Er breska byltingin upphafið??

 

Að varnarbaráttu mannsins gegn ómennsku Svörtu pestarinnar kennda við frjálshyggju.

Bretar gáfu vissulega tóninn þegar þeir losuðu sig úr skrifræðisviðjum Evrópusambandsins en núna berast fréttir af hreinræktuðu byltingartali úr sjálfum innsta kjarna veirunnar sem lagðist á vestræn samfélag uppúr miðri seinustu aldar.

 

„Sam­fé­lags- og menn­ing­ar­leg ein­ing, sem er fyr­ir til­stilli fjöl­skyldna, sam­fé­laga, bæja, borga, héraða og þjóða, er það sem skil­grein­ir okk­ur og ger­ir okk­ur sterk,“ skrif­ar May. „Og það er hlut­verk rík­is­ins að hvetja og hlúa að þess­um sam­bönd­um og stofn­un­um þar sem það get­ur og til að leiðrétta órétt­lætið og ósann­girn­ina sem sundr­ar okk­ur, hvar sem það er að finna.“

 

Hér er ekki verið að tala um niðurskurð, hagræðingu eða uppboðsleið til að rústa atvinnugreinum, hvað þá sölu ríkiseigna eða einkavæðingu grunnþjónustunnar.

Hér er verið að tala um sjálfan kjarnann, hver er besta leiðin til að koma lífi á legg.  UM fjölskylduna og umgjörð hennar.

Og um leið bent á að óréttlæti og misskipting eru eitt af grafartólum andskotans.

 

Lítt lesið fólk í sögu gæti haldið að um netgrín sé að ræða, að svona meintur sósíalismi myndi aldrei koma frá formanni breska íhaldsflokksins, svona í ljósi hins sögulega hlutverks hans í að breiða út veiru Svörtu pestarinnar.

En sagan veit betur, þegar frjálshyggjuveiran var langt komin með að sundra bresku samfélagi innan frá á nítjándu öldinni, þá kom andófið gegn henni ekki síst frá borgarlegum íhaldsmönnum, sem byggðu þá þjóðfélagsgagnrýni sína á kristnum gildum.

Og það voru íhaldsflokkar, eins og sá breski, eða eins og sá íslenski, sem unnu samkeppnina við frjálshyggjuflokkana um fylgi borgaralegs fólks.

 

Vonin lifir.

Vonin er að eflast.

Vonin mun bjarga mennskunni.

 

En hún gerir það ekki hjálparlaust.

Og hjálpin virðist koma úr óvæntustu áttum.

Kveðja að austan.


mbl.is Hlutverk ríkisins að leiðrétta óréttlætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meinsemdin liggur í frjálsu flæði fjármagns sem ESB og ríkisstjórnir setja ekki takmörk við

en ekki frjálsræði til að hyggja, frjálshyggju einstaklinga

Grímur (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 14:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Grímur, án þess að ég sé nokkuð að gera lítið úr bensínbrúsanum, þá er hann ekki vandinn þegar brennuvargur er annars vegar.

Frummeinsemdin liggur í hugmyndafræði sem hafnar öllum sið og samfélagsgildum, og telur markaðinn eina mælikvarða á gildi mannlegs atferlis.

Hugmyndafræði sem hlær að grunngildi kristinnar siðmenningar að þú eigir að gæta bróður þíns, kveður það frjálst val, þú megir það svo sem ef þú hefur ekkert merkilegra að gera, en þér ber engin skylda til þess.

Útfrá þessu er gróðahyggja, byggð á löstum hafin til skýanna, það sem var talið til ómennsku og dauðasynda, var alltí einu talið eðlilegt atferli til að drífa áfram efnahagslífið.

Eins og eitthvað gott gæti komið úr illskunni.

Enda tók það ekki nema 40 ár að koma heiminum á heljarþröm.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2017 kl. 15:47

3 identicon

Sæll.

Theresa May fer með tóma þvælu hér. Ríkið á ekki að skipta sér með einum eða neinum hætti að markaðinum. Við sjáum hversu vel afskipti Seðlabankans í aðdraganda síðasta hruns komu sér. Svo er SÍ að gera nákvæmlega sömu mistök aftur. Við sjáum einnig hve vel afskipti ríkisins af leigumarkaðinum koma sér - bæði fyrir leigjendur og leigusala. Mýmörg önnur dæmi eru til.

Svo er svolítið merkilegt að heyra Ómar tala um kristna siðmenningu þegar ljóst er að hann skilur afskaplega lítið í henni. Prófaðu að fletta upp á 1. Tím 5:8.

Efnahagslíf heimsins hefur verið á niðurleið frá því í október 1987 - þökk sé Alan Greenspan. 

Helgi (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 22:14

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Ég hélt, svona svo við værum ekki alltaf að endurtaka okkur, værum ásáttir um að ræða ekki aftur skaðsemi ríkisins fyrr en þú værir búinn að fá þér búsetu í þeim samfélögum sem ákváðu að þróast án ríkisvalds, og þú myndir þar taka til að senda mér skýrslu um dásemd þess að búa án ríkisvaldsins.  Þú hlýtur að geta haft með þér nóg af batteríum og gervihnattasíma.

En ég er alltaf tilbúinn að taka upp nýjan þráð.

Mér líst vel á að þú uppfræðir mig um skaðsemi Alan Greenspan frá 1987, ég er reyndar alveg sammála þér þó við kannski göngum út frá ólíkum forsendum.

En mér er svo sem sama hvernig einn af vírusum Svörtu pestarinnar er skammaður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2017 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1412733

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband