Hvar voru Píratar í aðdraganda kosninganna??

 

Af hverju eru þeir fyrst núna að gera mál úr þessari týndu skýrslu fjármálaráðherra??

Það er ekki eins og að gerð þessarar skýrslu hafi verið eitthvað leyndarmál.

Búið að liggja fyrir í allt sumar að fjármálaráðherra vann að gerð hennar.

Og það var ákaflega einfalt að kalla eftir efni hennar strax á haustþingi.

 

En var ekki gert.

Af hverju?

Af hverju var ekki sótt að Sjálfstæðisflokknum vegna Panamatengsla ráðherra flokksins?  Eða helstu vildarvina flokksins??

Hvaða þegjandi samtrygging var í gangi??

 

Enn einu sinni lyktar íslensk stjórnmálaumræða af því að vera stýrð, eins og einhver leikstjóri skrúfi uppí mönnum eða þaggar niður eftir atvikum hverju sinni.

Til dæmis ef á að draga athyglina frá hinu raunverulega málefni næstu ríkisstjórnar, sem er að koma eignum almennings í auðmannahendur, þá er svona hávaði, korteri fyrir myndun Engeyjarstjórnarinnar mjög hentugur.

Búa til hvell svo hið grafalvarlega er ekki rætt.

Hefur gerst áður, og mun örugglega gerast aftur.

 

Eða á meðan fólk lætur blekkjast.

Kveðja að austan.


mbl.is „Við fordæmum þennan gjörning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... ég veit ekki betur en að það sé búið að vera að kalla eftir þessari skýrslu síðan vinna við hana byrjaði? hvar hefur þú verið?

hallur (IP-tala skráð) 9.1.2017 kl. 18:40

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég hef verið á Íslandi hallur.

Og man hreint ekki eftir neinum hávaða í haust.

Það var sko þá sem var setið á skýrslunni.

Og þá átti að kalla eftir henni, því þá var verið að fremja glæpinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2017 kl. 18:43

3 identicon

Það er fyrst núna sem fjármálaráðherra lætur vita að skýrslan hafi verið tilbúin fyrir 4 mánuðum síðan en hann haldið því leyndu. Píratar geta lítið að því gert að vera ekki kunnugt um öll leyndarmál fjármálaráðherra, það er í eðli leyndarmála. Það kallar enginn eftir efni skýrslu sem á ekki að vera til, nema snillingar að austan sem eftirá vita allt á undan öllum öðrum.

Davíð12 (IP-tala skráð) 10.1.2017 kl. 01:04

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Davíð12.

Gáfur þína aukast með hverjum deginum.

Nú er ég aldeilis hlessa.

Já, það held ég nú svei mér þá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2017 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 628
  • Sl. viku: 5611
  • Frá upphafi: 1399550

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 4784
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband