Fyrstur með fréttina.

 

Er oft fyrstur með skröksöguna eða það sem kalla má fantasíu.

 

Hins vegar vakti þessi frétt upp þau hugrenningatengsl hvort þetta hefði verið eitthvað sem við Íslendingar hefðum viljað?

Erum við í sömu athyglisþörfinni og við vorum haustið ´86?

Værum við tilbúin að setja allt á endann fyrir hugsanlega nokkrar neðanmálsgreinar um menn, þá aðallega blaðamenn, sem væru staddir í Reykjavík?

 

Og síðan má spyrja, eru sumir fundir ekki þess eðlis að seinna meir vill enginn vera tengdur þeim? 

Ég myndi allavega halda að Munchen gæfi mikið fyrir að ákveðinn fundur hefði aldrei verið haldinn þar.

 

Sem betur fer var þessi frétt furðufrétt.

Næstu daga og vikur mun hin nýja ríkisstjórn okkar afhjúpa eðli sitt og tilgang.

Framtíðasýn hennar mun vekja viðbrögð, og umræðu, og það verður hollt fyrir þjóðina að taka þá umræðu.

Og óþarfi að einhverjir kallar út í heimi yfirgnæfi það spjall.

 

Við lifum örlagatíma.

Okkar býður að móta örlög okkar sem þjóð.

Takist vel til þá höfum við eitthvað að segja, sem aðrir gætu viljað hlusta á.

Þangað til skulum við láta víkingaklappið vera okkar vörumerki.

 

Það böggar þó ekki heimsfriðnum.

Kveðja að austan.


mbl.is „Fréttin er fantasía“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er það, athyglissýkin íslenzka hefur oft náð gríðarlegum hæðum. Mest var hún 1972 og 1986. Hins vegar, þegar erlendir annálar og sögubækur eru skoðuð, þá er varla minnzt á þennan fund í Höfða fyrir 30 árum þar sem skrifað er um samskipti þeirra Reagans og Gorbachovs.

Pétur D. (IP-tala skráð) 15.1.2017 kl. 17:43

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur D.

Eiginlega aldrei þessu vant þá ætla ég ekki að gera ágreining við orð þín.

Og það var drepfyndið að heyra um viðbrögð Guðlaugs Þórs í fréttatíma Ruv í dag.

Það er eins og hann hafi ekki fattað að um furðufrétt væri að ræða.

En hann fékka allavega sínar 2 mínútur hjá Ruv.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.1.2017 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 551
  • Sl. sólarhring: 721
  • Sl. viku: 6135
  • Frá upphafi: 1400074

Annað

  • Innlit í dag: 501
  • Innlit sl. viku: 5265
  • Gestir í dag: 479
  • IP-tölur í dag: 472

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband