12.1.2017 | 13:09
Sýkna þrátt fyrir svik.
Því í löggjöfinni eru svo margar glufur að fjármálaglæpamenn sleppa.
Minnir þetta ekki óhugnalega á orðræðu íslenskra ráðherra, að þeir hafi engin lög brotið.
Og alla hina sem sögðu að þeir hefðu heldur engin lög brotið.
Þannig að Ísland er ekki eyland, og hinir saklausu sýknuðu mynduðu ríkisstjórn í vikunni.
Allt löglegt og það eina sem þarf að skoða með aflandsupplýsingar, er hvernig þarf að breyta löggjöfinni svo um það sem vafinn ríkir, verði enginn vafi á.
Að óljós löggjöf leyfi það sem hún á að gera, að leyfa auðnum að gera það sem hann þarf að gera svo hann borgi hvorki skatt og skyldur.
Og það eru aðeins rætnar tungur sem núa fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra um nasir að hann hafi skili eftir sig slóð í fjármálabraski sínu.
Hann var jú ennþá að læra.
Svo við sem borgum brúsann, reyndar viljug því við kjósum yfir okkur með glöðu geði hina sígráðugu fjármálabraskara, megum ekki falla í þá gryfju að trúa að eitthvað ólöglegt eigi sér stað.
Að til dæmis Panamaskjölin vísi á einhver skattsvik eða svoleiðis þegar um eðlilega skattagjörninga er að ræða sem alveg óvart skilja eftir glufur fyrir siðlaus viðskipti.
Við eigum að skilja af hverju löggjöf okkar er eins og hún er.
Og afhverju nýkjörnir stjórnmálamenn setja á oddinn að breyta henni ef um einhver hugsanleg grá svæði er að ræða, það er að glufurnar séu ekki nógu stórar.
Vitna í konu sem ruglaði í skattinum í óþökk Bjarna, en skynsemin í því sem hún sagði, stendur fyrir sínu, Brooke Harrington skattaskelfir hinna ofurríku;
Staðreyndin sé sú að auðugir einstaklingar geti greitt fyrir að láta sig hverfa í þeirri merkinu að auður þeirra verði ósýnilegur. Í því samhengi nefndi Brooke að talið væri að 0,7% af íbúum heimsins eigi 41% af heildarauði hans. Pýramídinn sé mjög brattur en segja megi að flestir eigi lítið eða ekkert.
Þeir nýti þá þjónustu sem þarf til að verða ósýnilegir, bæði gagnvart öðru fólki og einnig þeirri löggjöf sem ætti að ná til þeirra. Ekki sé einungis um fjárfestingaráðgjöf að ræða til að halda sínu utan skattgreiðslna, heldur sé í raun um skipulega sniðgöngu ýmissa laga að ræða, þar sem skattundanskot séu einungis toppurinn á ísjakanum. Fólk af flestum þjóðernum hafi nýtt sér slíka þjónustu til að losna undan reglum sem gilda í heimaríki þess.
Auðlegðarstjórar gæti þess almennt að vera réttum megin við strikið í störfum sínum, svipað og að aka undir þeim hámarkshraða sem gildi hverju sinni. Hins vegar séu líkur á að þeir beiti sér fyrir því, þar sem unnt er, að hraðatakmörkunum verði breytt í takt við það sem hentar viðskiptavinum þeirra best.
Þeir vinni ötullega að því að sneiða hjá gildandi lögum, án þess þó að brjóta þau. Unnið sé eftir lagabókstafnum en ekki anda laganna. Þeir skapi völundarhús um viðskiptin með fjölda milliliða sem almennt ættu að vera óþarfir nema leyndarinnar vegna svo erfitt sé að rekja þau. Einnig gæta þeir þess að skilja eftir eins litla pappírsslóð og unnt sé vegna viðskiptanna.
Réttilega bent á hjá henni að Bjarna varð það á að fela slóð sína ekki nógu vel. Æskubrek sem ættmenn hans veittu honum góðfúslega kennslu í hvernig brask án slóða sé framkvæmt í íslensku skattaumhverfi, sem reyndar er ekki óvilhallt fjármálabröskurum, en má samt ekki vanvirða.
Og Brooke benti á að hinir ofurríku brjóta ekki lög, ekki nema þá fyrir klaufaskap, þeir kaupi stjórnmálamenn til að breyta löggjöfinni í sína þágu.
Eitthvað sem kallað frjálslyndi og frelsi til athafna.
Og þar erum við Íslendingar ekkert eyland, núverandi ríkisstjórn á sér margar systur, enda Ísland talið eftirbátur annarra þjóða hvað varðar frjálslyndi og frelsi.
Sem þarf að bæta úr, og á að bæta úr samkvæmt orðum Viðreisnarráðherra því auðlegð þjappast ekki saman af sjálfu sér.
Og stjórnmálamenn eru ekki bara kostaðir til að brenna peningum.
Þess vegna er öruggt að upplýsingar um aflandseignir auðmanna, og tilurð þeirra, verði að engu, verði þegar betur er að gáð, meinlausar fyrir þá sem málið varðar.
Annað væri léleg fjárfesting.
Kveðja að austan.
Sýkna þrátt fyrir svikamyllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.