saman og stofnuðu miðstýrð samfélög, þá getur sá hinn sami flutt til þeirra landsvæða þar sem fólk hefur þraukað í þúsundir ára, án þess að vinna í eina mínútu fyrir ríkissjóð.
Þessi svæði má ennþá finna djúpt í afskekktasta hluta Amasón, á 3 eyjum í Indlandshafi, og í kjarna frumskógar Nýju Gíneu.
Gott er að hafa mikið með sér að steinum, koma sér oft vel í steinaldarþjóðfélögum.
Ef fávitahátturinn er ekki algjör, og menn segja, ja það er sko nauðsynlegt að vinna eitthvað fyrir ríki, það þarf jú að reka stjórnsýsluna og öryggiskerfið, þá geta þeir drullað sér úr landi og flutt til dæmi til fyrirmyndarríkja Mið Ameríku þar sem þeir sem eitthvað eiga, víggirða hverfi og lifa í stöðugum ótta um að allt sem þeir eiga, verði hrifsað af þeim.
Þar á meðal líf og limir.
Farið hefur fé betra, það er þá allavega hægt að lesa Moggann í friði fyrir fullorðnum leikskólabörnum.
Samtök atvinnulífsins ættu hins vegar að spyrja sig einfaldar spurningar.
Hver væri styrkur íslenskra fyrirtækja ef innviðirnir væru innviðir lágskattalanda??
Svara því og segja síðan hlutina hreint út.
Og ekki láta fósturvísa í jakkafötum sjá um þá orðræðu.
Kveðja að austan.
Vinna fyrir ríkissjóð til klukkan 10.17 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 42
- Sl. sólarhring: 623
- Sl. viku: 5626
- Frá upphafi: 1399565
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 4799
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar, það ætti reyndar að senda skattana þangað sem þeir eiga heima, það er á "leikskólana". Öllu nær væri að fyrirtæki og þeir sem meira mega sín bæru uppi tekjustofna ríkisins heldur en hinn almenni launþegi. Þetta mætti gera með gömlu gerðinni af aðstöðugjaldi á fyrirtæki og hátekjuskatti á landsliðið í kúlu, þau hefðu þá allavega úr minna að moða á Tortóla.
Magnús Sigurðsson, 20.1.2017 kl. 13:08
Blessaður Magnús.
Þarf ekki bara blöndu af þessu öllu.
Allavega segir sagan að ef einhver hópur verður alveg stikkfrí, þá bæði hættir honum til að stækka, sem og að í kjölfarið veikjast tekjustofnar samfélagsins. Og ef viðkomandi samfélag er ekki eyland, þá fer það hallloka í hinni frægu samkeppni.
Eina álitamálið í þessu dæmi er skatthlutfallið, menn geta rifist um hvað það eigi að vera á hverjum tíma.
En sá sem rífst um tilgang skattheimtunnar, er annað tveggja, heimskur eða stórhættulegur sækópati. Og þá er ég ekki að vísa í skoðanir fjöldans heldur þá sem taka þátt í opinberri umræðu um skatta og skattlagningu.
Og í tilefni þess að við erum brátt að upplifa í beinni útsendingu endalok hins vestræna lýðræðis, þá allavega nennti ég ekki lengur að lesa svona bjánafrétt, án þess að benda kurteislega á þann blábjánahátt sem að baki býr.
Síðan vil ég aðeins segja að megi allt gróa á Tortóla, allt annað en stolið fé.
Megi allar plágur heimsins leggjast á eitt að ofsækja það, sýkja, veikja, útrýma, fyrst við mennirnir gerum það ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2017 kl. 13:53
Mér datt nú bara í hug að nefna gamaldags aðstöðugjald því það er í raun þannig skattur sem þeir greiða sem ekki hafa tök á hækkunum í hafi, ímynduðum okurvöxtum hinumegin við hafið, né afskrifaðri kúlu. Þeir eru greiða fyrir að vera til staðar hvort sem endar ná saman eður ei.
Magnús Sigurðsson, 20.1.2017 kl. 14:48
Vissulega Magnús, og ef mig minnir rétt, þá eru þeir sem þú vísar til, fólkið sem afnam aðstöðugjaldið. Eða réttara sagt, þá keyptu þeir sér þjóna til þess.
Þjóna sem óvart ríkja enn þann dag í dag.
Segi menn svo ekki að vegir peninganna séu órannsakanlegir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2017 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.