Ekkert lát á hlýnun jarðar.

 

Eins og einhverjum hafi í alvöru dottið annað í hug.

Að snjórinn á norðurslóðum hafi bara farið í fríið á sólarströnd, og bráðnun ís og freðmýra gerist af því bara.

Nei, menn þurfa að vera ákaflega heimskir til að sjá ekki hvað er að gerast allt í kringum þá.

 

En á þeirri heimsku er ekkert lát, allavega í hópi bandarískra hægriöfgamanna.

Það fyndna er eins og kom fram núna áðan í sjónvarpinu, í heimildarmyndinni, Fyrir flóðið, að sá hópur sem drífur áfram heimskuna, miðaldra hvítur karlmaður, sem ætlar að eyða ævikvöldinu á ströndum Flórída, að hann þarf að kaupa sér kafarabúning því stór hluti Flórída mun hægt og rólega hverfa í hafið.

 

Er til meira siðleysi en að fórna lífi barna okkar fyrir skammtímagróða? var spurt í myndinni.

Sem út af fyrir sig er röng spurning því þú fórnar ekki lífi barna þinna, sama hvað er í boði, sama hver reynir að plata þig til þess.  Já Abraham hafði rangt fyrir sér, menn gera það ekki einu sinni fyrir guð sinn.

Hvað þá Mammon, hinn lifandi guð frjálshyggjunnar.

 

En við gerum samt.

Hvað veldur?

 

Hvers vegna féll vestræn siðmenning fyrir frjálshyggjunni?

Af hverju náði Svarta pestin að gegnsýra hugmyndaheim okkar svo algjörlega að við erum sem viljalaust verkfæri í höndum hennar.

Af hverju gáfum við eftir lýðræðið fyrir auðræði??

Af hverju látum við fámennar auðklíkur stjórna löndum okkar??

 

Þessara spurninga þurfum við að spyrja, og leita svar við, áður við eigum minnsta möguleika á að endurheimta framtíð barna okkar.

Ef við ætlum ekki að verða fyrsta kynslóðin í sögu mannkyns sem á börn, sem munu ekki eiga framtíð. 

Því siðmenning mun ekki lifa af komandi hörmungar af völdum loftlagsbreytinganna.

 

Og þær eru ekki af manna völdum.

Þær eru afleiðing af siðblindu, sígræðgi og síngirni.

 

Hinna Örfáu.

Og hagkerfis þeirra.

Kveðja að austan.


mbl.is Hnattræn hlýnun tók sér enga pásu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hér hjá ÁHB er fróðleikur.

Þriðjudagur, 3. janúar 2017

Niðurstaða mælinga: Árið 2016 var hlýtt á heimsvísu, en ekki tölfræðilega hlýrra en árið 1998...

Egilsstaðir, 05.01.2017 Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 5.1.2017 kl. 01:40

2 identicon

Og samt er kaldara en var fyrir 1000 árum síðan, hverjum voru hlýindin þá um að kenna? Getum við metið veðrið út frá breytingum síðustu 20 ára? Segir veðrið þegar þú vaknar þér hvernig veðrið verður þegar þú ferð að sofa? Í jarðsögunni hafa hlýindatímabilin verið tímar uppgangs og framfara ekki hörmunga. Og þeir einir farast sem ekki færa sig þegar sjávarborð hækkar. En lofi einhver hörmungum er hinum auðtrúa auðvelt að stjórna.

Davíð12 (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 01:57

3 identicon

Sæll.

Þú heldur áfram að misskilja og kenna hugtaki sem þú ekki skilur um allt.

Olli frjálshyggjan hinni svokölluðu litlu ísöld í Evrópu 1645-1715? Hvaða jeppar ollu þessari kólnun í Evrópu? Hvað með nokkra harða vetur í lok 19. aldar? Hvaða jeppar og hvaða stóriðja ollu þeim?

Nr. 2 hefur í það minnsta lesið sér til öfugt við marga sem trúa öllu sem að þeim er rétt. 

Helgi (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 07:24

4 Smámynd: Ómar Geirsson

 Blessaður Jónas.

Ég las þennan bloggpistil Ágústs í gær, lagði svo sem ekki mikið út af honum, veit ekki alveg hvað Ágúst er að fara.  Hins vegar sá ég frétt frá Svalbarða, um yfirvofandi úreldingu sleðahunda því það vantar snjóinn og ísinn, og það sló mig meir, því allir sem hafa lesið Bjarnarey eftir Alistair Maclean vita að það er skelfilega kalt á Svalbarða á veturna.

Svo þegar ég sá innslag þitt hér að ofan í gærkveldi, þá fór ég að rifja upp að hvort þetta væri ekki sami Ágúst og fékk mig síðasta sumar til að leggjast í stúderingu á gervivísindamönnum í lofslagsfræðum.  Spáði ekki meir í það því ég var að fara sofa.

En í morgun þá leit ég nánar á þennan pistil, og hnaut fljótt við nafnið á uppgefnum heimildarmanni, dr. Roy Spencer, gúglaði hann og þegar ég sá myndina af honum, þá fattað ég um leið að hann var þess heiðurs aðnjótandi að vera talinn upp í bakgrunni í myndinni Before the Flood, þegar fjallað var kostaða loftlagsafneitara sem fjármagnaðir eru af bandaríska jarðeldsneytisiðnaðinum.

Það fallegast sem er hægt að segja um þann félagsskap að þetta eru skrímsli í mannsmynd.

Jónas, þú ert vitur öldungur, taktu þig nú til og horfðu á myndina sem var sýnd á Ruv í gær.  Hún er ákall til mannsins að bregðast við áður en það er of seint.

Vissulega ræðst heimskan að boðskap hennar, en sú heimska er hátt í 97% kostuð af örfáum fyrirtækjum sem eiga mikilla hagsmuna að gæta að nútíminn verði áfram drifinn áfram að brennslu jarðeldsneytis.

Þetta er nokkurn veginn sama hlutfall og er innan vísindaheimsins um að menn rífast ekki lengur um að hlýnun jarðar er af mannavöldum.

Afneitun á yfirvofandi harmageddon af völdum loftslagsbreytinga er svipuð eðlis og að afneita harmageddon af völdum allsherjar kjarnorkustríðs.

Menn fá ekki séns til að skipta um skoðun.  Það er ekki taka 2, það er ekki annað tækifæri.

Jónas, hlutverk öldunga er að tryggja að samfélögin lifi af.  Að sjá í gegnum villuljós forheimskunnar.

Það hefur aldrei verið mikilvægara en í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 09:49

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Davíð12.

Eitthvað virðist það hafa farið í þig að ég benti þér á að nettröll væru kennd við tröll því tröll eru heimsk.

En það er samt óþarfi að afsanna þá tengingu með þeirri yfirgengilegri vitleysu sem þú skrifar hér að ofan.

Því það eru jú takmörk á heimsku trölla, og ljóst að þau mörk eru ekki virt, þá er útilokað að um tröll sé að ræða.

En jæja, þú um það, menn hafast misjafnt að.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 09:52

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi og gleðilegt nýtt ár.

Langt síðan ég hef heyrt í þér, en líklegast er það vegna þess að það er langt síðan ég bloggað eitthvað að ráði.

En þú mátt ekki valda mér svona vonbrigðum þegar þú kíkir hér við, það er meira í þig spunnið en það að tengja þig við frasvitleysing eins og Davíð12.  Enda er hann bara í vinnunni sinni að spila sig bjána.

Lestu nú pistilinn minn aftur og útskýrðu svo fyrir mig þetta jeppatal þitt.

Ég er með ágætis fattara, en ég bara næ þessu samhengi ekki.

En allavega hafði það gott á nýju ári.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 10:00

7 identicon

http://www.bbc.com/news/science-environment-38513740

Þessi frétt sýnir að efasemdarmenn um hnattræna hlýnun vilja ýta undir stól því sem andstætt er þeirra málstað. Djúpsjávarmælingar sýna að hlýnun sjávar hefur verið vanmetin.

Það er sannarlega svo að jöklar minnka hratt. Jöklar virka eins og "buffer" (*1) vegna varmarýmdar sinnar (kg íss=>vatn 334 Kj/Kg á móti 4,186 Kj/Kg að hækka hita um 1°C). Þegar þeirra (jöklanna) nýtur ekki við gerast hlutirnir mjög hratt.

Minnsti grunur um hnattræna hlýnun ætti að setja alla í viðbragðsstöðu því betra er "save than sorry" í þeim efnum. Eða eins og góður maður sagði einu sinni "Þú fíflast ekki með fokkings fjöreggið"

(*1)buffer = stuðpúði er ekki alveg rétta orðið frekar eins og orkutankur með takmarkað rými sem umfram varmi fer í til að tempra hlýnun.

Kristján T. Högnason (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 11:56

8 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ég sá líka bloggpóstinn hjá Ágústi, hann er mjög duglegur að birta línurit sem vekja mann til umhugsunar. Það er líka alveg rétt hjá honum að línuritið frá Roy Spencer sýnir ekki marktækan mun. Hins vegar eru undirliggjandi gögn kannski ekki alveg eins traust og ætla mætti. T.d. virðist þessi tiltekna gervihnattamæling ekki ráða vel við toppana sem verða við stóru El Nino fyrirbæri 1998 og 2016. Einnig hefur verið gagnrýnt að útreikningar UAH á gervihnattamælingum sé ekki alveg nógu góð.

Önnur stofnun, UAH, birtir einnig niðurstöður útreikna frá gervihnattamælingum,þar lítur línuritið svona út, hlýnunin virðist augljós í fljótu bragði en munurinn á meðaltali áranna 1998 og 2016 er uþb. 0,046 gráður. Þó má benda á að meðalhlýnun skv. UAH er 0,0124 gráða á ári. Munurinn milli þessara tveggja ára hjá UAH ætti því að vera uþb. 0,2 gráður ef allt annað væri jafnt.


Brynjólfur Þorvarðsson, 5.1.2017 kl. 12:15

9 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þessar tvær útgáfur af gervihnattamælingum (í raun sömu mælingar, en mismunandi útreikningar) eru því ekki alveg samstíga. Gervihnattamælingar hafa þann kost að þær mæla allan hnöttinn jafnt, á móti þá mæla þær ekki hita við yfirborðið (þar sem við búum) og ekki eru allir sammála um hversu áreiðanlegar niðurstöðurnar eru enda þarf að leggjast í talsvert mikla útreikninga og leiðréttingar á mæligögnum áður en hitastigið fæst. Þeir sem standa að baki gervihnattamælingunum sjálfum hafa víst sagt að meira sé að marka beinar yfirborðsmælingar. 

En hvað varðar UAH og línuritið hér að ofan: Allir geta sótt sér undirliggjandi gögn og skellt í línurit í Excel. Ég sló því saman í tvö línurit sem sýnd eru hér að neðan, þar sem mælingarnar eru teknar saman fyrir hvert ár, og einnig fyrir hvern "áratug" (þ.e. talið frá 0-9 og síðasti súlan með 7 ár en ekki 10). Hér birtist hin undirliggjandi hlýnun einnig mjög skýrt. Fyrra línuritið er með leitnilínu sem Excel setur inn, ásamt formúlu.

Það er skemmtilegt að skoða leitnilínuformúluna frá Excel. Ef núverandi hlýnun hefði staðið yfir síðustu 2000 ár þá hefði hnötturinn hlýnað um nærri 25 gráður! Ég varð nokkuð hvumsa yfir þessari tölu, sem sýnir kannski meira en nokkuð annað hversu undarlega tíma við lifum!


Brynjólfur Þorvarðsson, 5.1.2017 kl. 12:25

10 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Athugasemd: UAH er ekki með desember töluna, en Roy Spencer birtir hana. Ef ég bæti desember frá Roy inn í UAH og reikna muninn milli 1998 og 2016 fæ ég 0,022 gráður sem er það sama og Ágúst nefnir í sinni bloggfærslu. Talan í færslu 8 var án desember mánaðar og leiðréttist því hérmeð.

Brynjólfur Þorvarðsson, 5.1.2017 kl. 12:36

11 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Vertu manna heilastur, Ómar Geirsson

Mér líst vel á að minnka mengun og auka nýtingu, allstaðar.

Byrja á því að hætta að borða kjöt, og borða sem mest fremst í lífkeðjunni,

Hætta að búa til eldsneyti úr 40% af kornuppskeru í Bandaríkjunum og fleiri löndum.

Það fæst minni orka  út úr þessari framleiðslu og meiri mengun, heldur en ef við hefðum sleppt orkubreytingunni.

Mörg hundruð þúsund manns vinna við þessa afframleiðslu. 

Í orkuframleiðslunni eigum við að leita bestu lausna. 

Skoða vel ýmsar lausnir, svo sem tóríum.

Við á Íslandi eigum að nýta okkar orkulindir sem best við kunnum.

Við á Íslandi eigum að tengja saman, Vatnsfell í þjórsá og Kárahnjúka.

Það er stundum auka orka í Kárahnjúkum þegar vatnsskortur er í Þjórsár virkjunum og vatnsskortur í Kárahnjúkum, þegar auka orka er í Þjórsá. 

Mikil þörf er á góðum vegi frá Sprengisandi yfir í Kárahnjúka, til að minnka óþarfa slóðaakstur til og frá óbyggðunum og jöklunum.

Eftir 50 ár verður komin ný tækni, og þá getum við tekið línuna niður,

Gaman væri að vita hve mörgum íbúða verðum við töpum á hverju 10 árum, vegna skorts á flutningslínum.n

Gangi þér allt í haginn.

Egilsstaðir, 05.01.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 5.1.2017 kl. 13:10

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kitti, það er rétt að það er ekkert annað tækifæri þegar skotið ríður af í rússneskri rúllettu.

Kannski mátti færa rök fyrir því fyrir svona 20-30 árum síðan að einhver hólf væru óhlaðin í marghleypunni, en í dag er ljóst að öll hlaupin eru hlaðin, spurningin er bara hvort við sem eigum að kallast vitibornar verur séu svo vitlaus að hleypa af.

Síðan er kannski mesti óttinn sá að við vitum ekki nóg.

Vitum ekki um stigaukninguna, hvort jafnvægið sé byggt á harmony svo margra þátta sem þurfa algjörlega að fitta, að það þoli ekki þessi frávik sem athafnasemi mannsins er.

Það hreinlega hrynji miklu fyrr en okkur órar fyrir. 

Allavega er hrikalegt að sjá myndirnar frá Grænlandsjökli, jökullinn virðist bara hreinlega vera að renna út í sjó.

En svo er alltaf huggun harmi gegn að Trump verður valdamesti maður heims eftir örfáa daga.

Hann kannski sér til þess að við þurfum ekki að hafa svo miklar áhyggjur af ÞESSU.

Mikið ólíkindatól kallinn.

En það skýrist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 13:18

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þetta Jónas.

Feigðarós er aðeins feigðarós ef menn sjá ekki ástæðu til að breyta um stefnu.

Vandinn er kannski sá, og ég impra á í pistli mínum, að það eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi hjá Örfáum, að mannkynið taki ekki nýjan kúrs, heldur fljóti uppdópað af neysluhyggjunni að feigðarósi loftslagshörmunganna.

Ekki það að lausnirnar séu ekki til staðar.

Og því miður þá ruglar angi þessarar kostuðu afneitunar umræðuna á Íslandi.

Á það vildi ég benda í athugasemd minni.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 13:26

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Brynjólfur og takk fyrir þitt vandaða innslag.  Það er alltaf gaman að sjá þegar fólk dýpkar umræðuna með upplýsingum og rökum sem hægt er að leggja mat á.

Jafnvel þó það hjá skálkum eins og mér sem kunna fátt annað en að standa í ófriði.

Kannski áður en lengra er haldið þá skulum við gera okkur grein fyrir að Roy Spencer er kostaður lygari í þágu grímulausra hagsmuna örfárra ofurmilljarðamæringa.  Þegar menn eins og hann slysast til að falsa ekki tölur og tölfræðileg gögn, þá er það vegna þess að þeir þurfa að nota ófalsaðar upplýsingar í einhverja hundalógík til að afvegleiða umræðuna.  Í þessu tilviki sýnist mér að það eigi að lauma því að fólki að það sé ekki svo mikið í hættu, því síðast El Ninjó toppur hafi líka verið allsvakalegur.

Og það er þar sem ég skil ekki Ágúst, því mig minnir að '98 toppurinn hafa endanlega ræst út aðvörunarkerfið og það þarf ekki að ræða um hlýnunina síðan.

En ekki það að ég ætli að vera rífast við hann eða skammast út í hann á þessum vettvangi, við skulum bara vona að hann hafi rétt fyrir sér að Kyrrahafið nái einn einu sinni að stilla af þessa hitasveiflu.

Því það er málið, það hafa verið færð rök fyrir því að þetta jafnvægiskerfi sé að bresta.

Með skelfilegum afleiðingum fyrir mannkyn allt.

Það er ekkert grín í þessu máli, og ekki fyndið lengur að sjá alblóðuga menn lemja hausnum í vegg forheimskunnar.

Heimurinn er að hitna til helvítis, og það þarf að gera eitthvað í því.

Strax, í gær.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 14:03

15 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ágúst H Bjarnason hefur mikla yfirsýn og er mikill spekingur.

Við megum ekki gleyma því að það snjóaði í Tókió, fyrr en gerst hefur í, langan, langan tíma (ath. hér neðan við), og snjóaði á Hawaii.

Það lítur út eins og kaldi lofthjúpurinn hafi færtst til á jörðinni.

Við verðum að hafa allar staðreyndirnar uppi á borðinu.

Bið ykkur vel að lifa.

https://www.theguardian.com/world/2016/nov/24/tokyo-sees-first-november-snow-in-more-than-50-years

http://www.cntraveler.com/story/theres-snow-in-hawaii-and-weve-got-photos

Egilsstaðir, 05.01.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 5.1.2017 kl. 14:42

16 identicon

Það snjóaði nú rétt áðan, og ekki er það hlýindum að kenna, er það..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 15:44

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég hélt það svo sem líka Jónas en enginn spekingur hefur sinn fróðleik frá gervivísindamönnum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Síðan veistu Jónas að það er ekki eðli vísinda að fela staðreyndir undir borði, það gera hins vegar þeir sem hafa annarlega hagsmuni að verja.

Og það er rétt að veðurkerfin eru að færast til, með skelfilegum afleiðingum fyrir milljarða fólks.

Sem mun ekki bera harm sinn í hljóði, það mun sækja þangað þar sem mat er að fá.

Þá óöld vill enginn vitiborinn maður upplifa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 15:46

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Skarplega athugað Helgi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 16:11

19 identicon

Sæll Ómar og gleðilegt nýtt ár.

Það er dapurt að þú skulir bergmála lygar Barack Hussein Obama í loftslagsmálum. Ríkislygaveita Obama, NASA, hefur að vísu enn einu sinni nota GISSkið sitt til að framleiða "heitasta árið" en sú framleiðsla er manngerð og á sér stað í höfuðstöðvum NASA.

GISSkið hjá NASA byggist á 3. flokks ruslgögnum sem eru hanteruð að hætti hússins (les: Obama) enta er rétturinn ríkisstyrktur.

Ég get hins vegar glatt þig með því að nagandi kvíði þinn er með öllu ástæðulaus. Niðurstöður 1. flokks gervihnattagagna liggja nefnilega fyrir sem sýna að 2016 er ekki hlýrra en 1998 - í báðum tilfellum er það el Nino, náttúruleg hitasveifla, sem hleypir hitanum upp - tímabundið.

20 ára kyrrstaða í meðalhita jarðar heldur því áfram og framundan er la Nina og vaxandi kuldatíð.

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2187764/?fb=1

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 16:57

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm og jæja Hilmar, og já gleðilegt nýtt ár, aldrei fór það svo að þið hinir ofsóknaróðu fengju ekki samsæriskenningum ykkar samleið með Koch bræðrum.

Hvað segirðu, eruð þið búnir að skrá ykkur i liðsafnaðinn sem ætlar að marsera í takt með Trumpliðum í hinu vanheilaga stríði við loftslagslygar Barack Obama???

Góður félagsskapur, góður félagsskapur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2017 kl. 17:08

21 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Jónas Gunnlaugsson nefnir í færslu 15 að "kaldi lofthjúpurinn" hafi færst til á jörðinni. Það er nokkuð til í því, kulda hefur slegið niður á ólíklegum stöðum, t.d. er von á snjókomu hér, þar sem ég bý, núna um helgina, nokkuð sem elstu menn muna ekki eftir að hafi gerst áður.

Þessi kuldaskot virðst tengjast auknum lægðagangi inn á Norður-Íshafið, nokkuð sem hefur ágerst mjög undanfarin ár. Lægðirnar ýta köldu lofti frá sér, nú í vetur hefur það einkum farið suður yfir Síberíu og þaðan teygja sig kuldastrengir í hinar ýmsu áttir, m.a. þann sem sækir hingað til Miðjarðarhafsins nú um helgina.

Upplifun okkar af veðri er ekki góð vísbending um hnattræna stöðu eða breytingar. Allar mælingar sem völ er á sýna jafnt hlýnandi loftsslag, allar gervihnattamælingar og allar beinar hitamælingar. Afleiðingar hlýnunar eru einnig augljósar, t.d. hækkandi sjávarstaða vegna varmaþenslu, minnkandi hafís, minnkandi jöklar osfrv.

Ég rakst nýlega á skemmtilega umfjöllun um snjókomu og snjóaalög á norðurhveli og hvaða breytingar hafa orðið þar á. Með auknum hita eykst raki í lofti sem aftur leiðir til meiri úrkomu, bæði regn og snjó. Á móti minnka líkurnar á því að úrkoma falli sem snjókoma og aukinn hiti veldur meiri bráðnun á föllnum snjó.

 

Línuritin hér að ofan eru fengin frá "Tamino" nokkrum, hann er mikill stærðfræðingur og duglegur að skrifa um loftslagsmál ef einhver hefur áhuga. Gögnin eru fengin frá Rutgers háskólanum. Eins og sjá má hefa snjóalög aukist á haustin (meiri úrkoma) en minnkað á öðrum árstímum (meiri bráðnum) sem er í fullu samræmi við það sem búast má við í hlýnandi veðurfari.

Það bendir því allt til þess að hnötturinn okkar fari hlýnandi. Enn hef ég ekki séð neina kenningu sem getur útskýrt þessa hlýnun aðra en aukning koltvísýrings í andrúmslofti. Samkvæmt þeirri kenningu ætti veðurfar að fara hlýnandi áfram næstu aldirnar sem bein afleiðing af mengun mannkyns.

Sú kenning sem kemst næst er áhrif sólar og ég veit að t.d. Ágúst er hrifinn af henni (og fleiri mætir menn). Samkvæmt þeirri kenningu ætti hlýnunin að vera búin núna, og kuldaskeið væntanleg. Gallinn við þá kenningu er að stærð sólarsveiflunnar dugar ekki til að útskýra þær breytingar sem við sjáum - og svo hafa sólaráhugamenn verið að spá kólnandi veðurfari í nokkuð mörg ár, en enn hefur ekki ræst úr. Forspárgildi þeirrar kenningar virðist því lítið enn sem komið er.

Brynjólfur Þorvarðsson, 6.1.2017 kl. 06:59

22 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Vefsíðan Nullschool er stórskemmtileg. Myndin hér fyrir neðan sýnir vinda og hitastig skv. spá fyrir 9. janúar kl. 7 á Greenwich tíma. Þarna sést vel hvernig hiti streymir upp Atlantshafið og Kyrrahafið og inn í Íshafið, en kuldinn þrýstist niður meginlöndin. Svipað ástand ríkti seinni hluta síðasta vetrar einnig og er óvenjulegt - venjan er sú að á veturna myndist kuldapollur yfir Íshafinu með frekar stilltu veðri.

Þar sem litir eru dökkbláir er hitastigið of hátt til að ís geti myndast. Sé ís þegar til staðar þá þykknar hann hægar eftir því sem kuldinn er minni, helst þyrfti liturinn að vera yfir í rautt til að hefðbundin þykknun og styrking vetraríss eigi sér stað.

Að auki hefur vindurinn talsverð áhrif - öldugangur brýtur upp þynnri ís og rótar hlýsjó upp á yfirborðið, en strengur sem oft myndast milli Grænlands og Jan Mayen þrýstir ísnum suðureftir þar sem hann mun óhjákvæmilega bráðna. 

Ef þetta ástand er forsmekkur þess sem koma skal mega meginlandsbúar búast við talsverðum vetrarhörkum á meðan ísinn á Íshafinu lætur sífellt undan sjá. Sumir hafa bent á að á fyrri hlýskeiðum í jarðsögunni virðist hiti hafa verið miklu jafndreifðara um hnöttinn, með pólsvæðin talsvert miklu hlýrra hlutfallslega en nú er. Kanski erum við að sjá fyrstu breytingar í þá átt, og að í fjarlægri framtíð verði lítill munur á hitafari milli norðurs og suðurs?

 

Brynjólfur Þorvarðsson, 6.1.2017 kl. 09:10

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Enn og aftur takk kærlega Brynjólfur.

Virkilega fróðlegt að lesa það sem þú segir hér að ofan.

Á bak við átakablogg, eða það að láta öllum illum látum, er töluverð íhugun og lestur.  Maður þarf að gera sér grein fyrir hvað er hæft í mótrökum, sérstaklega getur maður ekki afgreitt mæta menn eins og ÁHB eins og hverja aðra rugludalla.  Vissulega sló það mig í fyrrasumar hvaðan heimildar hans eru komnar, en jafnvel þó menn séu keyptir lygarar, þá gætu þeir alveg haft rétt fyrir sér að einhverjum hluta.  Síðan er vitnað í fræðimenn sem eru að skoða ákveðna hluti, og eru jafnvel skeptískir á viðtekin fræðin.  Og þó hinir keyptu lygarar í þjónustu bandarískra hægriöfgamanna fari rangt með ef það þjónar markmiðum þeirra, að þá þarf ekki að gilda það sama um þá vísindamenn sem þeir vitna í . 

Og fyrir einhverjum árum síðan fannst mér það veikleika merki hjá verjendum kenninganna um global warming að afgreiða Danann sem þrjóskaðist við með kenningum sínar um áhrif sólar, sólarbletta og hvað þetta allt nú hét, sem gervivísindamann, vegna þess að gervivísindamenn vitnuðu í hann.  En ég var fljótur að átta mig á að þetta var hið opinbera debat, á alnetinu var hægt að finna umræðu þar sem rökin voru tekin fyrir, með og á móti.

Sólarkenningin er ekki nógu skýrandi, sem og að þó hún skýri, þá verða menn að taka athafnasemi mannsins með í reikninginn.  Þetta er svona svipað og menn hefðu sagt, þar sem stór hluti skógarelda kvikna af "náttúrulegum" aðstæðum, að þá þarf ekki að hafa eftirlit með brennivörgum, eða hindra að þeir ástundi íkveikjur.  Og sún hundsun er sérstaklega alvarleg á þurrkatímum.

Þessi pistill hjá mér var hugsaður sem pólitísk nálgun á hinu grafalvarlegu vandamáli, svona ef ske kynni að ég hleypti lífi í þetta blogg núna á nýju ári.  Ef viðbrögðin yrðu einhver, þá reiknaði ég með að þau kæmu úr pólitíska geirarnum, enda hefur bloggið alltaf hjá mér verið pólitískt, og lesið af áhugafólki um sérvisku í pólitísku þrasi.  Svo er alltaf einn og einn eins og Jónas sem hefur gaman að lesa þessa pistla og sendir mér línu.

Langt mál hjá mér Brynjólfur en það var einfaldlega hugsað til að þakka þér fyrir hina málefnalegu nálgun, og ekki hvað síst hið hnitmiðaða orðalag, sem er alltaf vandfundið í flóknum málum.

Og ég sjaldan lesið eins skýrandi og hlutlausan texta eins og þennan, sem segir allt sem segja þarf um hið grafalvarlega mál sem loftlagsbreytingarnar eru.

"Upplifun okkar af veðri er ekki góð vísbending um hnattræna stöðu eða breytingar. Allar mælingar sem völ er á sýna jafnt hlýnandi loftsslag, allar gervihnattamælingar og allar beinar hitamælingar. Afleiðingar hlýnunar eru einnig augljósar, t.d. hækkandi sjávarstaða vegna varmaþenslu, minnkandi hafís, minnkandi jöklar osfrv.".

Þetta er málið, það er ekki flóknara en það.

Og þeir sem kosta áróður gegn þessu eru skrímsli í mannsmynd.

Og þá þarf að afhjúpa.

Líka hér á Íslandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2017 kl. 09:37

24 identicon

"Upplifun okkar af veðri er ekki góð vísbending um hnattræna stöðu eða breytingar. Allar mælingar sem völ er á sýna jafnt hlýnandi loftsslag, allar gervihnattamælingar og allar beinar hitamælingar. Afleiðingar hlýnunar eru einnig augljósar, t.d. hækkandi sjávarstaða vegna varmaþenslu, minnkandi hafís, minnkandi jöklar osfrv.".(!)

Þetta er auðvitað rakinn þvættingu hjá Brynjólfi eins og búast mátti við og "samviska þjóðarinnar", ÓG, tárfellir praktuglega yfir bullspekinni. :)

Framundan er fyrirsjáanleg hnattkólnun í samræmi við náttúrulegar sveiflur. Framundan er líka fyrirsjáanleg afhjúpun á stórkostlegum blekkingum og lygum Barack Hussein Obama og glópahlýnunartrúaboða hans. Loftslagsumræða demokrata snýst nefnilega ekki um vísindi heldur pólitík.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 17:40

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hilmar minn.

Ég elska þig líka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2017 kl. 20:12

26 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þakka góð orð Ómar! Fúkyrði og gífurlegar fullyrðingar eru yfirleitt einkenni tapaðs málsstaðar, eins og sést svo vel hjá Hilmari hér að ofan. Og það er varhugavert að stimpla menn lygara og svikara, hvað svo sem mann kann að gruna.

Sumir áberandi kólnunarsinnar eru afskaplega duglegir að velja sér þau gögn sem passa við sínar hugmyndir. Ætli það eigi reyndar ekki við um okkur hina líka? En okkur virðist reynast það svo miklu auðveldara en hinna ...

Brynjólfur Þorvarðsson, 7.1.2017 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 473
  • Sl. sólarhring: 708
  • Sl. viku: 6204
  • Frá upphafi: 1399372

Annað

  • Innlit í dag: 401
  • Innlit sl. viku: 5256
  • Gestir í dag: 369
  • IP-tölur í dag: 364

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband