9.1.2017 | 11:19
Og stóra spurningin er.
Hvað er kokgleypir sjálfstæðismanna víður??
Þá er ég að tala um fólkið sem ólst upp með flokk sem kenndi sig við stétt með stétt, og var borgaralegur íhaldsflokkur sem byggði á kristinni siðmenningu.
Sættir það sig við að eitt helsta gjöreyðingarvopn frjálshyggjunnar, uppboðsleiðin verði tekin upp í sjávarútvegi?? Eins og endir eigi sér ekki upphaf.
Sættir það sig við að klippt verði á tengsl flokksins við burðarrás sveitanna, landbúnaðinn?
Sættir það sig við áframhaldandi myglu heilbrigðiskerfisins svo hægt verði að opna flóðgáttir einkarekstursins??
Sættir það sig við að löggæslan verði skorin svo inn að beini að eina vernd borgaranna verður að skipta við einkarekin öryggisfyrirtæki?
Sættir það sig við hina gjaldþrota frjálshyggju sem íhaldsmenn engilsaxneskra landa eru í óðaönn að afneita?
Sættir það sig við allt bara ef auðmennirnir segja; "Við erum sjálfstæðismenn!!".
Það er stóra spurningin.
Henni verður svarað í kvöld.
Kveðja að austan.
Kynna stjórnarsáttmálann í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 33
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 2052
- Frá upphafi: 1412751
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 1805
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sem hélt að orðasambandið ,,stétt með stétt" væri komið frá ítölskum fasistum. Musulíní og félagar.
Kristbjörn Árnason, 9.1.2017 kl. 14:03
Já, hann var greinilega ekki alvitlaus Kristbjörn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.1.2017 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.