Mikil er spekin.

 

Ákveðin mengun er umborin vegna þess að hún er minnst skaðleg.

Það er eins gott að eiturbyrlari lesi ekki þessa snilld eftirlitsiðnaðarins, því hann gæti tekið uppá því að dreifa rottueitri til þeirra sem hann er í nöp við.  Og réttlætt það með þeim rökum að blásýra og arsenik séu miklu hættulegri eiturefni.

 

Hvar endar þessi niðurlæging fólksins sem þiggur laun frá skattgreiðendum fyrir að sjá um að reglur um sóðaskap eða mengun séu haldnar??  Að ekki sé minnst á dýraníð, mannsal, ólaunaða sjálfboðavinnu í ferðaþjónustu, og svo framvegis, og svo framvegis

Af hverju er allt umborið, af hverju eru reglur endalaust togaðar og teygðar, eða hreinlega brotnar án þess að ekkert sé að gert??  Eða það sem gert er, er í flugumynd og hefur lítt eða engin áhrif.

Af hverju þarf alltaf hinn svokallaða þrýsting frá almenningi til að seint sé um rassinn gripið??  Og ætíð er passað uppá að ekkert fréttist svo hinir brotsömu fái óáreittir farið sínu fram.

 

Mengun er ekkert einkamál þeirra sem menga, eða við hana starfa.

Mengun er ógn við tilveru okkar og framtíð, og á hvergi að líðast um fram það sem leyfilegt er.  Og öll leyfi eiga að byggjast á kröfum um bestu mögulegar mengunarvarnir sem í boði eru, og síðan á endalaust að gera kröfur um minni mengun, betri búnað, hreinni framleiðsluhætti.

 

Sem  aftur vekur upp stóru spurninguna???

Hvaða kröfur voru gerðar til þessa bandaríska auðhrings??

Eru þessir svokallaðir byrjunarörðugleikar teknir fram í starfsleyfi verksmiðjunnar???

 

Ef svo er ekki, þá á að loka verksmiðjunni strax á morgun (það er svo áliðið í dag), og ekki hleypa henni í gang fyrr en menn treysta sér til að hefja starfsemina innan skilyrta marka.

Því það er ekkert óvart eða óvænt í svona ferli, eina spurningin er hvað auðhringurinn er tilbúinn að eyða miklum peningi í að hindra mengandi drullustarfsemi.

 

Ef hins vegar að starfsleyfið var gefið út þrátt fyrir að vitað væri um hina svokallað byrjunarörðugleika, og þá mengun sem af þeim gat hlotist, þá er ljóst að eitthvað var rotið við það ákvörðunartökuferli.

Og fjölmiðlar eiga að komast að upptökum þeirrar rotnunar.

Vegna þess að svona á ekki að gerast, og þegar það gerist þá eiga menn að læra, koma í veg fyrir að svona gerist í framtíðinni.

 

Því mengun á ekki að líðast. 

Það er alltaf til fullt að tólum og tækjum til að komast í veg fyrir hana.

Það er aðeins spurning um viljann.

Og tilfærsla fjármuna frá þeim sem vill menga, til þess sem tekur ákvörðunina, á ekki að geta spillt þeim vilja.

 

Það er ekkert vitrænt við að láta út úr sér að einhver tegund sannarlegra mengunar, valdi minnstum skaða.

Og skert vit hjá fullvita fólki, á sér alltaf skýringar.

 

Gleymum því ekki.

Umberum það ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Glerkísilrykið veldur minnstum skaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mengun er hlutlaust hugtak. Þegar þú lagar kaffi eða te gerir þú það með því að menga vatn. Hangikjöt er mengað kjöt. Vítamínbætt mjólk er menguð og áburður á tún er mengun. Að alhæfa um skaðsemi mengunar lýsir bara fordómum og þekkingarleysi. Það er ekkert vitrænt við að láta út úr sér að mengun sé skaðleg. Og skert vit hjá fullvita fólki, á sér alltaf skýringar.

Davíð12 (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 17:59

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já já Davíð12.

Ég ætti að gefa þér númerið hjá kínverska sendiráðinu ef ég vissi það.  Þú gætir slegið í gegn í Peking.

"Don´t worry, be happy", þetta er allt saman huglæg upplifun.

Núna tókstu mig alveg Davíð12, nýbúinn að afsanna að þú sért tröll, og þá ertu bara snillingu eftir allt saman.

Ja a týra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 18:10

3 identicon

Flottur pistill og eins og talað úr mínum munni. þessi Davíð. Hver er hann? Ég þori að hengja mig uppá að hann er ekki til nema sem persóna sem smíðuð er hjá þessari drullufabrikku. þetta er eh pr fulltrúi þaðan að reyna að draga úr þessari umfjöllun. þrælahald,brunagildrur og menguð matvæli er nokkuð sem allt er gert til að þagga niður því miður.. 

það er ekki fyrr en fjölmiðlar eru búnir að hamra og hamra á málum sem eh gerist.. Og þá er það venjulega bara eh sem gufar svo rólega upp..

ólafur (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 18:26

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það ólafur.

Láttu ekki Davíð12 ergja þig.

Hann er í starfsþjálfun sem nettröll.

Lætur sig allt varða sem gæti hugsanlega skert gróða hinna sígráðugu.

Tengist því drullufabrikkunni ekkert, annað en því að hún er í "góða" liðinu. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 1856
  • Frá upphafi: 1438588

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1564
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband