Ég lýt þér húsbóndi góður.

 

Og húsbóndinn sem stjórnar með harðri hendi, er ekki íslenska þjóðin, þó hún greiði starfsmönnum fjármálaráðuneytisins laun.

Fyrst að þessir launþegar þjóðarinnar gátu þagað fram yfir kosningar, þá eiga þeir líka að þegja núna.

Það má virða húsbóndahollustu þeirra, en ekki þá afskræmingu hennar að blanda sér í pólitíska umræðu.

 

Því þrátt fyrir allt þá er það ekki Bjarni sem borgar þeim laun.

Og þau eru ekki í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. 

Þurfa því ekki að skríða, þurfa ekki að smjaðra.

Þurfa aðeins að vinna vinnu sína.

 

Sem er fyrir íslensku þjóðina.

Ekki Bjarna Benediktsson.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Enginn texti „hvíttaður“ í skýrslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður, og sammála, trúverðugleikin er enginn á þessu fólki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2017 kl. 17:08

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ásthildur.

Henti þessu inn á hlaupunum en ég gat engan veginn skilið af hverju Bjarni getur ekki sjálfur haldið uppi vörnum fyrir þá ákvörðun sína að sleppa því að birta skýrsluna.

Af hverju voru þumalskrúfur settar á starfsmenn??

Eða hljóp einhver Tumi í strákinn og ákváðu starfsmenn fjármálaráðuneytisins að launa Bjarna samstarfið með því að gera lítið úr honum með þessari yfirlýsingu??

Hvernig sem á þetta er litið, þá er þetta í besta falli hjákátlegt, í versta falli óviðeigandi háttsemi.

Ef þessu fólki leiðist í vinnunni, þá má það alveg hanga á Feisbók mín vegna, en dægurþrasið er ekki þeirra.

Ekki á vinnutíma.

En takk fyrir innlitið Ásthildur. 

Ég varð svangur þegar ég las um heimsókn þína á Tapas staðinn.

Hafðu það gott í fríinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.1.2017 kl. 17:37

3 identicon

Mér finnst þú orðinn svolítið ímyndunarveikur Ómar - eða a.m.k. ansi tilbúinn að trúa því versta upp á suma.  Eins og mér hefur oft fundist þú skynsamur maður. 

Allir hlutir hafa sinn tíma og skýringar.  Ef þú nennir að kynna þér málin og hugsa smá. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2017 kl. 22:50

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Er ekki paranoia miklu flottara orð Sigrún?

Ef ég er dálítið ímyndarveikur hérna að ofan, hvernig er ég þá í hinum pistlum mínum þessa síðustu daga??

Ég er nú bara kurteislega benda á að Bjarni verður að standa sjálfur fyrir máli sínu, ef málum er svona háttað, og lýst er i yfirlýsingu starfsmanna fjármálaráðuneytisins, þá dugar að Bjarni útskýri að svo sé.

Ef honum er ekki trúað, þá hefur það eitthvað með trúverðugleika hans að gera, eins og hann hafi eitthvað gengið á þá innistæðu.

Og hann leggur ekki inní þennan banka með því að láta starfsmenn sína skrifa uppá yfirlýsingu um að allt sem hann segir um málið sé satt og rétt.

Því þar með er hann að viðurkenna að það trúi ekki nokkur maður einu orði af því sem hann segir.  Og þurfi þess vegna uppáskrift í hvert skipti sem hann opnar munninn.

Svoleiðis gera menn ekki Sigrún, og menn setja ekki heldur starfsmenn sína í slíka pínlegu stöðu, að þurfa að skrifa uppá víxil fyrir yfirmann sinn.

En það er rétt hjá þér, menn þurfa ekki að vera sérstaklega skynsamir til að sjá þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.1.2017 kl. 23:39

5 identicon

Það virðist einmitt þurfa að fá svona staðfestingar fyrir hákarlana sem engu vilja trúa Ómar.  
Og mér finnst þú gera lítið úr heiðarlegum starfsmönnum ráðuneyta - sem n.b. eru aldeilis ekki allir samflokksmenn ráðherra. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2017 kl. 09:35

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Sigrún.

Nú ætla ég að ráðleggja þér að lesa pistil minn aftur.

Lestu síðan fyrra innslag þitt og svar mitt við því.

Lestu svo aftur það sem þú skrifaðir núna.

Ef þú kveikir ekki, þá skaltu bara  lesa aftur.

Smá hint, annarra orð eru ekki mín orð, og einhver skrif hafa komið þér í uppnám, þá er ekki sérstaklega gáfulegt að lesa síðan annarra eins og allir séu að skrifa það sama.

Kveðja að austan.

PS. Ég hef hvergi dregið í efa heiðarleika starfsmanna ráðuneyta, og reyndar ekki heldur dregið í efa útskýringar Bjarna, hvorki í þessum pistli eða öðrum. 

Ómar Geirsson, 14.1.2017 kl. 09:45

7 identicon

Já, góðan daginn Ómar. 
Ég hef reyndar ekki lesið pistla þína undanfarið en mér fannst þessi lýsa vantrú og vanþóknun bæði á ráðherra og starfsmenn ráðuneyta. Sem eru að bregðast við þessum þráláta, pólitíska stormi í vatnsglasi og svara því sem helst hefur verið hamrað á sem tortryggilegu. 
Ef ég hef eitthvað misskilið þig þá biðst ég afsökunar. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2017 kl. 10:24

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er ákaflega gott að lesa áður en maður skrifar Sigrún.

Það eina sem ég hef tjáð mig um þessa umræðu er að ég spurði í pistli hvar Píratar hefðu verið í aðdraganda kosninga.  Þá hefði þessi umræða haft eitthvað pólitískt vægi, í dag er þetta froða þeirra sem hafa efnislega ekki neitt að segja.

Hér að ofan er ég annars vegar að gera grín að ráðherra sem er svo rúinn trúverðugleika að hann þarf uppáskrift undirmanna sinna og hins vegar benda á þá staðreynd hverjir borgi starfsmönnum ráðuneytanna laun.

Þeirra hlutverk er ekki að blanda sér í pólitíska umræðu, óháð í hvaða flokki þeir eru, eða hvaða ráðherra veitti þeim upphaflega skjól.

Það gilda ákveðnar reglur um boðleiðir milli embættismanna annars vegar og stjórnmálamanna hins vegar.

Og í þeim reglum er hvergi smuga að þeir eigi að koma ráðherra viðkomandi ráðuneytis til varnar ef hann lendir í því sem þú kallar pólitískan storm.

Svo sem sjálfstæðismanneskja þá ættir þú að íhuga af hverju Bjarni stendur einn í þessari orrahríð.  Gæti gerræði hans eitthvað átt sök á??

Því gallinn fyrir Bjarna er sá að þó hann hagi sér eins og skopútgáfa af Mussólíni, þá hefur hann ekki völd Mussólínis.

Brynjar hefði til dæmis getað reynst vel í þessari orrahríð.

Menn grafa sér oft sjálfir sína gröf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2017 kl. 11:09

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bíddu þá bara Ómar minn þangað til ég tala um sushistaðinn sem ég fór á í gær cool 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2017 kl. 15:48

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Bíð spenntur Ásthildur.

Takk fyrir að leyfa öðrum að njóta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2017 kl. 19:35

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er ánægjan Ómar minn.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2017 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband