7.1.2017 | 18:03
Bjarni the tyrant
Eða svo voru þeir kallaðir einræðisherrarnir sem tóku við að hinum föllnu lýðveldum Grikklands hins forna.
Án þess að það komi málinu við að þá féll lýðveldið þegar fólk hætti að þekkja muninn á lýðskrumi og rökræðu. Svona eins og lýðræðið féll í Bandaríkjunum í síðustu kosningum.
Reyndar hétu harðstjórar hins forna hellenska heims ekki Bjarni, heldur hétu þeir hinu og þessu og voru kallaðir harðstjórar eða tyrant.
Það er sögð sú saga um harðstjóra einn sem var eitthvað óviss um vald sitt, að hann sendi ráðgjafa sinn til Sikileysku borgarinnar Syracus, þar sem mjög skilvirkur harðstjóri réði ríkjum. Og spurningin var ein, hvernig ferðu að þessu?
Harðstjórinn í Syracus fékk sér þá göngutúr út fyrir borgarmúrana, og stefnan var tekin á næsta akur. Þar labbaði hann um með sendiboðanum, án þess að segja orð, og það eina sem hann gerði var að höggva annað slagið niður akorn sem risu uppúr umhverfi sínu.
Sendiboðinn skyldi pointið, snéri til baka, og húsbóndi hans varð síðan mjög farsæll harðstjóri, hann fattaði nefnilega að afhausa þá sem ógnuðu veldi hans.
Sjálfstæðismenn hafa hins vegar illa tekið pointið, halda að ennþá ríki lýðræði innan flokksins, og þar séu fleiri en einn sem fari þar með völd.
Samt sýndi Bjarni hve vel hann er lesinn, þegar hann skipaði ráðherra innanríkis eftir að rógtungur, sem örugglega hafa ekki átt neinar rætur í Engey, felldu helsta keppninaut hans innan flokksins. Svona eitthvað svipaðar tungur sem felldu hans helsta keppinaut í íslenskum stjórnmálum nokkrum árum seinna. Og þær tungur voru heldur örugglega ekki með póstnúmer í Engey, enda eyjan ekki með póstnúmer.
Bjarni niðurlægði þungavigtarmenn þingflokksins með því að ná í xxxx uppgjafarþingmann til Sviss. Sem þarf ekki að taka fram að er alfarið háður velvild Bjarna með valdboð sitt.
Algjörri gat niðurlægingin ekki orðið. Enda bognaði þingflokkurinn það mikið í baki að utan séð sást enginn hæðarmunur, enda erfitt að gnæfa yfir aðra, þegar allir skríða í auðmýkt fyrir formanni sínum.
Augljóst fyrir alla, nema þá sem sáu allt í gegnum flokksgleraugun, og héldu að stuðningur þeirra í prófkjörum, við þeirra mann, þýddi að þeirra maður hefði eitthvað vægi innan flokksins.
Svo núna á að endurtaka kennsluna, aftur á að leita út fyrir þingflokkinn.
Ekki það að það séu ekki allir hlýðnir innan þingflokksins, sískríðandi, en ennþá finnast svo gamaldags flokksmenn að þeir halda að þeir séu sjálfstæðir, og styðji Sjálfstæðisflokkinn.
En ekki hinn samhenta Engeyjarflokk sem ætlar að tilkynna um ríkisstjórn sína eftir helgi.
"Kann að leita út fyrir þingflokkinn!!", er hægt að orða það smekklegra?
Hinum algjörum yfirráðum formannsins yfir flokki sínum.
Og sýna, svo enginn ætti að veltast í vafa, að Engeyjarflokkurinn er ekki í stjórnmálum til að vinna að hag þjóðar og flokks, hann er það sem hann er, stjórnmáladeild ættarveldis, sem var næstum því búin að tapa stöðu sinni í íslensku efnahagslífi fyrir hinum nýríku ættleysingjum, kennda við útrás.
Og veit eins og er að það er monníið sem ræður öllu á bak við leiktjöld stjórnmálanna.
Á næsta kjörtímabili á að einkavæða.
Og einkavæða.
Og einkavæða ennþá meira.
Borgunardæmið var æfing á síðasta kjörtímabili.
Núna er það the real one.
Eigum ríkisins skal stýrt til þeirra sem málið varða, það er þeirra sem eiga Engeyjarflokkinn, eða eru bestu vinir eiganda hans.
Svona er Ísland í dag.
Svona er Sjálfstæðisflokkurinn í dag.
Svona er þjófræðið í dag.
En gleymum því aldrei.
Skriðdrekar bjuggu ekki til þennan raunveruleika.
Það er allt fyrir opnum tjöldum.
Kveðja að austan.
Kann að leita út fyrir þingflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 488
- Sl. sólarhring: 704
- Sl. viku: 6219
- Frá upphafi: 1399387
Annað
- Innlit í dag: 414
- Innlit sl. viku: 5269
- Gestir í dag: 381
- IP-tölur í dag: 376
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Djarfur ertu, Ómar!
En að hve litlu eða miklu leyti sannspár, verður bara að koma í ljós.
En þetta virðist þó alltjent rétt ábending:
"Bjarni niðurlægði þungavigtarmenn þingflokksins með því að ná í xxxx uppgjafarþingmann til Sviss. Sem þarf ekki að taka fram að er alfarið háður velvild Bjarna með valdboð sitt.
Algjörri gat niðurlægingin ekki orðið. Enda bognaði þingflokkurinn ..."
Jón Valur Jensson, 8.1.2017 kl. 02:10
Blessaður Jón Valur og gleðilegt nýtt ár.
Það eina sem stóð í mér var fyrirsögnin, efaði það væru of margir þarna úti sem þekktu þetta gríska orð, tyranos. Og myndu því ekki klikka á og lesa.
Hitt er svona að bara hætti hússins, sagt það sem þarf að segja, á þann hátt að fólk geti tekið afstöðu til. Hef ég ekki oft kallað þetta?, að það máti skoðanir sínar við það sem kemur fram í pistlinum. Ég geri það allavega oft.
Ég veit til dæmis Jón Valur af því sem þú ert að segja hér fyrir ofan, það er að taka undir þessa lýsingu mína á þekktum atburði, að þú sért að velta fyrir þér að hve miklu leiti aðförin að Sigmuni Davíð átti póstfang út í Engey.
Atburðarrásin passar algjörlega við Machiavelli og reyndar flest af því sem gerst í kringum stjórnmálaferil Bjarna frá því að hann feldi tár í beinni útsendingu, en veikleiki kenningarinnar er eins og við vitum báðir að Bjarni les ekki bækur.
Hins vegar þurfið þið verjendur Sigmundar að fara að átta ykkur á að það gerist ekkert hjá Ruv af sjálfu sér. Og það er orðin frekar þunn skýring að benda á tengslin við Samfylkinguna, enda hún horfin af yfirborði jarðar.
Samfylkingin hætti að vera gerandi einhvern tímann á fyrsta ári ríkisstjórnar Jóhönnu, hún varð þjónandi og síðan verjandi. Alltaf að verja gjörðir sínar, verja skoðanir sínar, verja sig gagnvart hvorum öðrum og svo framvegis. Sem náttúrulega skýrir af hverju hún dagaði uppi.
Follow the monney er frasi sem segir að menn eiga að rekja sig eftir hagsmunum, eða finna hagsmuni sem að baki liggja. Þá breytist pússlið úr óskiljanlegum táknum í heiðskýra mynd.
Og hverjir höfðu mestan haginn að ganga frá Sigmundi??
Og hreint út þá koma aðeins tveir hópar til greina, vogunarsjóðirnir sem Sigmundur bendir á, eða hans helsti keppinautur í stjórnmálum. Við megum aldrei gleyma að Sigmundi hafði næstum tekist að gera Sjálfstæðisflokkinn að minniháttar flokki í kosningunum 2013.
Sigmundur var helsti fjandi vogunarsjóðanna en ekki eyland og síðasta ríkisstjórn var að krukka í eigur þeirra. Af hverju stóðu þá ekki öll spjót líka á fjármálaráðherra???????????????????????
Auðvitað segja margir andstæðingar Bjarna að það sé vegna þess að Bjarni sé svo lítill bógur, en það er fjarstæða, hann er langöflugasti stjórnmálamaður landsins, aðeins gamli maðurinn uppí Móum hefur tötsið í hann. Líklegasta skýringin er einhvers konar vanheilagt bandalag, það er ef tengslin eru ekki bein.
Og menn vega ekki bandamenn sína, allavega ekki á meðan þeir eru bandamenn.
Svona bandalög hafa áður sést, og það snjóar á fleiri stöðum en Íslandi.
Og þar með er aðförin að Sigmundi með þegjandi samþykki Bjarna, og þykir sjálfsagt ekkert óeðlilegt í stjórnmálum. Og ég reikna með að flestir telji þetta líklegustu sviðsmyndina því náttúrulega höfum við ekkert í höndunum þegar við drögum hana upp.
Og ég skil það alveg þó fólk telji það líklegra.
Ég hins vegar get ekki vikið úr huga mér myndinni sem ég fékk þegar ég dró saman þekkta staðreyndapunkta um feril Bjarna eftir tárið í beinni og sá að ég hafði séð hana áður. Þekkt málverk af 15. aldar manni sem hefur það sérkennilegt andlitslag kringum nefið, að maður gleymir henni aldrei, eftir að maður hefur einu sinni séð hana.
En þetta er myndin;
Tilviljun?? Veit ekki.
En af hverju eru þá allir svo kallaðir þungavigtarmenn Sjálfstæðisflokksins með það mikil sár á hnjánum að þeir þurfa að notast við hnépúða líkt og þeim sem dúkaleggingarmenn nota??
Ég myndi ekki slá frá mér að óathugðumáli að aðförin að Sigmundi eigi póstnúmer út í Engey.
Takk fyrir innlitið Jón Valur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2017 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.