6.1.2017 | 16:42
Þjófræði á sér margar myndir.
Ein af þeim er gífurlegir fjármunir á aflandssvæðum.
Sem er svona ígildi fjársjóðseyja sjóræningja í gamla daga.
Önnur eru stjórnvöld sem telja gullkisturnar á fjársjóðseyjunum hinn eðlilegasta hlut, jafnvel dæmi um heilbrigði efnahagslífsins.
Sú þriðja er ríkisstjórn þar sem gullkistueigendur eru í hópi ráðherra.
Sem gilti um síðustu ríkisstjórn, og mun gilda um þá næstu.
Síðan er það sú fjórða og sú fimmta, og í verstu tilvikum þjófræðis duga puttar beggja handa ekki til, ekki heldur að tánum sé bætt við, ekki heldur að heill strætisvagn sé fenginn til að aðstoða við upptalninguna.
Hvort við Íslendingar þurfum heilan strætisvagn til að telja, skal ekki metið hér.
Ekki skal heldur lagt mat á hvenær þjófarnir stálu lýðræðinu.
Ekki heldur gerð tilraun til að meta hvenær þjóðin reynir að endurheimta lýðræði sitt úr þjófa höndum.
Þetta er eins og með offitusjúkling, sem telur Burgerking mat bestan.
Nema þegar hann rífst við sjálfan sig um að Dominos pizzan slái burgeronum við.
Líkur þess að hann taki upp hollan lífsstíl á morgun eru ekki miklar.
Líklegra er að sjúkrabíllinn sæki hann áður, ef hann þá kemst í slíkt farartæki.
Þó er vonin stærri í hans tilviki, um það eru mörg dæmi.
Hann veit eins og er að þetta á ekki að vera svona, það bíður eitthvað betra handan við hornið.
Til dæmis framtíð.
Íslenska þjóðin er hins vegar sátt við sinn Burger, og sína Pizzu.
Enda vel fóðruð að kolvetnaríkum ferðamönnum sem halda uppi kolvetnaríkri neyslu.
Þó innviðirnir séu eins og hjarta og æðakerfi offitusjúklingins, þá duga þeir meðan þeir duga. Það er jú alltaf hægt að fá sér aðra Pizzu, fleiri ferðamenn.
Fjársveltir skólar, myglað heilbrigðiskerfi, vegakerfi sem komið er fram yfir síðasta söludag, skiptir ekki máli, ný ferðamannapizza reddar hagtölum. Reddar kolvetnaneyslunni.
Þó skyndibitafóðrarinn fitni, það er veski hans, þá er ekkert að því að hann flytji gróðann úr landi, hann reddar jú svo góðum skyndimat. Hann fóðrar vel.
Enda til hvers er lýðræði, til hvers þarf að bjóða uppá íslenskan mat, íslenska framleiðslu, til hvers að sækja í heilbrigði og hollustu.
Er grænmeti hvort sem er ekki fyrir kanínur, og frelsið fyrir auðmenn.
Ekki kvarta kanínurnar og hví ætti þá fólk að kvarta þegar auðmenn eru frjálsir.
Búum við ekki í frjálsu þjóðfélagi þar sem menn mega það sem þeir vilja?
Er eitthvað að Burger borgaranum???
Nei, þjófræði á sér margar myndir.
Og sú alvarlegasta er uppgjöf fólksins.
Hún er mesta meinið.
Verri en þessar krónur á aflandseyjum.
Því hún mun engu breyta.
Kveðja að austan.
Allt að 810 milljarðar á aflandssvæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 20
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 2660
- Frá upphafi: 1412718
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 2322
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar, takk fyrir þennan pistil
810.000 milljónir faldar á aflandseyjum af örfáum samborgurum okkar ... hvert stefnir eiginlega þetta samfélag okkar?
Maður hugsar æ meira til þess hve mikilsvert það hefði verið að hér hefði verið mynduð sannleika og sáttanefnd strax eftir hrunið
í stað þess að hengja bara Baldur einn úr fjármálaráðuneytinu, að fórna einum var bara blöff eins og farsinn í þjóðmenningarhúsinu.
Með kveðju austur úr suðvestri
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 18:49
Hvað ætli Jón Ásgeir Jóhannson eigi marga millarða þarna ?
Og allt úr gjaldþrota Baugs fyrirtækjum....
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 19:49
Blessaður Birgir og takk fyrir innlitið.
Ég efa ekki að Jón Ásgeir eigi nokkrar krónur þarna, annars hefði náð að afreka það að halda úti Fréttatímanum og Fréttablaðinu.
Já og borga reiðu strákunum laun.
Svo persónulega tel ég, og nota orðið persónulega vegna þess að þetta er tilfinning mín en ekki eitthvað sem er áþreifanlegt, að hann sé hluthafi í sameignarfélagi auðmanna sem á og rekur þá ágætu flokka, Bjarta framtíð, Pírata og Viðreisn.
En Jóni hefur farnast vel, og lagt sitt að mörkum við að viðhalda þjófræðisríkinu Íslandi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2017 kl. 20:17
Þeir viðhalda þjófræðisríkinu sem vilja sameiginlega sjóði. Þeir kalla sig fallegum nöfnum og telja sig mikil góðmenni.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 20:29
Blessaður Pétur.
Ég sé að þú hefur náð að grípa hvaða hugsun greip inní þennan pistil um þjófræði, og beindi honum inná brautir kolvetnisfæðu versus hollustu.
Þú hefur svo sem heyrt mig áður benda á þá bitru staðreynd að yfirráð hinna Örfáu, og þjóna þeirra, er ekki atkvæðafjölda þeirra, hvað þá snilld að þakka, okkar eigin ógæfu er um að kenna.
Og eftir því sem árin tifa, og æ fleiri svona dæmi koma í ljós, þá má segja að andófsfólkið sem endalaust hristir hausnum í takt við Dodda litla (besti vinur Eyrnastórs) yfir að sama auðfólkið fái endalausa kosningu (eins og eitthvað annað ætti að gerast í þjófræði), ætti að líta í eigin barm.
Ég las núna nýlega krimmann sem Arnaldur skrifaði 2015, sem var ágætur, en mér er minnistætt viðbrögð móður fórnarlambs, sem vissulega hafði harma að gráta. En grét ekki ásökunartárum, því hún vissi eins og er að meginábyrgðin var hennar. Vissulega brugðust hinir og þessir, og illskuna hefði mátt stöðva að þeim sem höfðu aðstöðu til að grípa inní.
En hún var bara full, hafði aldrei gert nesti handa syni sínum, og notaði peningana frekar í bokku en ný og skjólgóð föt.
Heimurinn átti ekki að vera svona, og hann var vissulega grimmur og illgjarn gagnvart þeim börnum sem áttu undir högg að sækja, en hún gerði aldrei neitt til að breyta honum.
Ég var alltaf bjartsýnn Pétur, en það runnu nokkrar grímur af andliti mínu þegar ég áttaði mig á, að það var ekki einn þarna úti sem kveikti á perunni af hverju Mandela kom með sannleiksnefnd sinni í veg fyrir borgarstyrjöld, sem hefði alltaf endað með valdatöku verkfæra hins hvíta fjármagns. Og tryggði þar með völd sín, og ANC, Afríska þjóðarráðsins. Það var eins og fólk héldi að einhver góðvild hefði ráðið för, og ætlaði aldeilis ekki að falla í þá gryfju, auðmenn átti að hengja. Og skilur svo ekkert í dag af hverju allt er í sama farveginum.
Og það var ekki fall Samstöðu, áður en hún hóf sig á flug sem valkosturinn eini, sem fékk mig endanlega til að hrista höfuðið yfir ógæfu Andófsins, heldur var það einbeittur vilji Dögunarliða til að grafa sína eigin gröf, með því að éta upp stjórnarskráarmálið úr kjafti Baugsmiðla, þó þeim væri góðfúslega bent á að slíkt væri feigðarflan sem kostaður Trójuhestur bæri ábyrgð á.
Fjórum árum seinna eru þau engu nær, og fjargviðrast ennþá yfir heimska fíflinu sem kaus EKKI breytingar, sem kaus ekki þau.
En barmurinn jafn óséður sem fyrr.
Ég er ekki að ádeila almenning Pétur, hann er ekki í kolvetnasukkinu, ekki sem slíkur. heldur er það samfélagið sem slíkt og þeir sem ættu að geta haft áhrif á vegferð þess.
Svo kemur svona frétt, og hún vekur minni athygli en að það vanti augnskuggann á einhverri Smartlands gellunni,.
Ég endurtek, ég virði Bjarna fyrir stjórnsnilld hans, og mér finnst Steingeitin á Morgunblaðinu vera mestur penna í dag. Ekki kannski fólkið sem ber meginábyrgðina, en ekki líklegt til að breyta þjófræðinu í lýðræði. Þó eiga báðir rætur sínar í borgaralegan kapítalisma, sem var það fyrsta sem féll fyrir auðþjófunum.
Í Andófinu sé ég mikið af góðu fólki, en ég virði lítt stjórnvisku þess eða þekkingu á stjórnmálum, og ég tel ennþá ólíklegra að það eigi eftir einhverju að breyta. Það yrði þá algjörlega óvart.
Og ég er ekki alveg að sjá Hinn flokkinn út við sjóndeildarhringinn.
Þess vegna Pétur, og er bara að þessu rausi til að ítreka þau sannindi, þess vegna tökum við okkur Sanchos Panza okkur til fyrirmyndar og fylgjum húsbónda okkar til orrustu lífsins.
Við svíkjum ekki Vonina Pétur.
Við verðum að trúa á hana.
Annað er ekki í boði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2017 kl. 20:57
Æ Elín, þetta er ekki blog Heimdallar, greyið hafðu það í huga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2017 kl. 21:08
Hvar fjármunir eru geymdir skiptir litlu máli fyrir okkur sem skattgreiðendur, heldur hvort það eru greiddir skattar af arði sem hlýst af þeim fjármunum.
Undanfarið 1-2 ár hefur sá arður reyndar verið neikvæður af eignum í erlendum gjaldeyri svo þar er ekkert til að skattlegja í augnablikinu a.m.k.
Svei mér þá, ef ég væri að leita að heppilegum stað til að geyma fé núna, hvort ég myndi ekki bara velja Ísland sem mína "fjársjóðseyju"?
Guðmundur Ásgeirsson, 6.1.2017 kl. 23:02
Mér er ómögulegt að skilja, hvernig "stjórnarskrármálið var úr kjafti Baugsmiðla." Í stjórnarskrá stjórnlagaráðs er þvert á móti stefnt að valddreifingu og skýrum valdmörkum (checks and balance á erlendu máli) og tryggja þær eftirlitsstofnanir sem ýmis brugðust eða voru lagðar niður í boði valdaaflanna, sem skópu jarðveginnn fyrir græðgisbóluna og hrunið.
Ómar Ragnarsson, 6.1.2017 kl. 23:03
Fyndið hvernig þið hlífið átrúnaðargoðinu ykkar Steingrími J. Sigfússyni með endalausi tuði um Trump - eða Heimdall. Afmælisdagurinn þinn Ómar verður um alla eilífð tengdur Steingrími og svikum hans. Ekki ert þú skárri Ómar Geirsson.
http://www.visir.is/kisilver-a-bakka-mun-nota-66-thusund-tonn-af-kolum-arlega/article/2017170109558
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 23:22
Blessaður Guðmundur.
Ég held að þú sért ekki með pointið varðandi krabbameinsæxlið sem aflandssvæði eru. Þú ættir að kíkja á Tíund og lesa viðtalið við skattasérfræðinginn sem sérhæft hefur sig í að rannsaka þetta æxli.
Fróðleg lesning.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2017 kl. 08:35
Blessaður nafni.
Það hefur lengi fylgt þessu bloggi að ég hef gefið mér tíma til að spjalla á þráðum þess við hina og þessa um hitt og þetta, þar sem efni þráðanna þarf ekkert að koma efni pistlanna við, sem og ef við viðkomandi erum vanir að spjalla saman, þá eru tilvísanir og frasar sem báðir aðilar þekkja, og hafa margrætt áður. Notaðir til að fleyta umræðunni áfram um það sem er verið að spjalla um hverju sinni.
Þú greypst eina svona tilvísun á loft og spyrð um rökstuðning.
Því er fyrst að svara að þegar þetta blogg mitt var áróðursblogg gegn ICEsave og þeim fylgifiskum öllum að þá skrifaði ég alltaf svokallaða grunnpistla þar sem ég gaf mér tíma til að fjalla um rökin sem að baki bjó í ákveðnum málum. Þar á meðal einn um stjórnlagaráð þar sem ég útskýrði fyrir fólkinu sem taldi sig vera á móti, en féll fyrir fagurgalanum, að þú starfar aldrei með óvininum sem ætlar að knésetja þig eða þjóð þína. Það býr alltaf eitthvað að baki þó reynt sé að setja það í fallegar umbúðir. Eða eins og Tolkien lét Fróða segja við Aragorn, að sá sem hefur illt í hyggju, reynir að virka vel.
Þér ætti reyndar að vera slétt sama um þessar pælingar nafni þar sem þú varst stuðningsmaður ICEsave fjárkúgunar breta frá fyrsta degi en Dögunarliðar töldu sig vera að berjast gegn auðráninu og öllu því kerfi sem gerði örfáum auðmönnum kleyft að fara ránshendi um auðlegð þjóðarinnar.
Á meðan ICEsave stríðinu stóð þá mundi ég nokkuð veginn hvar allt var sem ég hafði skrifað, en núna er mér alveg fyrirmunað að muna hvenær þessi umræða var og því til lítils fyrir mig að vísa í grunnpistilinn sem rök að baki orðanotkun minni.
Fyrst að þú nafni rakst á þessi ummæli mín djúpt inní spjalli mínu við Pétur um fyrirhugað stríð Vonarinnar við Svörtu pestina kennda við frjálshyggju, að þá gæti það alveg hugsast að 2-3 Dögunarliðar hefðu litið hér inn, lesið innslag þitt, kinkað kolli og sagt; "já einmitt", að þá skal ég draga fram í grófum dráttum upp mynd af því af hverju Fólkið á móti heyir ekki stríð sitt úr einum af mörgum vösum Óvinarins.
Grunnforsendan sem menn þurfa að skilja er að það er engin tilviljun að tæpt 1% mannkyns á um helming auðlegðar heimsins, hlutfall sem hefur margfaldast á dögum Svörtu pestarinnar. Það hefur verið margvisst unnið að því með ýmsum tækju og tólum, einna þyngst vegur hið svokallaða frjálst flæði fjármagns eða frjáls fjármagnsviðskipti. Sameiginlegt áhugamál auðmanna allra landa, þar á meðal íslenskra sem sátu fastir í gjaldeyrishöftunum. Fljótlegasta leiðin til að losna við þau var að þjóðin myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu og fengi í kjölfarið fjárhagsaðstoð til að tengja krónuna við evru. Þetta er kjarni þess að hagsmunir auðmanna fóru saman við hagsmuni ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Sem aftur útskýrir að slefan gekk ekki á milli Baugsmiðla og fjárkúgun breta kennda við ICEsave. Og aftur útskýrir að fólkið sem þykist vera á móti auðmönnum, getur ekki klofið þá mótsögn að ganga í takt með fjölmiðlum þessa sömu auðmanna.
En þá er spurt,hvaða máli skiptir það, var ekki svo margt gott í gangi hjá stjórnlagaráði?? Eitthvað sem þú færir rök fyrir hér að ofan.
Þá erum við komin að annarri grunnforsendu sem snýr að lágmarksþekkingu þeirra sem halda út í styrjöld við óvin, hver sem hann svo sem er.
Og það er að það ekkert vúdúú að baki þess að sterk sameinuð fylking sundrast í óeiningu og innbyrðis hjaðningavígum og lýtur síðan í gras fyrir mun veikari andstæðing sem hefur þá einu yfirburði að sterkir hagsmunir halda honum einbeittum. Allavega getur enginn talið sér í trú um það eftir að Sesar skrifaði þá merku bók, Gallastríðið.
Vissulega gátu bjánabelgirnir sem leiddu bændauppreisnina gegn Ríkharði öðrum haft það sér til afsökunar þegar þeir í gjörunnri stöðu þáðu matarboð konungs, því hver hafnar boði höfðingjanna?, og uppskáru hengingu í eftirrétt, haft það sér til afsökunar að þeir voru ólæsir, og höfðu því ekki lesið Gallastríðið, enda var hún örugglega þá bara til á latínu. Enn þá afsökun hafði íslenska andófið ekki.
Hvað kemur það stjórnlagaráði við, var það ekki ágætt í eðli sínu?? Eitthvað að því að mæta?? Sem getur í sjálfu sér alveg verið rétt, líkt og það er að öllu jöfnu ekkert að því að þiggja matarboð konungs, en í miðri uppreisn er það ekki skynsamlegt, og þó ekki væri barist með vopnum á Íslandi, þá var baráttan samt uppá líf eða dauða þjóðarinnar. Og er reyndar enn, en það er önnur saga.
Menn í stríði, sem fá gylliboð frá andstæðingnum, verða alltaf að spyrja sig hvað býr að baki.
Og hvað bjó að baki??
Í sinni einföldustu mynd má segja að hugmyndin að baki stjórnlagaráðinu hafi verið svipuð eðlis og var hjá bandarískum forseta í grínmynd einni, þegar hann spurði ráðgjafa sinn eftir frekar slakt gengi í skoðanakönnunum, "hvað er til ráða?", og hann fékk eitt stríð við Kanada til að redda fylginu.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir gekk erinda AGS, hinnar alþjóðlegu innheimtstofnunar alþjóðlegs braskarafjármagns, og hún stóð höllum fæti. Það var augljóst að hún þurfti á einhverju jákvæðu að halda til að bæta ímynd sína. Stjórnlagaráðið var hennar stríð við Kanada. Og fólkið á móti, sem háði stríð við þessa sömu ríkisstjórn, gaf henni ekki blóð til lífgjafar þegar henni var að þrjóta örendið. Ekki nema það væri þeim mun vitlausara svo maður orði hlutina á mannamáli.
Jamm, gæti þá einhver sagt, ennþá jafn hissa á þjófræðinu, en stjórnlagaráðið var svo gott. Svo ég vitna í þín orð nafni; "Í stjórnarskrá stjórnlagaráðs er þvert á móti stefnt að valddreifingu og skýrum valdmörkum (checks and balance á erlendu máli) og tryggja þær eftirlitsstofnanir sem ýmis brugðust eða voru lagðar niður í boði valdaaflanna, sem skópu jarðveginnn fyrir græðgisbóluna og hrunið".
Svona fyrir utan þá staðreynd að menn eiga ekki að blanda saman stjórnarskrá og almennri lagasetningu að þá á fólk að átta sig á að þegar eitthvað nýtur stuðnings andstæðingsins að þá býr eitthvað að baki. Og vírusinn í saklausa viðhenginu var ákvæðið um að þjóðin hefði ekkert að segja um samninga eða gjörninga sem voru taldir afleiðingar alþjóðlegra skuldbindinga. Það átti að koma í veg fyrir ICEsave þjóðaratkvæðagreiðslur framtíðarinnar.
Aurinn lætur ekki að sér hæða, og hann veit sínu viti.
Enda ræður hann öllu, og hefur afrekað með hugmyndafræði sinni, Svörtu pestinni, að koma heiminum á 30 árum á heljarþröm, hvort sem náðarhögg siðmenningarinnar verða hörmungar vegna loftlagsbreytinga, eða átök sem óhjákvæmilega fylgja arðráni hinna Örfáu.
En þetta er skýring þess nafni að ég notaði þetta orðalag, "stjórnarskrármálið var úr kjafti Baugsmiðla", langt mál sagt í fáum orðum, því þetta var tilvísun í fortíðina, en ég var að ræða við gamlan baráttufélaga um óhjákvæmilega vegferð okkar eftir valdatöku Trump.
Vegferð sem ekki er hægt að forðast, því mennskan er undir.
Þannig var nú það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2017 kl. 10:26
Blessuð Elín.
Það var ónákvæmni hjá mér að benda á Heimdall, eftir að Viðreisn klauf sig frá flokknum, þá fór fólkið sem lætur svona út úr sér þangað.
Síðan varðandi það sem þú sagðir í seinna innslagi þínu að þá er það dáldið út úr kú á fleiri en einn hátt.
Ég er ekki að fjalla um mengun, næsti pistill hér á undan fjallaði hins vegar um mengun eftirlitsstofnana.
Það er ekkert röksamhengi á milli þess að vera gagnrýninn á hægrisinnaða ríkisstjórn og fylgispektar við stjórnmálamann sem er ekki í þessari hægrisinnuðu ríkisstjórn.
En stærsta rökkú þín Elín er að tengja saman afmælisdag minn við Steingrím Joð og svik hans. Það þarf mikla fléttukunnáttu til þess.
En mat á öðru fólki er manns eigið Elín, og ef þú telur mig vera eitthvað, þá telur þú mig vera eitthvað.
Geri ekki athugasemd við það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2017 kl. 10:51
Ég beindi orðum mínum til Ómars Ragnarssonar og síðan til þín Ómar Geirsson. Ég er ekki hissa á því að þú hafir ekki áttað þig á því.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 11:37
Já þú ert djúp á þessu Elín.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2017 kl. 11:41
Skil ég það rétt að sá annars mæti maður Ómar Ragnarsson vilji að við afsölum okkur réttinum til að vera frjálst og fullvalda ríki?
Eða réttara sagt, opni á þann möguleika í nýrri stjórnarskrá?
Og að auki sé hann, líkast til óvart, talsmaður TISA samninganna, þar sem erlendum auðdrottnum er gefið frelsi til "samninga"
um það eitt hversu mikið þeir vilji gjörnýta orkuauðlindir þjóðarinnar? Til lítils hefur hann háð sína góðu náttúruverndarbaráttu
ef hann vill afhenda, óvart og líkast til vegna vanhugsunar, erlendum auðdrottnum full yfirráð yfir íslenskri náttúru og auðlindum.
Geta menn smitast svo mjög af Illuga Jökulssyni og Vilhjálmi Þorsteinssyni að menn missi sitt gamla móavit og frúarinnar góðu?
Með kveðju
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.