Kurteis Páll bendir á ógæfu einræðisins.

 

Að sá leiðtogi sem þolir ekki í návist aðra en jámenn og síðan dverga í forystusætum flokks síns, uppsker aðeins það sem hann sáir.

Einsemd, fylgishrun, ósigur.

 

Og það er ekki illa meint að benda á það.

Og það þarf ekki mikla söguþekkingu að finna samsvörun sögunnar.

Eða miklar gáfur að vita hvernig ógæfubrautin endar.

 

Og kvak eða gagg flokkshestanna bætir þar engu úr.

Bjarni er heimskur ef hann heldur að hann bjargi fylginu í Suðurkjördæminu eftir 4 ár með því að vitna í réttlætingu launaðra penna sem útskýra orð Páls sem að Páll sé svekktur tapari.  Forystumaður með flesta þingmenn flokksins að baki sér.

Og þá er óþarfi að vitna í smá betri árangur flokksins í kraganum, þar eiga silkiskeiðar landsins heima, og fólkið sem mælir ríkdæmi sitt í að þjóna þeim.  Það er kraftaverk að eitt kjördæmi innihaldi svo marga þjóna, en það er víðáttuheimska að halda að slíkt sé normið.

Sigur Páls var einstakur, og að hundsa þann sigur, hefur ekkert með stjórnmál að gera, en hugsanlega gæti fjármálaveldi Engeyjarættarinnar metið skammtímagróða alræðisins fram yfir langtíma hagsmuni Sjálfstæðisflokksins. 

Að hagsmunir flokksins lúti í gras fyrir þá milljarða sem algjör yfirráð ættarinnar gæti skilað í vasa þeirra sem aldrei fá nóg.

 

Að hundsa Suðurkjördæmi ásamt því að senda þau skýru skilaboð til annarra landsbyggðarkjördæma að atkvæði þeirra skiptir engu máli, hvað þá hagsmunir eða afkoma fólks, svona í ljósi þess að Reykjavík hafði þegar hafnað Engeyjarveldinu, er aðeins skýr skilaboð um það að núna eigi að græða.

Að Borgun hafi aðeins verið æfingu um þann arð sem stjórnarflokkur í vasa peninga getur skilað.

Að fall Sjálfstæðisflokksins skiptir ekki máli miðað við gróðann í ársreikningi Engeyjarfjármálaveldisins.

 

Síðan má bæta við að Bjarni veit eins og er að ósjálfstætt fólk, sem hætt er að tjá sig á mannamáli, kýs frekar að nota kvak og gagg þeirra sem marséra í takt við gæsagang flokkstryggðarinnar, að það segir ekki orð þó hinn samþykkti formaður gangi gegn hagsmunum þess eða hagsmunum flokksins.

Að hann, Bjarni, geti hagað sér eins og öll önnur dekurdýr heimsins, hvort sem er Baby Doc í Haiti á sínum tíma eða  litla barnið í Kim Il Sung ættinni, því flokkurinn muni bakka allt hans atferli upp.

Því völdin byggjast á flokknum, en ekki silfurskeiðinni sem slíkri.

Þó segja fræðin að ekki væri ráðlegt fyrir Bjarna að skipa gæðing sinn í ráðherrastól. Það fór eitthvað illa í Rómverja á sínum tíma og endaði með ótímabærum dauða Neró.  Ekki vandi fyrir Bjarna því hann er ekki hestamaður.

 

En kvakk, kvak, kvak kvak eða gagg, gaggg, gagg gagg setja honum engar skorður.

Flokkurinn mun ekki rísa gegn honum.

Gaggið mun aðeins yfirgnæfa skynsemisorð Páls.

 

Hinsvegar ef Bjarni vildi vel, og reyndist vel, þá kæmist hann upp með að skipa gæðinga sína í ráðherrastól. 

Páll, Haraldur, Brynjar, eða allir þeir sem skriðu ekki nógu mikið fyrir Engeyjarættinni, væru aðeins history sem yrði skipt út fyrir næstu kosningar.

 

En þá væri Bjarni unik, einstakur í sögunni.

Hefði brotið flokkinn á bak aftur en samt gert vel.

Hundsað arfleið sína, og ekki selt þjóð sína í hendur fjármálaglæframanna.

Eða bætt við fjölskylduauðinn þeim upphæðum að fólk segði hingað og ekki lengra.

 

Því sagan segir að einræði er ekki alltaf til ills.

Meira að segja Mússólíni vildi vel en lenti í slæmum félagsskap.

Sem þýðir að litli Mússólíni gæti líka viljað vel, og hann gæti rifið sig frá sínum vonda félagsskap. 

Að gróði Engeyjar þurfi ekki að vera hans gróði, hvað þá að gróðafíkn vildarvina flokksins sé hönk uppá bak hans.

 

Það gæti alveg verið.

Alveg satt, það gæti alveg verið.

 

Vissulega eru ábendingar Páls alveg réttar, og þeir sem kvaka gegn heilbrigðri skynsemi þar um, þeir kvaka allavega ekki í þágu flokks og þjóðar.  Styðja aðeins sinn formann útí eitt.

En aðeins breytni Bjarna geta skorið úr um, hvort flokkurinn lifi af, eða hvort Engey bæti í fjársjóði sína.

 

Ættmenn, þeir sem komu stráknum til valda, vita svarið.

Er Bjarni tryggur þeim??

Eða er Bjarni tryggur flokki sínum??

 

Er hann einræðisherra eða sama fórnarlamb og við hin??

Að lenda í klóm græðginnar sem engu eirir.

 

Kemur í ljós eins og Mogginn segir.

En það bætir ekki háðung Suðurkjördæmis.

 

Það er þegar fallið fyrir mátt gróðarfíknarinnar.

Eina spurningin er hvað fellur næst.

Eða hvort nokkuð falli næst.

 

Þar er efinn.

Eins og einhver vilji trúa á hið góða.

 

Eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé ennþá flokkur sjálfstæðs fólks.

Sem vill vel.

 

Og gerir rétt.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Páll segir Bjarna hafa gert mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig grunar og reyndar þess fullviss að þetta er skoðun mjög margra, "sjálfstæðis"flokkurinn er holur að innan:

"... hugsanlega gæti fjármálaveldi Engeyjarættarinnar metið skammtímagróða alræðisins fram yfir langtíma hagsmuni Sjálfstæðisflokksins. 

Að hagsmunir flokksins lúti í gras fyrir þá milljarða sem algjör yfirráð ættarinnar gæti skilað í vasa þeirra sem aldrei fá nóg."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.1.2017 kl. 23:22

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Spurningin er Pétur hve margir sjálfstæðismenn eru tvístígandi, flokkurinn sem slíkur hefur fengið reisupassann frá um 70% kjósenda.

Það er einhver vísbending að ég gat rennt þessum pistlum mínum í gegn í rúma viku hér í höfuðvígi íhaldsmennskunnar, án þess að IP tölurnar lentu í frostinu. ÁTti miklu meir von á því þar sem þetta hefur verið mitt eina þema en svo er eins og athurðarrásin hafi tekið undir þessa nálgun mína, sbr uppreisn Páls gegn alræði formannsins.  Hann hefði ekki gert það ef staða Bjarna væri óumdeild.

Svo í dýpra samhengi hlutanna megum við ekki gleyma Pétur, að veikur Bjarni er miklu líklegri til að styrkja stöðu sína með góðum verkum, en að bara fara sínu fram.  Og ennþá líklegri ef hina háværa andstaða væri ekki svona menguð af hugmyndafræði frjálshyggjunnar.

Íhaldsflokkur sem á undir högg að sækja, er oft miklu betri dráttarklár fyrir velferðarkerfið en sundrað vinstra lið sem hefur margt annað sér til bruns en peningavitið.

Eiginlega þá er helsta ógnin af Svörtu pestinni í samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins, en ekki svo mjög innan hans.  

Á móti má benda á einkavinatilhneiginguna, en hún var allra verst á dögum Jógrímu, svo þetta snýst mest um leyndarþræðina, og hvernig öxull stjórnmálanna snýst allur um auðinn.

Eins veit ég ekki hvort hrægammarnir geri sig nokkuð meir gildandi á næstu misserum en þeir hefðu gert hvort sem er hjá 5 flokka bræðingnum.  Þeir eiga jú hina talandi stétt, og enginn flokkur þorir gegn þeim.

Hugsaðu þér til dæmis Nurnberg réttarhöldin hin nýju þar sem þetta lið allt saman hefði verið dregið fyrir dóm fyrir glæpi gegn þjóð, og í rauneðli, gegn öllu mannkyninu.

Af hverju eiga menn komast upp með að lifa í lystsemdum fyrir það eitt að hafa selt þekkingu sína og vinnu fjármálamönnum sem unnu eftir því eina markmiði að blóðmjólka þjóðfélagið??

AF hverju situr þetta fólk ekki inni???

Nei Pétur, það vantar Hinn flokkinn, og þú þekkir hann meðal annars á áherslu hans á grungildi, og grunnreglur.  Hann boðar sið og sátt sem byggist á réttlæti. 

Meðal annars þess réttlætis að menn komast ekki upp með að vinna fyrir hrakmenni sem níddust á almenningi án þess að sæta ábyrgð, og gjalda síðan fórnarlömbum sínum bætur úr sínum digru sjóðum.

Spillt löggjöf Svörtu pestarinnar mun ekki verða þeim skjól, og glæpir þeirra fyrnast aldrei meðan land byggir. 

Hinn flokkurinn Pétur minn, hinn flokkurinn. 

Hann er upphafið.

En á meðan naga ormarnir, allstaðar útum allt.

Þar er ekkert undanskilið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.1.2017 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 702
  • Sl. sólarhring: 762
  • Sl. viku: 6286
  • Frá upphafi: 1400225

Annað

  • Innlit í dag: 641
  • Innlit sl. viku: 5405
  • Gestir í dag: 608
  • IP-tölur í dag: 594

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband