13.1.2017 | 14:03
Hvenær fyllist hinn barmafulli bikar.
Þeirrar hræsni og skynhelgi sem fóðrar flóttamannatúrismann??
Það er opinbert leyndarmál að þetta er þekkt aðferð í fátækari Balkanlöndum til að sjá sig um og skoða önnur lönd, að kaupa farmiða ódýrt aðra leiðina, skálda upp einhverja sögu, gráta aðeins, og fá síðan atvinnugóðgerðarfólk til að hjálpa sér við að setjast upp á flóttamannakerfi þess lands sem ferðast á til.
Og ef fólk er virkilega séð og útjónarsamt, þá má jafnvel lifa á þessum túrisma.
Og þá er ég ekki bara að tala um flóttafólkið sjálft, heldur gildir það líka um góða fólki sem skapar sér laun við að búa til hinn tilbúna flóttamannavanda.
Á meðan frýs saklaust fólk út um alla Evrópu, vegna þess að það fær ekki skjól.
Og það er sannarlega á flótta, undan grimmum innrásarmönnum sem fjármagnaðir eru af bandamönnum vestrænna þjóða. Flóttafólki sem okkur ber svo sannarlega skylda til að hjálpa því það eru ríkisstjórnir okkar sem bera megin ábyrgðina á hinni svokölluðu borgarstyrjöld í Sýrlandi.
Hvenær ætlum við að stöðva þennan túrismaflóttaisma og eyða takmörkuðu fjármunum okkar í að hjálpa fólki sem sannarlega þarf á hjálp að halda?
Að taka á móti örfáum fjölskyldum er aðeins dropi í hafi þegar tugþúsundir eru á vergangi þar sem fá eru skjólin.
Af hverju hafa íslensk stjórnvöld ekki þegar hafið sendingu á nauðþurftum, skjólflíkum og öðrum því sem að gagni gæti komið, ásamt því að láta Rauða kross Íslands fá veglega fjárhæð til að senda til systurfélaga sinna sem ber hitann og þungann af neyðarhjálpinni víðsvegar í Evrópu.
Af hverju er umræðan hér á Íslandi í gíslingu tilbúinna góðmenna sem fyrst og síðast eru búinn að finna sína matarholu í kerfinu?
Af hverju þarf einhverja svona skítafrétt til að skapa umræðu, sem aðallega er neikvæð útí flóttafólk, um tilgang og eðli flóttamannastefnu stjórnvalda.
Er hún kostnaðarsöm sýnd til að uppfylla einhverjar samevrópskar reglur, er hún atvinnutækifæri fyrir góða fólkið og aðra sem hag hafa á þungu og óskilvirku kerfi, er hún jafnvel hluti af þeirri stefnu sem núna tröllríður vestrænan heim, sem er að skapa ótta og viðhalda ótta og þá sem valdatæki.
Eða er hún til þess að hjálpa fólki sem hefur hrakist á flótta frá heimkynnum sínum?
Það á ekki að þurfa svona atburði til að menn hugsi sinn gang og sjái fáráð núverandi kerfis.
Það á ekki að þurfa hálfa xxx þjóðina uppp á gafl til að þær einu skorður sem virka séu reistar til að stöðva túrismaflóttamennskuna.
Og fólk á ekki að gegnfrjósa í Evrópu í dag, sama hverrar trúar það er, sama hverrar þjóðar það er.
Við erum kristin, við berum ábyrgð.
Vonandi ber hinni nýju ríkisstjórn gæfu til að ræða tafarlausa neyðaraðstoð handa gegnfrosnu fólki á næsta fundi sínum. Og slái tón sem eftir verður tekið og hafi raunveruleg áhrif til góðs í þessum guðsvolaða heimi okkar.
Fyrsta fjármagn er þegar til taks, það þarf aðeins að loka þeim ferðaskrifstofum sem sérhæfa sig í flóttamannatúrisma. Og segja screw you við góða fólkið.
Það er fólk í neyð þarna úti.
Hjálpum því.
Kveðja að austan.
Ósakhæfir og farnir úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þú hefur mikið til þíns máls í þínum pistli Ómar, en Góða Gáfaða Fólkið (GGF) er ekki lengur GGF, heldur er það Illa Upplýstu Fávitarnir (IUF).
það er ekki uppörvandi fréttirnar í Víkurfréttum, hælisleitendur leita á börn kynferðislega og IUF er að afsaka gjörninginn.
Hvenær ættla stjórnvöld að draga hausin á sér upp úr sandinum og gera eitthvað í hælisleitendamálunum sem eru að fara út í alvarleg vandamál fyrir börn og unglinga landsins? Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 13.1.2017 kl. 15:22
Mæltu manna heilastur Ómar,,það er alveg með ólíkindum hvað þeir sem eru kallaðir góða fólki í daglegu tali ná að heilaþvo sjálfan sig,,,hér þarf að koma upp 48 tíma reglunni með skilríkja lausa einstaklinga frá Albaníu og Makedoniu og senda þá sömu leið til baka,eða bara samstundis,,,nógu eru yfirvöld fljót að senda til baka mótorhjóla fólkið sem er þeim ekki þóknanlegt,,
Alfreð (IP-tala skráð) 13.1.2017 kl. 15:25
Til að fækka hælisleitendum þurfum við að efla Útlendingastofnun til að hún geti unnið hraðar úr umsóknum um alþjóðlega vernd. Þannig losnum við fyrr við þá sem ekki uppfylla skilyrði fyrir álþjóðlegri vernd en einnig getum við þá fyrr samþykkt umsóknir þeirra sem uppfylla skilyrði fyrir alþjóðlegri vernd og þannig fá þeir fyrr atvinnuleyfi og eru styttri tímia án atvinnu sem aykur líkurnar á því að þeir fari á vinnumarkaðinn og geti þar með séð sér sljálfum farborða og greitt skatta til íslensks samfélags. Við verðum að skoða allar umsóknir því við vitum ekki fyrirfram hvaða umsækjendur uppfylla skilyrðin og hvaða umsækjendur gera það ekki. Þó almennt uppfylli Albanir og Makedóníumenn ekki skilyrðin þá er það svo í öllum okkar nágrannalöndum að niðurstaðan í máli hluta þeirra er á þá leið að þeir uppfylli skilyrðin.
Sigurður M Grétarsson, 13.1.2017 kl. 16:47
Blessaðir félagar og takk fyrir innlitið.
Ég vona að það hafi gleymst að þó ég hafi eytt nokkuð orðum í að útskýra fáráð flóttamannatúrismans að þá var ég að benda á að þar væri búið að eyrnamerkja fjármuni sem hægt væri að senda tafarlaust til þeirra staða þar sem fólk er að frjósa í hel í allskonar kofaskriflum og bráðabirgðaskýlum. Ég vona að ég sé ekki sá eini sem næstum fraus inní mér þegar ég sá myndirnar í sjónvarpinu af neyð þessa fólks sem við megum aldrei gleyma að var bara venjulegt fólk eins og við þar til illmenni gerðu strandhögg í byggðum þess og hrakti það á vergang.
Síðan Sigurður, þú síverjandi hinar evrópsku skrifræðisreglur, vil ég benda þér á það að ef sá hluti íslensku þjóðarinnar sem hefur ekki efni á neinu, myndi alltí í einu taka gylliboði svona flóttamannatúristaskipuleggjenda og kaupa miða aðra leiðina, þá gætu örugglega einhverjir grátið sig inní sæluna í hjá nágrönnum okkar. Því að veita einhverjum hæli er jú forsenda þessa iðnaðar.
Ég reikna með Sigurður, að áður en þú varðst Evrópuskriffinnur, að þá hafir þú verið krati, og síðasti krataleiðtogi þjóðarinnar sagði á feisbók sinni, eða var það i viðtali, man það ekki, að hún skyldi ekki þessa flóttamannastefnu, að eyða miklum fjármunum að hjálpa fólki sem þyrfti ekki á hjálp að halda, væri svona í besta falli að leita að betra lífi, en á meðan þyrftu milljónir svo sannarlega á allri þeirri aðstoð að halda sem við gætum veitt, það var samt bara dropi miðað við þörfina.
Ingibjörg hefur séð þetta með eigin augum, og góða fólkið getur ekki notað frasa sinn um hægri öfga eitthvað, hún var jú einu sinni þeirra leiðtogi, og ólíkt góða fólkinu i dag, þá er hún að gera eitthvað, að gera það sem góð manneskja gerir.
Að hjálpa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.1.2017 kl. 08:54
"Og fólk á ekki að gegnfrjósa í Evrópu í dag ..." ritar blogghræsnarinn Ómar Geirsson sem reif föt sín af vandlætingu fyrir nokkrum bloggum síðan yfir þeim mönnum sem hafa verið að benda á glópahlýnunargeggjunina!
Viltu ekki mælast til að stjórnvöld innleiði frosthörkuskatt ÓGeðið þitt?
"Ekkert lát á hlýnun jarðar.
Eins og einhverjum hafi í alvöru dottið annað í hug."(!)
... og svo er hræsnin toppuð með því að kalla eftir samstilltu átaki kristinna þjóða að bjarga islömskum öfgamönnum, ólöglegum hælisleitendum sem helfrjósa núna í fimbulkuldum Evrópu!
Megi þeir helfrjósa.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.1.2017 kl. 09:25
Ég er sammála þér Ómar með að það þurfi að koma í veg fyrir að fólk frá Balkan löndum leiti hingað. Við þurfum að hjálpa þeim stríðshrjáðu, en við erum fámenn þjóð. Þessar 330 þúsund hræður geta ekkert haldið upp þúsundum mann sem koma hingað til að hafa það betra efnahagslega. Heilbrigðis- og Menntakerfið hefur ekkert bolmagn til að standa undir þessu. En, við getum gert ýmislegt til að hjálpa þeim sem raunverulega þurfa. Það er ýmislegt hægt að gera án þess að flytja inn þúsundir manna.
Margret S (IP-tala skráð) 15.1.2017 kl. 11:32
Já það er margt í þessu Margrét.
Og allavega ættu allir að gera verið sammála um að þarna úti er fólk sem þarfnast hjálpar okkar.
Ef við værum öll mállaus, þá sæi enginn muninn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.1.2017 kl. 12:31
Blessaður Hilmar minn.
Eins og ég sagði þér, og skal alveg segja þér aftur.
Ég elska þig líka.
Sakna samt Skráms.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.1.2017 kl. 12:32
Algjör óþarfi að bæta við lögfræðingum á Útlendinga, í staðinn að bæta við 6 lögreglumönnum á Keflavíkurflugvelli.
Senda hælisleitendur sem koma frá Albaníu og Mekadóníu og öðrum löndum til baka með næstu flugvél þaðan sem þeir komu, á kostnað flugfélagsins sem kom með þá til landsins, svo einfalt er það að kippa þessu í lag.
Það er mikill munur á flóttamanni og hælisleitenda.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 15.1.2017 kl. 16:23
Eiginlega er þetta alveg rétt hjá þér Jóhann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.1.2017 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.