12.1.2017 | 18:04
Fyndinn Já við ICEsave.
Lét eins og hann hefði aldrei séð og heyrt í formanni Bjartrar framtíðar áður. Sem reyndar vekur upp alvarlegar spurningar um á hvaða öld tónlistarsmekkur hans er.
Alvarlegra er þessi endalausa lygi sem matreidd er ofaní landsmenn, þó enginn hafi próf í kokkamennsku.
Evrópusambandið fjármagnaði samtökin, Segjum Já við ICEsave, Evrópusambandið fjármagnaði Evrópustofu, og það þarf ekki flókna ályktunarhæfni til að fatta að aflandsfjármunir þess fjármögnuðu Bjarta Framtíð og núna seinna meir Viðreisn, líkt og menn þurftu ekki að vera neitt afburðagáfaðir til að vita að Kremlverjar fjármögnuðu Kommúnistaflokk Íslands.
Og til hvers þá að láta eins og raunveruleikinn sé atriði í Yellow Submarine, varla halda þeir að þjóðin sé á allsherjar LSD tryppi?
Og til hvers að þyrla ryki í umræðuna um að Viðreisn hefði viljað ná meiru í stjórnarsáttmálann, vissulega fékk Sjálfstæðisflokkurinn það samþykkt að ekki skyldi haldið áfram með ESB aðildarviðræðurnar, en mátti þá ekki alveg eins eigna flokknum að það skyldi veiðast fiskur við Ísland eða sól skini á sumrin. Því það sækir enginn um aðild að ESB í dag, í Brussel verður dottið í það ef sambandið lifir út árið.
Það er starfhætt, ekki steindautt eins og Sovétríkin voru á síðustu stjórnarár Gorbachev.
Evrópustofan stjórnar því sem máli skiptir.
Atvinnuvegunum og fjármálaráðuneytinu.
Ef sagan kann eitthvað dæmi um sigur minnihlutans, þá er það aðdragandi valdatöku kommúnista í Tékkóslóvakíu eftir seinna stríð. Þar voru lykilráðuneytin yfirstjórn hers og lögreglu, síðan var eftirleikurinn auðveldur.
En samt voru kommúnistar ekki í meirihluta í ríkisstjórn Benes forseta, líkt og Evrópustofa er í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Vissulega átti blekkingin að vera aðeins trúverðugri, Bjarni og Benni frændi voru búnir að ákveða þjóðaratkvæði um ESB, en stóðu ekki undir þeirri ákvörðun eftir frægan leiðara pennans uppí Móum.
Sem var smá strik í reikningsdæmið því hin opinbera skýring Evrópustofu á tilurð Viðreisnar var að Evrópusinnaðir sjálfstæðismenn gátu ekki verið í flokknum vegna Evrópustefnu flokksins.
Sem tafði stjórnarmyndunina um örfáa daga því almannatengill sagði að þetta yrði að virka trúverðugt. Ekki það að trúverðugleiki skiptir máli þegar völd eru annars vegar, en blekkingin þarf hugsanlega að vera sönn.
Því til að viljugt fólk láti blekkjast, þá þarf jú alltaf að vera blekking til staðar.
Hvernig átti að útskýra að eina prinsipp Evrópuflokksins gufaði upp??
Að segja sannleikann að Evrópusambandið væri í dauðteygjunum gekk ekki, þetta var jú prinsipp flokksins. Og ekki gekk heldur að játa að einn leiðari hafi eyðilagt lendingu Bjarna, því miklir Evrópumenn láta ekki penna útí Móum stjórna sér.
Svo lendingin var háðung um að einstakir þingmenn mættu leggja fram frumvarp um áframhaldandi umsókn í lok kjörtímabilsins. Eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar væru bundnir af því samkomulagi, eða að Evrópusambandið hefði nokkuð við íslensk stjórnvöld að tala eftir átta ára hlé. Eins og engin væru takmörkin á fíflaganginum.
En þó forsendur málamiðlunar geri miklar kröfur um skort á dómgreind, og reyndar alvarlegan fávitahátt, bæði fyrir kjósendur Evrópustofu sem og sjálfstæða sjálfstæðismenn, að þá þarf að leika leikritið til enda.
Láta eins og Evrópustofa sé óánægð.
Láta eins og hún stjórni ekki Segjum Já við ICesave ríkisstjórninni.
Ekki að Evrópustofu sé ekki nákvæmlega sama hvernig hún blekkti kjósendur sína. Þeir verða örugglega tilbúnir að láta blekkjast aftur, og aðrir flokkar eru tilbúnir i handraðanum til að taka við fúllyndum.
Málið er að þó Bjarni stjórni dvergunum í þingflokknum, að þá finnast þarna úti sjálfstæðisfólk sem ennþá bæði skilur mannamál og tjáir sig á mannamáli. Þó kvakið og gaggið yfirgnæfi í augnablikinu, þá er það ekki eintóna.
Það er nefnilega ennþá til sjálfstætt fólk, það eru ennþá til sjálfstæðismenn.
Af flokkstryggð þegja þeir, en nógu sjálfstæðir til að kvaka ekki eða gagga, hugsa sitt og bíða átekta.
Þó enginn veiti þeim forystu í flokknum, þá eru fyrrum forystumenn fleiri en Þorsteinn Pálsson, fyrrum ráðherrar og formenn eru ennþá mælandi á mannamál.
Og þessir forystumenn gætu tjáð sig.
Gætu yfirgnæft Þorstein.
Við þá er Benni frændi að tala.
Vonast til að þeir taki ekki eftir glottinu þegar hann segir grafalvarlegur að hann vildi ráða meir en öllu því sem skiptir máli.
Eins og 100% sé ekki nóg.
Og þetta verður sagt, aftur og aftur.
Alveg þar til þess verður ekki þörf.
Það tók 3 ár í Tékkóslóvakíu, spurning hvort Evrópustofan sé sneggri.
Að tryggja sér öll tögl, að ná í allar haldir.
Að ráða því sem hún vill ráða.
Og sjá til þess að þjóðin sé tilbúin í næstu kreppu.
Að lúta höfði, að gefast upp.
Því til þess eru jú leikurinn gerður.
Kveðja að austan.
Hefði viljað ná meiru í sáttmálann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 13
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 1237
- Frá upphafi: 1412791
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1087
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman þegar menn í alvöru halda að Íslenskir stjórnmálaflokkar sem Íslendingar sjálfir hafa engan áhuga á að fjármagna og berjast í bökkum séu fjármagnaðir af útlendingum með brennandi áhuga á Íslenskri pólitík. Þetta á við um hægri og vinstri flokka, miðjuflokka og hvern þann saumaklúbb sem viðkomandi þolir ekki. Fátt fyndnara en fólk með enga raunveruleikatengingu.
Davíð12 (IP-tala skráð) 12.1.2017 kl. 19:00
Bla, bla bla bla, bla.
Það er nú það Davíð12 minn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2017 kl. 22:24
Ómar. Hverjir vissu um hverjum skyldi fórnað á altari blekkinganna, fyrir kosningarnar 2009?
Vissir þú um hverja átti að blekkja, kúga og leggja í fjölmiðlaeinelti? Blekkja og kúga til að skrifa undir, og kenna svo viðkomandi um allt saman eftir á?
Eineltishringurinn er hættulegt vopn þeirra sem ávalt hafa komist upp með að þvo sín svikaverk af sínum höndum, og kenna öðrum um sín óábyrgu og villimannslegu kúgunarverk.
Sannleikurinn um blekkingar heimsveldispostulanna, er lífseigari en jarðneskur dauði. Hitler gæti frætt okkur um margt í misnotkunarvalníðslu páfaormagryfju-villimennskuna, ef andi hans fengi rödd sem allir heyra.
Vonandi á það eftir að gerast hér á djöflastýrðri jörðinni, áður en langt um líður.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.1.2017 kl. 00:10
Blessuð Anna.
Sannleikanum var fórnað fyrir vorkosningarnar 2009 og framtíð þjóðarinnar var undir.
Þá voru vogunarsjóðirnir mættir til leiks.
Síðan sýnist mér Anna að þú hafir lítt fylgst með því sem hefur gerst í páfagarði síðustu árin. Allt frá Jóhannesi Páli öðrum hefur páfagarður fordæmt Svörtu veiruna og í dag er Frans páfi helsti andstæðpingur þess "frjálslyndis" sem nýja ríkisstjórn okkar kennir sig við.
Þess vegna standa jú öll spjót "djöflanna" á páfagarð.
Þannig að þú sérð Anna að það er vandlifað að láta ekki blekkjast í þessum heimi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2017 kl. 07:23
Já, það er eitthvað til í því, að sannleikurinn og lýgin er til í okkur.
Eitt er þó skinsamlegt, það er að reyna að teygja sig í ljósið og litina.
Reyna að draga það góða til okkar.
Til þess var faðir vorið ætlað.
faðirvorinu er til að hugur okkar nálgist ljósið og litina, og fylli heiminn af birtu.
Þá verður lýgin, heimskan okkar ljós öllum, þar með okkur sjálfum.
Þess vegna eiga allir að fara með faðirvorið sitt á hverju kvöldi.
Jú, biðja fyrir sjálfum sér og sínum, og öllum öðrum.
Við teljum okkur vita um einhverja, sem eru bæði verri og heimskari en við.
Þá er um að gera að biðja fyrir þeim líka.
Að okkar mati veitir þeim ekki af því.
Að draga birtuna, upplýsinguna, inn í heiminn og lýsa upp hverja sál og hvert skúmaskot.
Þá verður ekkert pláss fyrir falsið, svikin og blekkinguna.
Að sjálfsögðu á ég þá að byrja á sjálfum mér.
Gangi ykkur allt í haginn,
Egilsstaðir,
Jónas Gunnlaugsson, 13.1.2017 kl. 12:57
Þakka þér Ómar Geirsson þín ágætu blogg.
Þú ert ein sá besti á blogginu, við að kenna okkur.
Þessi hugleiðing hér að ofan, er hugsuð til þeirra sem þú ert að tala um, og svo einnig til okkar allra.
Hugleiðingin er hugsuð til að vísa þeim, okkur, sem þú ert að kenna á rétta braut.
Egilsstaðir, 13.01.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 13.1.2017 kl. 17:02
Takk fyrir þessi orð þín Jónas.
Vildi aðeins bæta við hugleiðingu þína visku sem góður trúmaður kenndi mér í kaffiheimsóknum sínum þegar hann tók mig í námskeið um trú, trú 101, 201, 301, 401 og 501 (jamm þetta voru nokkuð margir föstudagsmorgnar) og það er að kunna að þakka fyrir sig í bæn sinni.
Þakka fyrir það sem maður hefur, eða til dæmis það góða sem má þó finna í erfiðum aðstæðum, fyrir birtuna, Vonina, fyrir fyrirheitið um stuðning við mennskuna á þessum myrkum dögum svörtu pestarinnar (já ég veit, þetta er svona dálítið ómaríska) og þann kærleik sem umlykur allt líf.
Fyrir fegurðina, fyrir lífið sjálft.
En ég er ekki að kenna Jónas, ég er áhorfandi, sem aðeins er að reyna að tjá mig það sem ég tel að þurfi að tala um. Eða réttara sagt, ég reyndi það fyrir nokkrum árum síðna. Núna er ég aðallega spéspegill sem reyni að hreyfa við hugsun fólks.
Margt af þessu er ekki illa meint en það er skepna þarna úti sem ógnar framtíð mennskunnar. Ég kalla hana Svörtu pestina, í Opinberunarbókinni er hún kölluð Antikristur, sumir tala bara um ómennsku. Skiptir litlu, mengun hennar er svo víða, og hún truflar margt gott fólk, sem ég efa ekki að innst inni vill vel.
Og það eru svo margar hliðar á mörgu, og út frá svipuðum forsendum er hægt að komast að gjörólíkri niðurstöðu. Og hesturinn þarf að vera ósköp hár undir manni til þess að maður viti ekki að maður þarf ekki alveg alltaf að hafa réttast fyrir sér. Hroki framsetningar er meira bara svona stílbragð til að vekja viðbrögð. Umhugsun og svo framvegis.
Ég skil alveg þar sem Anna var að segja, sem og orð þín hér að ofan. Virði viskuna líka, en það er samt þannig að í stríði gera stríðsmenn meira en gott þykir. En til að vita hvenær þú ferð yfir mörkin, þá þarftu að þekkja þau.
Og leiðbeiningar þar um eru aldrei of oft áréttaðar.
Takk fyrir innlitið Jónas.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2017 kl. 18:11
Vel sagt. Stundum virðist ekki nóg að útskýra, móttakarinn verður að vera virkur á þeirri bylgjulengd sem þú útvarpar á.
Þú segis vera áhorfandi, en það er viðmælandi þinn líka. Ef til vill, getur þú vakið viðmælandann.
Það er smá leikur í mér.
Egilsstaðir, 13.01.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 13.1.2017 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.