Segjum Já við ICEsave.

 

Myndar meirihluta þessarar ríkisstjórnar.

Allavega 6 ráðherra af 11.

 

Sem vekur upp spurningu hver vann ICEsave stríðið?

Vissulega vann  þjóðin þjóðaratkvæðið í tvígang, en þegar tapararnir leggja undir sig framkvæmdavaldið nokkrum árum síðar, þá er allavega ekki hægt að segja að þeir hafi tapað stríðinu.

Kannski frekar að stríðið um sjálfstæði þjóðarinnar sé ekki lokið.

 

Fólk til sjávar og sveita þarf allavega að óttast ESB hramminn.

Og það getur ekki verið tilviljun.

Fláráður er sjaldan til friðs.

 

Og hvað ætli sé að frétta af evrunni??

Hvaða undirmál ætli að séu þar í gangi??

 

Nei, það er ekki von þó margur fullveldissinninn sé uggandi þessa stundina.

Það er þeir sem eru ekki það skyni skroppnir að láta gljáfrið glepja.

Jón Bjarnason þekkir sína fornu fjendur og minnist á þá í bloggpistli dagsins, og það þarf ekki mikla lestrarkunnáttu til að lesa sömu áhyggjur út úr orðum Styrmis Gunnarssonar á síðu hans í dag.

 

Það eina sem er óvíst er hvað penninn uppí Móum segir í leiðara sínum í kvöld.

Hann allavega aflífaði hugmynd Bjarna að bjóða Bjartri Viðreisn þjóðaratkvæði um aðildarspjall, en mun hann sætta sig við krók Bjarna?

Og jafnvel fagna handahafa silfurrýtingsins frá haustinu 2008?

 

Skýrist.

Hann er í erfiðri stöðu en seint talinn dvergur.

 

Erfitt að fara gegn flokk sínum.

En stundum þarf sannleikurinn að heyrast.

 

Eða það sagði Churchill allavega.

Kveðja að austan.


mbl.is Ákveðið með þrjá ráðherra Viðreisnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefði átt að verða menntamálaráðherra. Enginn getur gegnt því ráðuneyti betur heldur en hún. Þar eru hennar styrkleikar óvefengjanlega miklir og dýrmætir.

Almættið hjálpi verkafólki og restinni á Íslandi ef Þorsteinn Víglundsson verður ráðherra velferðar og húsnæðismála! Hverjum datt slík fjarstæða í hug að gera láglaunanna heimtufrekjugrenjandi vertakanna forstjóra, að ráðuneytisverjanda fórnarlamba húsnæðiskúgana bankaræningjanna á Íslandi?

Það verður óumflýjanleg híbýlaleitar skoðunarferð fyrir hellisbúanna framtíðar Höllu og Eyvind á Íslandi, með vanhæfan Þorstein Víglundsson í ráðuneyti velferðar og húsnæðismála!

Líklega er þetta gert svona óheiðarlega, óverjandi og vitlaust, til að geta rofið þing eftir nokkra mánuði til að klára ólýðræðislega innleiðingu nýrrar Stjórnarskrá Íslands.

Vanhæfni og svikavinnubrögð eru greinilega rauður þráður í gegnum þessar ruglsins ráðherraútdeilingar.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.1.2017 kl. 23:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Anna, hún yrði góður menntamálaráðherra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2017 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 156
  • Sl. sólarhring: 573
  • Sl. viku: 5695
  • Frá upphafi: 1400452

Annað

  • Innlit í dag: 136
  • Innlit sl. viku: 4894
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband