7.1.2017 | 08:21
Vér morðingjar, -annar hluti.
Gleymum því ekki að þegar teflt er um mannslíf, þá er aðeins tímaspursmál hvenær ein skák tapast.
Og þá eru þeir sem ábyrgðina bera með blóð á höndum sínum.
Allir.
Kveðja að austan.
Komust ekki með sjúkling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 346
- Sl. sólarhring: 759
- Sl. viku: 6077
- Frá upphafi: 1399245
Annað
- Innlit í dag: 293
- Innlit sl. viku: 5148
- Gestir í dag: 275
- IP-tölur í dag: 273
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og kaldhæðni, að það sé LÆKNIR sem ber ábyrgðina !
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 08:41
Birgir, rangt, ráðherra innanríksmála ber hér ábyrgð.
Búið er að benda á vandamál með téða braut og að til sé eins braut á BIRK. Málið er því stopp á borði ráðherra.
Málinu var komið til ráðherra og þá ríkisstjórn fyrir meira en ári síðan.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 7.1.2017 kl. 10:50
Blessaður Birgir.
Sigfús er reyndar búinn að orða seinna hlut þess sem ég ætlaði að segja, ef líf glatast þá er ábyrgðin hjá þeim sem valdið hafa, og þeim sem áhrif gætu haft á þá ábyrgð. Þess vegna beið ég spenntur eftir áramótaræðu forsetans, og núna ennþá spenntari eftir væntanlega ádrepu hans við þingsetningu.
En ógæfufólkið sem lokaði brautinni, ber vissulega sína sök, og það var það sem ég ætlaði aðeins að spinna út frá.
Því flokkarnir sem tóku þessa sjálfhverfa ákvörðun að láta sig ekki líf náungans varða eru nokkuð veginn þverskurður af fólkinu sem ítrekað hefur komið fram í fjölmiðlum, og tjáð sig um hvað það er gott. Og lætur sig góð mál varða, sérstaklega pínu dálítið í burtu.
Efa ekki að það sé allt saman vel meint, og örugglega allt þörf orð.
En það áttar sig ekki á að það eru gjörðir sem skera úr, ekki orð.
Það áttar sig ekki á sínu siðferðislega gjaldþroti.
En er ekki svo sem eitt um það, þetta er ekki fólk án stuðnings, þó eitthvað hafi reyndar kvarnað undan lækninum og flokki hans.
Það er nefnilega aðeins flóknara að vera manneskja, en þyjast vera það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2017 kl. 11:07
Ómar, þú mátt þá ekki gleyma því að það er búið að vera þá búin að vera stefna allra flokka sem nú sitja við ráðaborðið í borginni, sem hafa vilja völlinn í burtu,annað hvort sem heild eða í hlutum. Til að styðja það eru til skýrslur sem unnar vorum í umboði þáverandi samgönguráðherra (X-D), kosið var um flugvöllinn er Framsókn stýrði borginni í R-lista samstarfi.
Þannig þetta sem á sér stað í dag er pólitík, svo eru til farþegar sem hoppa á vagninn til að klekkja á þeim sem ekki fylgja Framsókn og X-D.
Svo einfalt er það nú...
Sigfús Ómar Höskuldsson, 7.1.2017 kl. 11:33
Góður punktur Sigfús.
R listinn var að mörgu leiti afsprengi samstarfs ólíkra einstaklinga sem náðu saman í stúdentapólitíkinni, og á þeim dögum virtist það vera stórt skref í baráttunni við frjálshyggjuna sem óð uppi í þjóðfélaginu.
Allavega fyrir okkur sem álíta hana óféti mikið.
Ég viðurkenni það fúslega að ég var svag fyrir R listanum, þó hann snerti mig ekki sem slíkan sem landsbyggðarrottu. Eins fagnaði ég sameiningu félagshyggjufólks undir einn hatt Samfylkingarinnar.
Fyrstu rauðu aðvörunarljósin kviknuðu hjá mér þegar Ingibjörg Sólrún eyddi stórfé í að gera skýrslu um útdeilingu fjármuna á fjárlögum eftir kjördæmum. Og niðurstaða hennar fyrsta frétt hjá Ruv og fleiri fjölmiðlum.
Niðurstaða sem kvað á um að öll sameiginleg útgjöld sem vörðuð landsbyggðina væru byggðarstyrkir eða kjördæmapot, en því sem ver eytt í Reykjavík voru bara útgjöld.
Jafnvel frjálshyggjustrákarnir í Heimdalli hefðu aldrei látið svona frá sér fara.
Þess vegna kom afstaða R listans í flugvallarmálinu mér ekki á óvart.
Það er eitthvað að sálinni hjá þessu fólki.
Ætli það sé eitthvað í drykkjarvatninu þarna fyrir sunnan??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2017 kl. 12:07
Hollt og gott að hafa álit á R-listanum. En það breytir því ekki, að mínu mati að umræðan um flugvöllinn er mjög hentugt sem pólitísk deila. Nú eru þeir flokkar í minnihluta í borginni sem vildu líka þessa flugbraut í burtu (vísa aftur í skýrlu á vegum Sturlu frá árinu 2005 um nýja samgöngumiðstöð). Nú er bara hentugt að hoppa á tilfinningarúnkvagninn og hrópa "dauði, dauði og mannslíf".
Með kjördæmapotið, þá held ég á síðasta kjörtímabili höfum aldrei haft eins mikla "landsbyggðarþingmenn" og þá sem sátu fyrir Reykvíkinga. Sbr fyrrverandi formann fjárlaganefndar sem vildi færa allt fjármagn úti á land. Sjáum hvernig fyrirhugað var að færa stofnanir með góðu eða illu út á land, skítt með starfsfólk (LHG , Hafró).
Kveðja úr norðumýrinni.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 7.1.2017 kl. 12:29
Blessaður Sigfús.
Það er bara þannig með þjófþrifamál að það kasta sér margir á vagninn þegar þeim hentar, sem og hitt að margir styðja þau bara vegna þess að þau snúa af þeim. Spurning hver stuðningurinn væri á raun á landsbyggðinni ef flæðið væri öfugt. En þó má ekki gleyma að þrátt fyrir stanslausan áróður gegn flugvellinum, og síðan mögnuðum stuðningi "góða" fólksins við hann, að þá nýtur hann mikils stuðnings í Reykjavík.
Enda er þetta ekki pólitískt mál, eða kjördæmamál, eða neitt svoleiðis.
Það eru svona mál sem afhjúpa fólk og mennsku þess.
Reyndar ætla ég að hrósa þér fyrir að hafa ekki gripið gæsina, og hnýtt í Valsmenn, svona miðað við hvaðan kveðja þín kom.
Loks varðandi hið meinta kjördæmapot, þá þarf ekki sterk lesgleraugu á fjárlög til að sjá að mesta potið er að koma fjármunum í lóg í Reykjavík.
En þar er líka gleðileg undantekning, þrátt fyrir potið, þá afþakkar hugsjónafólkið í R listanum hinum nýja við fjármunum úr ríkissjóð til að bæta holuvegi í Reykjavík.
Þetta kalla ég að þora að standa á skoðunum sínum.
Eða eins og maðurinn sagði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2017 kl. 13:10
Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !
Ómar / Birgir, og Sigfús Ómar !
Rétt: að rifja upp fyrir ykkur, sem landsmönnum ÖLLUM, að Bretar afhentu landsbyggðinni allri: ekki bara Reykvíkingum Vatnsmýrarflugvöllinn, þá þeir hurfu af landi brott með sínar Hersveitir, forðum.
Allt Borgarstjórnar hyski fyrri sem seinni ára - sem og Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ólöf Nordal bera FULLA ábyrgð á þessu ástandi.
Íslenzkir fjölmiðlar: hafa ekki haft rænu á né þor, að kanna tengzl þessa liðs:: ekki bara Ess Bjarnar og Dags B., við Valsmanna braskara félagið, sem hyggst notfæra sér amlóðahátt stjórnvalda, með því bygginga vafstri, sem Vals lýðurinn stendur fyrir þar syðra, algjörlega óáreittur.
Hversu háar MÚTUR - skyldi Borgarstjórn Reykjavíkur / sem og stjórnarráðs liðið og alþingismenn hafa þegið úr vösum Valsmanna, til þess að halda kjapti, piltar ?
Og: hví í ósköpunum, er ekki búið að REKA Val, úr Íþróttahreyfing unni, aukinheldur ?
Þarna Kristallazt - enn einn viðbjóðurinn, í dæmigerðri íslenzkri stjórnsýslu, ágætu drengir !!!
Með beztu kveðjum: engu að síður - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 13:52
Veit ekki með téða tengingu á milli Íþróttafélagsins Vals og byggingana sem umræðir. En gott að geta notað geitina (þá Valsmenn hér) til að klína syndinni á. Breytti líklega engu ef fasteignafélag ætti landssvæðið og væri að nýta hann samkvæmt skipulagi en mega hamast á Val, en það breytir málinu ekkert að mínu mati. Síðast þegar ég vissi var Dagur Fylkismaður.
Sammála Óskari, fjölmiðlar hafa ekki kannað tengsl og hagsmuni þeirra sem vilja engar breytingar á svæðinu. Líka þeirra sem misbeita valdinu sínu , að mínu mati, taka þátt í umræðu, sitja í nefndum, skrifa í skýrslur, stýra áhugafélagi og eiga svo fasteignir á flugvallasvæði. "alltmögulegtmanneskjur" í þeim málum.
Svo er vert að nefna þann sem stýrir "Flugvöllinn í Vatnsmýrinni" og situr ekki á þingi en á eitt tekjuhæsta hótel á suðurlandi og vill alls ekki minnka þyrluyfirganginn sem hér glymur yfir höfðum okkar sem búa við flugvöllinn. Auðvitað á færa þyrluflugið. Það getur verið allstaðar. Enn sem fyrr, þetta snýst um hagmuni. Skjöldur þeirra er svo veikt fólk, að mínu mati.
Sigfús (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 14:14
Ég sé Sigfús að þú nærð ekki tengingunni við Valsmenn, en þar sem ég dvaldist síðast í Reykjavík einhvern tímann á síðustu öld, þá gæti mig misminnt að Norðurmýri væri ekki við hliðina á Safamýri.
En það er margt eins og það er, en allt sem þú telur fram kemur málinu ekkert við.
Ekki hvað mig varðar, eða aðra sem skilja að flugvöllurinn er dauðans alvara.
En hvort hann þurfi að vera þarna eða annars staðar, er annað mál. En menn loka ekki einu án þess að hafa annað tiltækt.
Ekki ef um líf er að tefla.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2017 kl. 14:44
Takk Óskar fyrir innlit þitt, og mikið er gaman að sjá að þú ert ennþá í fullu fjöri.
Þú stendur alveg fyrir þínu, en ef illa fer þá munu fleiri spyja hvaða erindi íþróttafélagið Valur á innan íþróttahreyfingarinnar.
Það er bara eins og fólk skilji ekki alvöru málsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2017 kl. 14:46
Ef líf glatast þá er ábyrgðin hjá þeim sem valdið hafa, og þeim sem áhrif gætu haft á þá ábyrgð. En það eru bæjarfélögin úti á landi engu síður en ríkið og Reykjavíkurborg. Þetta er spurning um peninga. Og ef bæjarfélögin bjóða að hver bæjarbúi borgi Reykjavík 50.000 á ári fyrir að halda brautinni opinni þá yrði hún opnuð samstundis.
Hvers virði er líf fyrir bæjarfélögin á landsbyggðinni? Það er auðvelt að hafa hátt og heimta að aðrir beri kostnað og tap.
Ekkert fæst frítt og það ætti ekki að vefjast fyrir landsbyggðinni að borga fyrir það sem hún heimtar. Annars er ekki hægt að sjá annað en að landsbyggðin skilji ekki alvöru málsins og verði með blóð á höndum sínum sökum nísku.
Davíð12 (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 16:37
Nei blessaður Davíð12, þú ert bara lifandi ennþá.
Eða ennþá í starfsþjálfun.
Og jafnvel búinn að læra nýja frasa.
Það er bara nokkuð gott hjá þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2017 kl. 17:22
Ómar; "En menn loka ekki einu án þess að hafa annað tiltækt." jú, þarna liggur hundurinn grafinn, þetta er nú á ábyrgð Innanríkisráðherra, það er búið að biðja/leita til ráðherra um að bregðast við , það hefur ekki verið gert , þó svo að það sé í skoðun.
Málið er því ekki á lengur borði borgarstjórnar.
En sé ekki að skipti máli hvað hér er párað. Niðurstaðan liggur fyrir....
Sigfús Ómar Höskuldsson, 7.1.2017 kl. 17:24
Ég sé það Sigfús að þú ert illa lesinn í bloggfræðum að austan.
"Vér morðingjar", fyrsti hluti tekur á þessu.
Reyndar fór ég létt með að enda á að tengja meginábyrgðina við forseta vorn, en það er kannski ekki von á að margir aðrir sjái þá augljósu tengingu, hvar hin endanlega ábyrgð liggur.
En ef þú ætlar að spjalla við mig um þessi mál er gott að vita hvað ég hef sagt í fyrri pistlum.
Síðan mátt þú aldrei vanmeta mátt Netheima.
Vissulega er stormur þeirra í vatnsglasi þegar skírskotun þeirra út í samfélagið er lítil. En ef þeir ná að kveikja, þá er afl til staðar sem erfitt er að hundsa, nema þá með réttum ákvörðunum. Eða undanhaldi samkvæmt áætlun eins og Steinn orðaði það.
En vissulega vonast ég til að þetta vatnsglas breytist ekki í flóðöldu, því forsenda þess er eitthvað sem ég tel óásættanlegt.
En það er aðeins eitt sem sér til þess að það sé öruggt, og það er að svona umræða hafi áhrif. Nú þegar hafa nokkur stór sveitarfélög á landsbyggðinni ályktað um þá svívirðu að hafa nothæfa neyðarbraut lokaða, og það er aðeins merki um að flokkshollustan við valdið á höfuðborgarsvæðinu, hefur lotið fyrir nauðinni.
Og það er ekkert lát á óveðrinu.
Ég held að Alþingi geti ekki þagað, núna þegar alvara málsins liggur fyrir.
Það er þá rúlletta fyrir fleiri en okkur landsbyggðarfólkið.
Og þó flestir þingmenn eru nýgræðingar, og gegnblautir á bak við bæði eyru, þá eru ennþá á þingi fólk sem kann að leggja saman 2+2.
Í raun held ég að spurningin snúist aðeins um einn mann.
Ætlar hann að afhjúpa sig, eða halda ásýnd sinni.
Um annað er ekki efi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2017 kl. 18:25
Komið þið sælir - á ný !
Ómar síðuhafi og Sigfús !
Þakka ykkur fyrir: góðar undirtektirnar: við minni málafylgju.
Davíð12 !
Þú ættir aftur á móti - að halda þér til hlés / og viðurkenna fleipur þitt (sem fram kemur sérstaklega: í athugasemd þinni nr. 12), og viðurkenna eins og maður, að undirstöður Reykjavíkur byggjast á framtaki nágranna byggðarlaganna / sem og allrar landsbyggðarinnar, ekki síður.
Heimskulegt sjónarmið þitt: minnir mig á viðhorf sumra Selfyssinga, sem enn þann dag í dag, geta ekki / og vilja ekki viðurkenna hlutdeild : Ölfuss / Sandvíkur- og Hraungerðishreppanna, auk annarra Flóa- og uppsveitarbyggða í tilurð Selfoss kaupstaðar, sem Sjávar plássin Eyrarbakki og Stokkseyri, eiga ekki síður sinn stóra þátt í. hér austan fjalls, t.d.
Viðurkenndu bara Davíð - hvers lags úrhrök halda um tauma stjórnsýslu Ríkis og Borgar (Reykjavíkur) - og því er svo komið málum braskar anna og klækja lýðsins sem komið er, sem eru að spilla Vatnsmýrar flugvelli þar syðra, þessi misserin.
Með sömu kveðjum: sem þeim seinustu - engu: að síður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.