9.1.2017 | 08:23
Lög við lygum
Þegar lygarnar eru afdráttarlausar, og logið er beint til að blekkja þjóðina.
Og blekkingin skilar sætum á þjóðþingi þjóðarinnar.
Þá á að vera til stjórnlagadómstóll sem rannsakar lygarnar og blekkingarnar og dæmir viðkomandi flokka óhæfa til setu á Alþingi
Viðreisn, flokkur atvinnurekanda sem voru of fínir með sig til að ganga til liðs við samtökin Já borgum ICEsave, kallast Björt Framtíð í daglegu tali, klauf sig frá Sjálfstæðisflokknum vegna stefnu flokksins í Evrópumálum.
Viðreisn vill láta reyna á aðild með umsókn og aðildarviðræðum.
Viðreisn var minnihlutahópur sem sætti sig ekki við stefnu meirihlutans.
Síðan var kosið, Viðreisn fékk þingmenn, og þá alltí einu gufaði ásteytingarsteinn upp þegar ráðherrasæti voru í boði.
Sem afhjúpar að hinn meinti ágreiningur snérist ekki Evrópusambandsaðild, heldur um skort á frama. Með öðrum orðum þótti þessum einstaklingum líklegra að verða þingmenn og ráðherrar, ef þeir færu í sérframboð.
Almannatengill var fenginn til að útbúa hljómfagra stefnuskrá, meintur ágreiningur var útbúinn við móðurflokkinn, og svo var lagt á stað á kosningamiðin.
Uppskeran 7 þingmenn sem voru kosnir út af lygum.
Lygin er augljós öllu hugsandi fólki.
Þegar grundvallarágreiningur er um hvort á vegamótum sé beygt til vinstri eða hægri, og ágreiningurinn svo mikill að menn geta ekki verið í sama bílnum, þá er lausn málamiðlunar ekki að hvorki er beygt til vinstri eða hægri, heldur staðnæmst með óljósu orðalagi að einhvern tímann seinna verði haldið beint áfram út í móa.
Þegar kosið er um grundvallarmál þá eiga kjósendur að geta treyst því að um það sé ekki samið, þeir eiga að geta treyst því að atkvæðum þeirra sé ekki breytt eftir á.
Slíkt er kosningafals, engu betra en kosningasvik.
Sjálfstæðisflokkurinn gat gefið eftir, hann hefur ekki gert neitt mál að grundvallarmáli, heldur er hann svona flokkur sem segir, kjósið mig og við munum tryggja ykkur velsæld.
En Viðreisn var stofnuð út af ágreiningi um grundvallarmál, og síðan má bæta við að samtökin Já Ísland voru stofnuð, ekki til segja já við ICEsave, heldur vegna Evrópumálanna, aðild að ESB og upptaka evru er grundvallarmál flokksins.
Ríkisstjórn þessara þriggja flokka getur því ekki samið um neitt annað en áframhaldandi aðildarviðræður þó Sjálfstæðisflokkurinn gæti gert þann fyrirvara að vera á móti aðild.
Annað eru lygar, annað eru blekkingar, annað er svik við kjósendur Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar.
Sumir gætu sagt að ríkisstjórn sem hefur feril sinn með slíkan myllustein um háls sér, sé í raun andvana fædd, hún sé mörkuð sem lygastjórn frá fyrsta degi.
En vanmetum ekki viljann til rána, hann hefur oft haldið ræningjaflokkum saman.
Samt er það aukaatriði málsins.
Við sem þjóð eigum ekki að líða þennan gjörning, þetta fals, þessi svik.
Afstaða hvers og eins til Evrópusambandsins skiptir þar engu máli.
Það eru vinnubrögðin sem eru óásættanleg.
Þau eru ávísun á að við verðum um aldir og ævi sírænd þjóð.
Það vita reyndar allir að það stóð til að semja um eitthvað í Evrópumálunum, líklegasta lendingin var þjóðaratkvæði þar um. Það er að Sjálfstæðisflokkurinn gæfi eftir.
Þunnur þrettándi en samt viss löghelgan á erfiðu máli.
Niðurstaða sem hægt var að réttlæta.
En penninn uppí Móum skrifaði þá lendingu út úr sögunni.
En fyrst að Golíat treysti sér ekki í Davíð þá var ljóst að ríkisstjórn þessara þriggja flokka var úr sögunni.
Lausnin gat aldrei orðið þetta fals sem kynnt er í Mogganum í dag.
Því með lygum skal ekki land byggja.
Nú reynir á betra fólkið.
Ef það er þá ennþá til í þessum flokkum.
Lýðveldið Ísland er ekki fjármálavafningur.
Kveðja að austan.
Evrópumálin sett á ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 23
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2042
- Frá upphafi: 1412741
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1795
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.